Fegrunaraðgerð Íslandsbanka Sigmar Guðmundsson skrifar 27. júní 2023 08:00 Það er dapurlegt að lesa um hvernig stjórnendur og starfsmenn Íslandsbanka virðast hafa aftengt sig þeirri staðreynd að þegar útboðið fór fram var bankinn í meirihlutaeigu ríkisins. Eignin sem verið var að selja var ríkiseign. Skýrsla fjármálaeftirlitsins er eins og lýsing á einhverjum subbubisness fyrir hrun og ekki skrítið að fólk sé slegið. Til viðbótar við lögbrotin og hirðuleysið er síðan eitt atriði sem mér finnst ekki síður alvarlegt. Hvernig dettur stjórnendum bankans í hug að senda frá sér þessa yfirlýsingu fyrir helgi? Að lesa hana núna, samhliða skýrslunni, er ansi sláandi. Yfirlýsingin er ekkert annað en fegrunaraðgerð, þar sem reynt er að draga úr alvarleika málsins með einhverjum orðavaðli þar sem menn forðast kjarna máls eins og heitan eldinn. Það fyrsta sem almenningur heyrir frá bankanum, eftir lögbrot hans við að selja eigur þessa sama almennings, er villandi orðasalat þar sem markvisst er reynt að gera minna úr málinu en efni standa til. Bankastjórinn fór síðan í viðtal og fullyrti að sáttin væri í raun traustsyfirlýsing fjármálaeftirlitsins til stjórnar og bankastjóra! Þegar þau orð féllu hafði bankastjórinn lesið skýrsluna og þann áfellisdóm sem hún hefur að geyma um bankann. Ef það á að vera innistæða fyrir heitstrengingum um að draga lærdóm af þessu, þá voru þessi fyrstu skref afleit byrjun. Það er oft sagt að bankarekstur snúist um traust. Traust er lykilhugtak. Nú þurfa stjórnendur bankans að hugleiða hvort þeir njóti traust almennings eftir að þeir brugðust traustinu svona illilega við að selja ríkiseign. Það þurfa stjórnvöld líka að gera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Viðreisn Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Það er dapurlegt að lesa um hvernig stjórnendur og starfsmenn Íslandsbanka virðast hafa aftengt sig þeirri staðreynd að þegar útboðið fór fram var bankinn í meirihlutaeigu ríkisins. Eignin sem verið var að selja var ríkiseign. Skýrsla fjármálaeftirlitsins er eins og lýsing á einhverjum subbubisness fyrir hrun og ekki skrítið að fólk sé slegið. Til viðbótar við lögbrotin og hirðuleysið er síðan eitt atriði sem mér finnst ekki síður alvarlegt. Hvernig dettur stjórnendum bankans í hug að senda frá sér þessa yfirlýsingu fyrir helgi? Að lesa hana núna, samhliða skýrslunni, er ansi sláandi. Yfirlýsingin er ekkert annað en fegrunaraðgerð, þar sem reynt er að draga úr alvarleika málsins með einhverjum orðavaðli þar sem menn forðast kjarna máls eins og heitan eldinn. Það fyrsta sem almenningur heyrir frá bankanum, eftir lögbrot hans við að selja eigur þessa sama almennings, er villandi orðasalat þar sem markvisst er reynt að gera minna úr málinu en efni standa til. Bankastjórinn fór síðan í viðtal og fullyrti að sáttin væri í raun traustsyfirlýsing fjármálaeftirlitsins til stjórnar og bankastjóra! Þegar þau orð féllu hafði bankastjórinn lesið skýrsluna og þann áfellisdóm sem hún hefur að geyma um bankann. Ef það á að vera innistæða fyrir heitstrengingum um að draga lærdóm af þessu, þá voru þessi fyrstu skref afleit byrjun. Það er oft sagt að bankarekstur snúist um traust. Traust er lykilhugtak. Nú þurfa stjórnendur bankans að hugleiða hvort þeir njóti traust almennings eftir að þeir brugðust traustinu svona illilega við að selja ríkiseign. Það þurfa stjórnvöld líka að gera.
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar