Fengið um 400 nýja viðskiptavini síðan á föstudaginn Máni Snær Þorláksson skrifar 26. júní 2023 21:28 Tryggvi Björn Davíðsson og Haukur Skúlason, stofnendur Indó. Vísir/Vilhelm Indó hefur fengið inn til sín hátt í fjögur hundruð nýja viðskiptavini síðan á föstudaginn. Haukur Skúlason, framkvæmdastjóri og annar af stofnendum Indó, segist ekki geta fullyrt hvort það tengist sáttinni sem Íslandsbanki gerði við fjármálaeftirlitið. Aðspurður um það hvort fjölgun viðskiptavina hafi verið hraðari síðan fréttirnar um sátt Íslandsbanka og fjármálaeftirlitsins bárust segir Haukur: „Það er erfitt að segja, þetta hafa verið fimmtíu, sextíu á dag og svo koma kippir inn á milli þegar við erum áberandi, eins og þegar við kynntum sparireikningana okkar um síðustu mánaðarmót. Það fer alveg upp í svona tvö, þrjú hundruð manns,“ segir Haukur. Slíkur kippur hafi byrjað á föstudaginn, staðið yfir um helgina og haldið áfram í dag. Greint var frá sáttinni um fimmtudagskvöldið í síðustu viku. „Maður fullyrðir ekki að þetta sé endilega tengt þessu, kannski beint eða óbeint. Það getur líka verið að það sé verið að líða að mánaðarmótum.“ Alls eru viðskiptavinir Indó í dag orðnir þrjátíu þúsund talsins. Haukur segir það vera mjög mikið, sér í lagi í ljósi þess að bankinn hóf starfsemi sína í janúar á þessu ári. „Það eru betri viðtökur en nokkur nýr banki í Evrópu hefur fengið, svo sannarlega sem hlutfall af markaðshlutdeild. Við erum komin með fimm til sex prósent af allri debetkortaveltu. Meira að segja bara í rauntölum, þrjátíu þúsund viðskiptavinir á sex mánuðum, það er eitthvað sem hefur ekki sést í löndum eins og Danmörku og Bretlandi. Þannig við erum bara gríðarlega ánægð með þetta.“ Eitt að fá viðskiptavini en annað að halda þeim Haukur segir að fleira fólk sé byrjað að horfa á Indó sem raunverulegan valkost. Hann rekur það til þess sem Indó stendur fyrir. „Sem er bara að vera einföld og gagnsæ, gera þetta pínu skemmtilegt og vera ekki með þetta kjaftæði. Það virðast bara fleiri og fleiri vera að kveikja á perunni að það eru ekki bara þessir stórir þrír bankar, það eru aðrir valmöguleikar komnir fram.“ Þá eru viðskiptavinir Indó gríðarlega ánægðir samkvæmt Hauki. Hann segir að það sé líka fljótt að kvisast út. „Maður vonar að þetta sé kannski ekki bara tilkomið vegna óánægju með aðra heldur líka ánægju með það sem við erum að gera.“ Á döfinni sé svo að Indó bjóði upp á lán með haustinu. „Þá verðum við komin í svona þetta heildstæða vöruframboð og höldum svo áfram að bæta við það,“ segir Haukur. „Það er eitt að fá viðskiptavini til okkar, það getur verið út af alls konar hlutum en það er alltaf undir okkur komið að gera viðskiptavini sem eru komnir ánægða. Þannig við fókusum alltaf á það, við erum minna að velta því fyrir okkur að fá viðskiptavini inn heldur að þegar þeir koma að þeir séu þá ánægðir. Þá svona leysist hitt málið að þeir komi.“ Íslenskir bankar Salan á Íslandsbanka Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Aðspurður um það hvort fjölgun viðskiptavina hafi verið hraðari síðan fréttirnar um sátt Íslandsbanka og fjármálaeftirlitsins bárust segir Haukur: „Það er erfitt að segja, þetta hafa verið fimmtíu, sextíu á dag og svo koma kippir inn á milli þegar við erum áberandi, eins og þegar við kynntum sparireikningana okkar um síðustu mánaðarmót. Það fer alveg upp í svona tvö, þrjú hundruð manns,“ segir Haukur. Slíkur kippur hafi byrjað á föstudaginn, staðið yfir um helgina og haldið áfram í dag. Greint var frá sáttinni um fimmtudagskvöldið í síðustu viku. „Maður fullyrðir ekki að þetta sé endilega tengt þessu, kannski beint eða óbeint. Það getur líka verið að það sé verið að líða að mánaðarmótum.“ Alls eru viðskiptavinir Indó í dag orðnir þrjátíu þúsund talsins. Haukur segir það vera mjög mikið, sér í lagi í ljósi þess að bankinn hóf starfsemi sína í janúar á þessu ári. „Það eru betri viðtökur en nokkur nýr banki í Evrópu hefur fengið, svo sannarlega sem hlutfall af markaðshlutdeild. Við erum komin með fimm til sex prósent af allri debetkortaveltu. Meira að segja bara í rauntölum, þrjátíu þúsund viðskiptavinir á sex mánuðum, það er eitthvað sem hefur ekki sést í löndum eins og Danmörku og Bretlandi. Þannig við erum bara gríðarlega ánægð með þetta.“ Eitt að fá viðskiptavini en annað að halda þeim Haukur segir að fleira fólk sé byrjað að horfa á Indó sem raunverulegan valkost. Hann rekur það til þess sem Indó stendur fyrir. „Sem er bara að vera einföld og gagnsæ, gera þetta pínu skemmtilegt og vera ekki með þetta kjaftæði. Það virðast bara fleiri og fleiri vera að kveikja á perunni að það eru ekki bara þessir stórir þrír bankar, það eru aðrir valmöguleikar komnir fram.“ Þá eru viðskiptavinir Indó gríðarlega ánægðir samkvæmt Hauki. Hann segir að það sé líka fljótt að kvisast út. „Maður vonar að þetta sé kannski ekki bara tilkomið vegna óánægju með aðra heldur líka ánægju með það sem við erum að gera.“ Á döfinni sé svo að Indó bjóði upp á lán með haustinu. „Þá verðum við komin í svona þetta heildstæða vöruframboð og höldum svo áfram að bæta við það,“ segir Haukur. „Það er eitt að fá viðskiptavini til okkar, það getur verið út af alls konar hlutum en það er alltaf undir okkur komið að gera viðskiptavini sem eru komnir ánægða. Þannig við fókusum alltaf á það, við erum minna að velta því fyrir okkur að fá viðskiptavini inn heldur að þegar þeir koma að þeir séu þá ánægðir. Þá svona leysist hitt málið að þeir komi.“
Íslenskir bankar Salan á Íslandsbanka Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira