Koma Arons sé stór yfirlýsing til andstæðinga Víkinga: „Bestur í deildinni á sínum degi“ Aron Guðmundsson skrifar 27. júní 2023 20:30 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings Reykjavíkur, er ánægður með nýjasta leikmann félagsins Vísir/Samsett mynd Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Bestu deildar liðs Víkings Reykjavíkur, segir nýjan leikmann félagsins Aron Elís Þrándarson besta leikmann deildarinnar á sínum degi. Koma hans til Víkings feli í sér yfirlýsingu frá félaginu til andstæðinga sinna. Greint var frá því í dag að Aron Elís myndi snúa heim úr atvinnumennsku til uppeldisfélags síns Víkings Reykjavíkur og skrifar hann undir þriggja og hálfs árs samning í Fossvoginum. Aron Elís er 28 ára gamall og hefur verið á mála hjá danska úrvalsdeildarfélaginu OB undanfarin ár. Þá á hann að baki 17 A-landsleiki fyrir Íslands hönd, en talið er að um sé að ræða stærstu félagsskipti til liðs á Íslandi í langan tíma. „Ég er í skýjunum,“ segir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga um komu Arons. „Þetta eru frábærar fréttir fyrir okkur Víkinga sem og íslenskan fótbolta í heild sinni. Aron Elís er að koma aftur heim á besta aldri og á nóg eftir. Hann er líka vel hungraður í að ná árangri með okkur. Þetta eru einhver af stærstu félagskiptum í sögu íslensks fótbolta. Sér í lagi miðað við það á hvaða aldri Aron Elís og þá staðreynd að hann á sín bestu ár á leikmannaferlinum eftir.“ Sér Aron fyrir sér framar á vellinum Aron Elís þekkir umhverfið hér heima vel en hann blómstraði hjá Víkingum, bæði í efstu sem og næst efstu deild áður en hann hélt út í atvinnumennsku eftir tímabilið árið 2014. En hvar passar Aron Elís inn í lið Víkings á þessari stundu? Hvernig ætlar Arnar að nýta krafta hans? „Hann hefur breyst svolítið sem leikmaður frá því að hann hélt fyrst út í atvinnumennsku. Hann fór út sem hreinræktuð tía, er að skora mörk og leggja upp mörk en nú hefur hann færst aftar á völlinn, breyst í svona double pivot gaur.“ Aron Elís í leik með Víkingum á sínum tímaVísir/Arnþór „Mig langar hins vegar að sjá hann fram á vellinum. Ég held að það búi enn þá mörk í honum. Mig langar því að færa hann framar, koma honum inn í vítateiginn og nær marki andstæðinganna. En í þessum nútímafótbolta þarftu líka að verjast. Þessi tíu staða, sem Aron Elís sinnti í gamla daga, er bara löngu orðin dauð í fótboltanum. Því miður segi ég, af því að ég elskaði hana sjálfur sem leikmaður. Við finnum einhverja góða stöðu fyrir Aron.“ Koma hans sé skýr yfirlýsing Víkingar sitja á toppi Bestu deildarinnar um þessar mundir. Má ekki tala um að þetta sé ansi stór yfirlýsing frá ykkur, um að þið ætlið að berjast á öllum vígstöðvum til loka tímabils? „Jú klárlega. Að koma með svona yfirlýsingu, þegar að við erum með fimm stiga forskot á toppi deildarinnar, er virkilega sterkt og bara mikið hrós til Kára Árnasonar, yfirmanns knattspyrnumála hjá okkur, sem og stjórnarinnar fyrir að hafa klárað þetta mál. Svo megum við líka leyfa okkur að dreyma enn lengra og þetta eru ákveðin skilaboð hvað það varðar. Okkur langar að leggja mikla áherslu og gera harða atlögu að því að komast í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Það er kannski frekar óraunhæft þetta árið en farandi inn í næsta tímabil, og þá vonandi sem Íslandsmeistarar, er meiri séns fyrir okkur á að ná því markmiði. Að á næstu átján mánuðum munum við róa að því öllum árum að komast eins langt og mögulegt er í Evrópukeppninni.“ Víkingar hafa verið á góðu skriði í Bestu deildinni á yfirstandandi tímabiliVísir/Hulda Margrét Kemur ekki til að láta ferilinn deyja út Þá sé það virðingarvert af Aroni Elís, sem hafði möguleika á því að halda áfram úti í atvinnumennsku, að snúa heim á þessum tímapunkti til uppeldisfélagsins. „Jú algjörlega og eins og Kári og Sölvi Geir töluðu um á sínum tíma þegar að þeir sneru aftur heim, þá voru þeir virkilega stressaðir fyrir sínum fyrsta leik í langan tíma í Víkingstreyjunni. Þetta er félagið hans Arons Elís og mönnum er annt um sitt orðspor. Aron er ekki að koma hingað til að deyja. Hann er á besta aldri, er að koma inn í hörku lið með atvinnumanna hugarfar og mun lyfta öllu félaginu upp. Þetta er bara stórkostlegt fyrir okkur ef ég á að segja alveg eins og er.“ Víkingur númer eitt öll þessi ár Arnar segir að af samtölum hans við Aron Elís að dæma sé leikmaðurinn að snúa virkilega hungraður aftur heim til Íslands. „Hann orðaði það nú bara skemmtilega sjálfur, að hann væri að snúa aftur til félagsins til þess að gefa af sér. Hann kemur til okkar með fullan brunn af visku og hefur sjálfur gengið í gegnum hæðir og lægðir. Þá sér hann alveg hvað er í gangi hérna hjá okkur. Aron Elís hefur verið Víkingur númer eitt þessi ár sem hann hefur verið úti í atvinnumennsku, hann fylgist vel með og hefur verið að mæta á æfingar hjá okkur í sínu sumarfríi. Hann hefur mætt vel á leiki og hefur, að ég held, séð alla leiki okkar í sumar. Hann veit því nokkurn veginn að hverju hann gengur og að hann hlakki til að æfa og spila með okkur.“ Aron Elís í leik með íslenska landsliðinu á síðasta áriVísir/Getty Þá hafi það töluvert mikið að segja að Aron sé ekki bara virkilega frambærilegur fótboltamaður, hann er einnig uppalinn Víkingur. „Þetta er sama staða og var uppi þegar að við fengum Kára og Sölva Geir inn á sínum tíma. Þetta eru gegn heilir Víkingar sem er ekki sama um það sem á sér stað hér. Þeim er annt um félagið sitt og það verða nokkur fiðrildi í maganum á Aroni fyrir hans fyrsta leik í endurkomunni.“ Verði með skotmark á sér Hann sé klárlega besti leikmaðurinn í deildinni þegar að hann lendir á sínum degi „En á sama tíma þá er Besta deildin bara drullu erfið. Ef þú ert ekki í standi, ætlar þér að vera með eitthvað hálfkák, þá ertu bara étinn. Ég tala nú ekki um þegar að svona leikmenn eins og Aron mæta í deildina. Þá ertu að spila á móti hungruðum leikmönnum sem vilja sýna sig og sanna á móti honum. Aron verður því virkilega að vera í standi, bæði líkamlega og andlega, til að plumma sig vel. En ég hef engar áhyggjur, hann verður í standi.“ Besta deild karla Fótbolti Víkingur Reykjavík Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Sjá meira
Greint var frá því í dag að Aron Elís myndi snúa heim úr atvinnumennsku til uppeldisfélags síns Víkings Reykjavíkur og skrifar hann undir þriggja og hálfs árs samning í Fossvoginum. Aron Elís er 28 ára gamall og hefur verið á mála hjá danska úrvalsdeildarfélaginu OB undanfarin ár. Þá á hann að baki 17 A-landsleiki fyrir Íslands hönd, en talið er að um sé að ræða stærstu félagsskipti til liðs á Íslandi í langan tíma. „Ég er í skýjunum,“ segir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga um komu Arons. „Þetta eru frábærar fréttir fyrir okkur Víkinga sem og íslenskan fótbolta í heild sinni. Aron Elís er að koma aftur heim á besta aldri og á nóg eftir. Hann er líka vel hungraður í að ná árangri með okkur. Þetta eru einhver af stærstu félagskiptum í sögu íslensks fótbolta. Sér í lagi miðað við það á hvaða aldri Aron Elís og þá staðreynd að hann á sín bestu ár á leikmannaferlinum eftir.“ Sér Aron fyrir sér framar á vellinum Aron Elís þekkir umhverfið hér heima vel en hann blómstraði hjá Víkingum, bæði í efstu sem og næst efstu deild áður en hann hélt út í atvinnumennsku eftir tímabilið árið 2014. En hvar passar Aron Elís inn í lið Víkings á þessari stundu? Hvernig ætlar Arnar að nýta krafta hans? „Hann hefur breyst svolítið sem leikmaður frá því að hann hélt fyrst út í atvinnumennsku. Hann fór út sem hreinræktuð tía, er að skora mörk og leggja upp mörk en nú hefur hann færst aftar á völlinn, breyst í svona double pivot gaur.“ Aron Elís í leik með Víkingum á sínum tímaVísir/Arnþór „Mig langar hins vegar að sjá hann fram á vellinum. Ég held að það búi enn þá mörk í honum. Mig langar því að færa hann framar, koma honum inn í vítateiginn og nær marki andstæðinganna. En í þessum nútímafótbolta þarftu líka að verjast. Þessi tíu staða, sem Aron Elís sinnti í gamla daga, er bara löngu orðin dauð í fótboltanum. Því miður segi ég, af því að ég elskaði hana sjálfur sem leikmaður. Við finnum einhverja góða stöðu fyrir Aron.“ Koma hans sé skýr yfirlýsing Víkingar sitja á toppi Bestu deildarinnar um þessar mundir. Má ekki tala um að þetta sé ansi stór yfirlýsing frá ykkur, um að þið ætlið að berjast á öllum vígstöðvum til loka tímabils? „Jú klárlega. Að koma með svona yfirlýsingu, þegar að við erum með fimm stiga forskot á toppi deildarinnar, er virkilega sterkt og bara mikið hrós til Kára Árnasonar, yfirmanns knattspyrnumála hjá okkur, sem og stjórnarinnar fyrir að hafa klárað þetta mál. Svo megum við líka leyfa okkur að dreyma enn lengra og þetta eru ákveðin skilaboð hvað það varðar. Okkur langar að leggja mikla áherslu og gera harða atlögu að því að komast í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Það er kannski frekar óraunhæft þetta árið en farandi inn í næsta tímabil, og þá vonandi sem Íslandsmeistarar, er meiri séns fyrir okkur á að ná því markmiði. Að á næstu átján mánuðum munum við róa að því öllum árum að komast eins langt og mögulegt er í Evrópukeppninni.“ Víkingar hafa verið á góðu skriði í Bestu deildinni á yfirstandandi tímabiliVísir/Hulda Margrét Kemur ekki til að láta ferilinn deyja út Þá sé það virðingarvert af Aroni Elís, sem hafði möguleika á því að halda áfram úti í atvinnumennsku, að snúa heim á þessum tímapunkti til uppeldisfélagsins. „Jú algjörlega og eins og Kári og Sölvi Geir töluðu um á sínum tíma þegar að þeir sneru aftur heim, þá voru þeir virkilega stressaðir fyrir sínum fyrsta leik í langan tíma í Víkingstreyjunni. Þetta er félagið hans Arons Elís og mönnum er annt um sitt orðspor. Aron er ekki að koma hingað til að deyja. Hann er á besta aldri, er að koma inn í hörku lið með atvinnumanna hugarfar og mun lyfta öllu félaginu upp. Þetta er bara stórkostlegt fyrir okkur ef ég á að segja alveg eins og er.“ Víkingur númer eitt öll þessi ár Arnar segir að af samtölum hans við Aron Elís að dæma sé leikmaðurinn að snúa virkilega hungraður aftur heim til Íslands. „Hann orðaði það nú bara skemmtilega sjálfur, að hann væri að snúa aftur til félagsins til þess að gefa af sér. Hann kemur til okkar með fullan brunn af visku og hefur sjálfur gengið í gegnum hæðir og lægðir. Þá sér hann alveg hvað er í gangi hérna hjá okkur. Aron Elís hefur verið Víkingur númer eitt þessi ár sem hann hefur verið úti í atvinnumennsku, hann fylgist vel með og hefur verið að mæta á æfingar hjá okkur í sínu sumarfríi. Hann hefur mætt vel á leiki og hefur, að ég held, séð alla leiki okkar í sumar. Hann veit því nokkurn veginn að hverju hann gengur og að hann hlakki til að æfa og spila með okkur.“ Aron Elís í leik með íslenska landsliðinu á síðasta áriVísir/Getty Þá hafi það töluvert mikið að segja að Aron sé ekki bara virkilega frambærilegur fótboltamaður, hann er einnig uppalinn Víkingur. „Þetta er sama staða og var uppi þegar að við fengum Kára og Sölva Geir inn á sínum tíma. Þetta eru gegn heilir Víkingar sem er ekki sama um það sem á sér stað hér. Þeim er annt um félagið sitt og það verða nokkur fiðrildi í maganum á Aroni fyrir hans fyrsta leik í endurkomunni.“ Verði með skotmark á sér Hann sé klárlega besti leikmaðurinn í deildinni þegar að hann lendir á sínum degi „En á sama tíma þá er Besta deildin bara drullu erfið. Ef þú ert ekki í standi, ætlar þér að vera með eitthvað hálfkák, þá ertu bara étinn. Ég tala nú ekki um þegar að svona leikmenn eins og Aron mæta í deildina. Þá ertu að spila á móti hungruðum leikmönnum sem vilja sýna sig og sanna á móti honum. Aron verður því virkilega að vera í standi, bæði líkamlega og andlega, til að plumma sig vel. En ég hef engar áhyggjur, hann verður í standi.“
Besta deild karla Fótbolti Víkingur Reykjavík Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn