Ætlar að skoða umdeild samskipti starfsmanna borgarinnar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 20. júní 2023 13:50 Starfsmenn borgarinnar hrósuðu happi yfir því að hafa komið sér undan að svara spurningum um dagvistunarvanda leikskólabarna í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar hyggst funda með formanni íbúaráðs Laugardalsins vegna samskipta undirmanna hennar á Facebook Messenger á meðan fundi með íbúðaráði stóð þann 12. júní síðastliðinn. Aðstoðarmaður ráðherra spyr hvort samráðsvettvangar borgarinnar sé einfaldlega upp á punt. Anna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar, segir í skriflegu svari til Vísis að hún fari nú yfir málið og muni svo í kjölfarið funda með Rannveigu Ernudóttur, formanni íbúaráðs Laugardals. Anna hefur ekki svarað fyrirspurn Vísis um það hvað felst í þeirri yfirferð. DV gerði málinu skil og voru þar birt Facebook Messenger samskipti tveggja starfsmanna Reykjavíkurborgar, Guðnýjar Báru Jónsdóttur, verkefnastjóra hjá lýðræðis-og mannréttindastofu Reykjavíkurborgar og Eiríks Búa Halldórssonar, verkefnastjóra verkefnisins Hverfið mitt, þar sem þau hrósa happi yfir því að hafa komið sér undan spurningum um dagvistunarvanda á leikskólum. Fundurinn blörraður Eiríkur Búi varpaði samskiptunum óvart upp á skjá á meðan fundi stóð en fundurinn var sýndur í beinni á Youtube. Síðan þá virðist fundurinn hafa verið tekinn út og síðan birtur aftur þar sem hluti hans hefur nú verið blörraður. Ekki náðist í Guðnýju vegna málsins og þá benti Eiríkur Búi á yfirmann sinn, Önnu Kristínu vegna málsins. „Alltaf gott að þegja og gera ekki neitt. Láttu eins og þetta komi þér ekki við,“ segir Guðný við kollega sinn þegar þau ræða hvernig þau eigi að takast á við spurningar um dagvistunarmál. Samskiptin hafa vakið mikla athygli meðal foreldra leikskólabarna í Laugardal sem finnst lítið úr sér og vandanum gert. „Leyfi þeim að ræða þetta fram og til baka - reddast vonandi. Geta í mesta lagi bókað,“ sagði Eiríkur í spjallinu. Þá sagði Guðný honum að vera harður við íbúana. „Það er alltaf þannig að svar við fyrirspurn er bara lagt fram og ekkert framhald af því.“ Í framhaldinu svaraði Þorleifur Örn Gunnarsson, fulltrúi Samfylkingarinnar á fundinum íbúðaráðinu vegna málsins. „Kæfði þetta,“ svaraði Eiríkur Búi. Spyr hvort lýðræðisstefna borgarinnar sé upp á punt Steinar Ingi Kolbeins, aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfisráðherra, gerir samskipti starfsmanna Reykjavíkurborgar að umtalsefni í aðsendri grein á Vísi. Þar segir hann „Hverfið mitt“ vera gott dæmi um pólitíska snilli ráðandi afla í borginni og segir það um árabil hafa verið smjörklípuverkefni sem að margra mati hafi tekist að dreifa athygli borgarbúa frá grunnþjónustu borgarinnar sem Steinar fullyrðir að sé víðast hvar í molum. „Það er að mínu mati óþarfi að taka þessa tilteknu embættismenn fyrir og ég vil ekki gera þeim upp vondan hug. Þessi mannlegu mistök embættismannsins vekja mann engu að síður til umhugsunar. Getur verið að þetta sé allt samráðið?“ Steinar Ingi spyr hvort hugsast geti að ítarleg lýðræðisstefna borgarinnar og ýmsu samráðsvettvangar hennar séu einfaldlega upp á punt. „Kann það að vera að launaðir embættismenn borgarinnar mæti á fundi, jafnvel með beina línu til yfirmanna sinna, og þeim sé ætlað að knýja fram ákveðna niðurstöðu í málum, jafnvel að „kæfa“ þau?“ Leikskólar Reykjavík Stjórnsýsla Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður Sjá meira
Anna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar, segir í skriflegu svari til Vísis að hún fari nú yfir málið og muni svo í kjölfarið funda með Rannveigu Ernudóttur, formanni íbúaráðs Laugardals. Anna hefur ekki svarað fyrirspurn Vísis um það hvað felst í þeirri yfirferð. DV gerði málinu skil og voru þar birt Facebook Messenger samskipti tveggja starfsmanna Reykjavíkurborgar, Guðnýjar Báru Jónsdóttur, verkefnastjóra hjá lýðræðis-og mannréttindastofu Reykjavíkurborgar og Eiríks Búa Halldórssonar, verkefnastjóra verkefnisins Hverfið mitt, þar sem þau hrósa happi yfir því að hafa komið sér undan spurningum um dagvistunarvanda á leikskólum. Fundurinn blörraður Eiríkur Búi varpaði samskiptunum óvart upp á skjá á meðan fundi stóð en fundurinn var sýndur í beinni á Youtube. Síðan þá virðist fundurinn hafa verið tekinn út og síðan birtur aftur þar sem hluti hans hefur nú verið blörraður. Ekki náðist í Guðnýju vegna málsins og þá benti Eiríkur Búi á yfirmann sinn, Önnu Kristínu vegna málsins. „Alltaf gott að þegja og gera ekki neitt. Láttu eins og þetta komi þér ekki við,“ segir Guðný við kollega sinn þegar þau ræða hvernig þau eigi að takast á við spurningar um dagvistunarmál. Samskiptin hafa vakið mikla athygli meðal foreldra leikskólabarna í Laugardal sem finnst lítið úr sér og vandanum gert. „Leyfi þeim að ræða þetta fram og til baka - reddast vonandi. Geta í mesta lagi bókað,“ sagði Eiríkur í spjallinu. Þá sagði Guðný honum að vera harður við íbúana. „Það er alltaf þannig að svar við fyrirspurn er bara lagt fram og ekkert framhald af því.“ Í framhaldinu svaraði Þorleifur Örn Gunnarsson, fulltrúi Samfylkingarinnar á fundinum íbúðaráðinu vegna málsins. „Kæfði þetta,“ svaraði Eiríkur Búi. Spyr hvort lýðræðisstefna borgarinnar sé upp á punt Steinar Ingi Kolbeins, aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfisráðherra, gerir samskipti starfsmanna Reykjavíkurborgar að umtalsefni í aðsendri grein á Vísi. Þar segir hann „Hverfið mitt“ vera gott dæmi um pólitíska snilli ráðandi afla í borginni og segir það um árabil hafa verið smjörklípuverkefni sem að margra mati hafi tekist að dreifa athygli borgarbúa frá grunnþjónustu borgarinnar sem Steinar fullyrðir að sé víðast hvar í molum. „Það er að mínu mati óþarfi að taka þessa tilteknu embættismenn fyrir og ég vil ekki gera þeim upp vondan hug. Þessi mannlegu mistök embættismannsins vekja mann engu að síður til umhugsunar. Getur verið að þetta sé allt samráðið?“ Steinar Ingi spyr hvort hugsast geti að ítarleg lýðræðisstefna borgarinnar og ýmsu samráðsvettvangar hennar séu einfaldlega upp á punt. „Kann það að vera að launaðir embættismenn borgarinnar mæti á fundi, jafnvel með beina línu til yfirmanna sinna, og þeim sé ætlað að knýja fram ákveðna niðurstöðu í málum, jafnvel að „kæfa“ þau?“
Leikskólar Reykjavík Stjórnsýsla Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður Sjá meira