Már þarf ekki að greiða kostnað vegna leiðsöguhundarins Max Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 19. júní 2023 19:15 „Búið er að finna lausn á málinu innan ráðuneytisins og mun Már því ekki þurfa að bera fyrrgreindan kostnað vegna hundsins.“ Svo hljóðaði tilkynning sem barst frá Matvælaráðuneytinu síðdegis. Vísir/Steingrímur Dúi Matvælaráðuneytið greindi frá því nú síðdegis að blindur maður þurfi ekki að greiða himinháan kostnað sem fylgi því að taka leiðsöguhundinn sinn með í frí til landsins. Margra mánaða barátta við kerfið virðist því vera á enda. Það vakti mikla athygli þegar Már Gunnarsson birti færslu á Facebook í gær þar sem hann lýsti baráttu sinni við kerfið þegar kemur að því að ferðast með leiðsöguhundinn Max til Íslands. Í frétt á Vísi í morgun lýsti Már, sem er blindur, því að kostnaður hlypi á 600 þúsund krónum. Við hittum Má og Max í dag þar sem Már lýsti þrautagöngunni vegna málsins. „Ég er búinn að reyna í marga mánuði að hafa samband við Matvælaráðuneytið og þau hafa hreinlega hunsað mig,“ sagði Már. „Félagsmálaráðuneytið ráðlagði mér að sækja um styrki hjá góðgerðarsamtökum eins og Lions, sem mér finnst afskaplega sorglegur hugsunarháttur. Lions hjálpaði til við að safna fyrir hundinum og mér finnst ótrúlega mikil frekja að ætlast til að þeir stökkvi alltaf á vagninn og græji allt.“ Farsæll endir Fréttastofa hafði ítrekað samband við Matvælastofnun í dag til að óska eftir viðbrögðum vegna málsins og viðtali við Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra. Svandís gaf ekki kost á viðtali en síðdegis barst tilkynning frá Matvælaráðuneytinu þess efnis að búið væri að finna lausn innan ráðuneytisins og að Már þurfi ekki að greiða kostnað vegna hundsins. Það lítur út fyrir að málið hafi fengið farsælan endi og að Már þurfi ekki að greiða háan kostnað við að taka leiðsöguhundinn Max, sem hann kallar augun sín, með sér til Íslands. Vísir/Steingrímur Dúi Dýr Málefni fatlaðs fólks Hundar Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira
Það vakti mikla athygli þegar Már Gunnarsson birti færslu á Facebook í gær þar sem hann lýsti baráttu sinni við kerfið þegar kemur að því að ferðast með leiðsöguhundinn Max til Íslands. Í frétt á Vísi í morgun lýsti Már, sem er blindur, því að kostnaður hlypi á 600 þúsund krónum. Við hittum Má og Max í dag þar sem Már lýsti þrautagöngunni vegna málsins. „Ég er búinn að reyna í marga mánuði að hafa samband við Matvælaráðuneytið og þau hafa hreinlega hunsað mig,“ sagði Már. „Félagsmálaráðuneytið ráðlagði mér að sækja um styrki hjá góðgerðarsamtökum eins og Lions, sem mér finnst afskaplega sorglegur hugsunarháttur. Lions hjálpaði til við að safna fyrir hundinum og mér finnst ótrúlega mikil frekja að ætlast til að þeir stökkvi alltaf á vagninn og græji allt.“ Farsæll endir Fréttastofa hafði ítrekað samband við Matvælastofnun í dag til að óska eftir viðbrögðum vegna málsins og viðtali við Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra. Svandís gaf ekki kost á viðtali en síðdegis barst tilkynning frá Matvælaráðuneytinu þess efnis að búið væri að finna lausn innan ráðuneytisins og að Már þurfi ekki að greiða kostnað vegna hundsins. Það lítur út fyrir að málið hafi fengið farsælan endi og að Már þurfi ekki að greiða háan kostnað við að taka leiðsöguhundinn Max, sem hann kallar augun sín, með sér til Íslands. Vísir/Steingrímur Dúi
Dýr Málefni fatlaðs fólks Hundar Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira