Áskorun til kvenna – dýravelferð verður baráttumál Meike Witt og Birta Flókadóttir skrifa 23. júní 2023 16:31 Við fórum nokkur úr Samtökum um dýravelferð á fundinn um hvalveiðar á Akranesi í gær. Við gátum ekki hugsað okkur að að láta matvælaráðherrann okkar, Svandísi Svavarsdóttur, standa þar ein að verja ákvörðun sína um að fresta hvalveiðum. Við gerðum okkur svo sem grein fyrir því að þetta yrði enginn „gentilmen“ fundur en um leið og í salinn var komið fann maður fyrir því hvað andrúmsloft var þrungið og beinlínis hatursfull. Áður en matvælaráðherra gekk í fyrsta skiptið í pontu var byrjað að baula á hana. Einn „fyndinn“ fundarmaður ætlaði að rétta henni beinlínis „pokann sinn“. Þótt fundarstjórinn hefði beðið um að fólk sýndi kurteisa framkomu, þurfti Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, ekki mikið að gefa tóninn til að setja stemminguna. Greinilegt var að það átti að „kenna kerlingunni“ hver ræður hér! En fundurinn fór nú á annan veg. Svandis stóð rökföst, örugg og skýr á sínu máli. Útskýrði lögin, allar tafir á afgreiðslu og áframhaldandi vinnu innan ráðuneytisins á meðan hvalveiðum er frestað. Hún hækkaði aldrei róminn sama hvaða dónaskap hún þyrfti að mæta. Hún svaraði öllum spurningum með kurteisi þó að henni væri sagt að pakka saman og fara heim. Það var svo greinilegt að fundarmenn ætluðu að beinlinis þvinga hana að afturkalla þessa frestun veiða. Þetta var ekki umræða þar sem skipast átti á rökum og sjónarmiðum – nei hér átti bara að „berja konu sem veit ekkert“ til hlýðni. Hér var „freki karlinn“ mættur sem er vanur að fá sínu framgengt, að fá bara reglugerðum breytt til að sinna sínu grimma hobbý, að veiða hvali - bara af því bara. Staðreyndir eru þannig: Skýrsla Mast sem var unnin af beiðni Matvælaráðuneytis sýnir að hvalveiðar eru ómannúðlegar. Fagráð um velferð dýra sem hefur lögbundið hlutverk að veita umsókn í málum dýravelferða kemur að þeirri niðurstöður að ekki sé hægt að framkvæma hvalveiðar á þann hátt að þær standist lög um velferð dýra. Dýralæknafélag Íslands taldi að þau gögn sem koma fram í skýrslu Matvælastofnunar um velferð hvala við veiðar á langreyðum við Ísland 2022, sýna svo ekki verður um villst að sú aflífunaraðferð sem er notuð og samþykkt brýtur gegn meginmarkmiðum í lögum um velferð dýra (nr. 55/2013) og því beri ráðherra að stöðva hvalveiðar strax. Skýrsla Dr Eddu Elisabetar Magúsdóttur sýnir hvað hvalir eru mikilvægur þáttur í vistkerfi sjávar. Fyrir okkur sem sátum fundinn var svo greinilegt að hér var ekki bara dýravelferð sett á oddinn. Hér var mættur her karla með hnefann á lofti að verja hagsmuna Kristjáns Loftssonar sem fjármagnar tap hvalaveiða með öðru af því að hann getur það. Af því að hann hefur komist upp með það. Af því að hann hefur stjórnmálamenn í vasanum. Af því að hann er karlmaður sem gerir bara það sem honum sýnist. Á móti stóð Svandís og varði dýr sem ekki geta varið sig sjálf. Sem varði málleysingja með lögum. Sem lagði fram rök og vísindi á móti framiköllum og dónaskap. Það er augljóst að fast verði sótt að Svandísi núna. Við skorum hér með á konur (og alla karla sem þora!) sama hvaða flokk þær kjósa eða styðja að standa með Svandísi í þessari baráttu sem hún stendur nú í. Því þetta snýst ekki bara um dýravelferð. Þetta snýst líka um að standa upp fyrir grunngildi sín þó að stormur blási á móti. Að standa upp fyrir þá sem kunna ekki að verja sig sjálf, að standa með málleysingjum sem eiga sér ekki annan málsvara en stjórnvöld. Svandís Svavarsdóttir er hugrakkur matvælarráðherra og löggjafinn hefur falið henni að tryggja velferð dýra með þeim úrræðum sem hún hefur. Þegar ríkur karl ætlaði að virkja Gullfoss stóð ung bóndakona að nafni Sigríður Tómasdóttir upp á móti peningaveldinu. Á sínum tíma var hún álitin skrýtin og að standa á móti uppbyggingu. Mörgum árum seinna reisti kvenfélag á heimasklóðum hennar minnisvarða um hana. Það eru ekki bara dómstólar sem dæma, tíminn gerir það líka. Höfundar sitja í stjórn Samtaka um dýravelferð á Íslandi (SDÍ). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Mest lesið Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Sjá meira
Við fórum nokkur úr Samtökum um dýravelferð á fundinn um hvalveiðar á Akranesi í gær. Við gátum ekki hugsað okkur að að láta matvælaráðherrann okkar, Svandísi Svavarsdóttur, standa þar ein að verja ákvörðun sína um að fresta hvalveiðum. Við gerðum okkur svo sem grein fyrir því að þetta yrði enginn „gentilmen“ fundur en um leið og í salinn var komið fann maður fyrir því hvað andrúmsloft var þrungið og beinlínis hatursfull. Áður en matvælaráðherra gekk í fyrsta skiptið í pontu var byrjað að baula á hana. Einn „fyndinn“ fundarmaður ætlaði að rétta henni beinlínis „pokann sinn“. Þótt fundarstjórinn hefði beðið um að fólk sýndi kurteisa framkomu, þurfti Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, ekki mikið að gefa tóninn til að setja stemminguna. Greinilegt var að það átti að „kenna kerlingunni“ hver ræður hér! En fundurinn fór nú á annan veg. Svandis stóð rökföst, örugg og skýr á sínu máli. Útskýrði lögin, allar tafir á afgreiðslu og áframhaldandi vinnu innan ráðuneytisins á meðan hvalveiðum er frestað. Hún hækkaði aldrei róminn sama hvaða dónaskap hún þyrfti að mæta. Hún svaraði öllum spurningum með kurteisi þó að henni væri sagt að pakka saman og fara heim. Það var svo greinilegt að fundarmenn ætluðu að beinlinis þvinga hana að afturkalla þessa frestun veiða. Þetta var ekki umræða þar sem skipast átti á rökum og sjónarmiðum – nei hér átti bara að „berja konu sem veit ekkert“ til hlýðni. Hér var „freki karlinn“ mættur sem er vanur að fá sínu framgengt, að fá bara reglugerðum breytt til að sinna sínu grimma hobbý, að veiða hvali - bara af því bara. Staðreyndir eru þannig: Skýrsla Mast sem var unnin af beiðni Matvælaráðuneytis sýnir að hvalveiðar eru ómannúðlegar. Fagráð um velferð dýra sem hefur lögbundið hlutverk að veita umsókn í málum dýravelferða kemur að þeirri niðurstöður að ekki sé hægt að framkvæma hvalveiðar á þann hátt að þær standist lög um velferð dýra. Dýralæknafélag Íslands taldi að þau gögn sem koma fram í skýrslu Matvælastofnunar um velferð hvala við veiðar á langreyðum við Ísland 2022, sýna svo ekki verður um villst að sú aflífunaraðferð sem er notuð og samþykkt brýtur gegn meginmarkmiðum í lögum um velferð dýra (nr. 55/2013) og því beri ráðherra að stöðva hvalveiðar strax. Skýrsla Dr Eddu Elisabetar Magúsdóttur sýnir hvað hvalir eru mikilvægur þáttur í vistkerfi sjávar. Fyrir okkur sem sátum fundinn var svo greinilegt að hér var ekki bara dýravelferð sett á oddinn. Hér var mættur her karla með hnefann á lofti að verja hagsmuna Kristjáns Loftssonar sem fjármagnar tap hvalaveiða með öðru af því að hann getur það. Af því að hann hefur komist upp með það. Af því að hann hefur stjórnmálamenn í vasanum. Af því að hann er karlmaður sem gerir bara það sem honum sýnist. Á móti stóð Svandís og varði dýr sem ekki geta varið sig sjálf. Sem varði málleysingja með lögum. Sem lagði fram rök og vísindi á móti framiköllum og dónaskap. Það er augljóst að fast verði sótt að Svandísi núna. Við skorum hér með á konur (og alla karla sem þora!) sama hvaða flokk þær kjósa eða styðja að standa með Svandísi í þessari baráttu sem hún stendur nú í. Því þetta snýst ekki bara um dýravelferð. Þetta snýst líka um að standa upp fyrir grunngildi sín þó að stormur blási á móti. Að standa upp fyrir þá sem kunna ekki að verja sig sjálf, að standa með málleysingjum sem eiga sér ekki annan málsvara en stjórnvöld. Svandís Svavarsdóttir er hugrakkur matvælarráðherra og löggjafinn hefur falið henni að tryggja velferð dýra með þeim úrræðum sem hún hefur. Þegar ríkur karl ætlaði að virkja Gullfoss stóð ung bóndakona að nafni Sigríður Tómasdóttir upp á móti peningaveldinu. Á sínum tíma var hún álitin skrýtin og að standa á móti uppbyggingu. Mörgum árum seinna reisti kvenfélag á heimasklóðum hennar minnisvarða um hana. Það eru ekki bara dómstólar sem dæma, tíminn gerir það líka. Höfundar sitja í stjórn Samtaka um dýravelferð á Íslandi (SDÍ).
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun