Blinken er æðsti embættismaður Bandaríkjanna til að heimsækja Kína frá því Joe Biden tók við forsetaembætti. Markmiðið með fundinum er að reyna að slaka á vaxandi spennu ríkjanna á fjölmörgum sviðum, eins og á viðskiptasviðinu, varðandi stöðu Tævan og afstöðu Kína til innrásar Rússa í Úkraínu.

Í dag fundaði Blinken með Xi Jinping forseta Kína.
„Á öllum fundum okkar lagði ég áherslu á að bein tjáskipti ríkjanna og viðvarandi samband á æðstu stigum kæmu í veg fyrir ágreining og tryggðu að samkeppni ylli ekki ágreiningi. Ég heyrði það sama frá kínverskum starfsbræðrum mínum. Við erum sammála um að auka stöðugleika samskipta okkar,“ sagði Blinken meðal annars eftir fund hans með forseta Kína í dag.