Hallgrímur Egilsson og Vitor Charrua keppa fyrir Íslands hönd og eru í J-riðli.
Þeir félagar lutu í lægra haldi fyrir Spáni í fyrsta leik sínum á HM í dag, 4-2.
SPAIN STAY ALIVE!
— PDC Darts (@OfficialPDC) June 16, 2023
Spain keep their hopes of progressing alive with a 4-2 win over Iceland.
https://t.co/HgMD2ZD0g1#WorldCupofDarts | Group J pic.twitter.com/o6jfITDCdt
Spánverjar unnu fyrsta legginn en Hallgrímur og Vitor jöfnuðu strax í 1-1. Spánn vann næstu tvo leggi en Ísland hélt lífi í vonum sínum með sigri í fimmta leggnum.
En gleðin var skammvinn því Spánverjar unnu sjötta legginn og viðureignina, 4-2.
Í kvöld mætir Ísland Suður-Afríku í öðrum leik sínum á mótinu.