Þetta hefur kallað á meiri rannsóknir á því af hverju þetta stafar en allt of lítið hafa farið fram sértækar rannsóknir á knattspyrnukonum.
Oftar er ekki hafa rannsóknir miðast við karlana en nú er krafa um að konurnar fái meiri vitneskju um hluti sem snúa að þeim inn á fótboltavellinum.
Ný rannsókn á vegum Samband evrópska knattspyrnufélaga kom þannig með sláandi niðurstöður um knattspyrnuskó kvenna. Könnunin var gerð meðal 350 fótboltakvenna úr sextán af sterkustu liðum Evrópu og stóð rannsóknin yfir í átján mánuði. Markmiðið var að afla frekari þekkingar á íþróttabúnaði í því skyni að efla öryggi, frammistöðu og þægindi fyrir fótboltakonur.
82 prósent knattspyrnukvenna í rannsókninni kvörtuðu undan knattspyrnuskóm sínum enda eru skórnir vanalega hannaðir fyrir karla en ekki fyrir konur.
Þessi 82 prósent fundu til óþæginda í skónum sem þær töldu hafa slæm áhrif á frammistöðu þeirra. Fimmtungur reyndi að fá skó sína sérhannaða til að gera þeim fótboltalífið auðveldara.
34 prósent fundur sérstaklega til óþæginda í hælnum.
Rannsóknin var ekki opin og þátttakendur skiluðu svörum sínum ónafngreindum.