Haraldur tilkynnir þetta á samfélagsmiðlinum Twitter þar sem hann birtir mynd af sér ásamt Anne Hidalgo, borgarstjóra Parísar og aðstoðarborgarstjóra Lamia El Aaraje ásamt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra Reykjavíkur. Anne og Lamia eru staddar í heimsókn hérlendis og má sjá á myndinni að fjóreykið er statt á Önnu Jónu, kaffihúsi Haraldar.
Eins og alþjóð veit hefur Haraldur áður fjármagnað uppsetningu hundruð rampa sem skilað hafa sér í stórbættu hjólastólaaðgengi víða á Íslandi síðastliðin tvö ár í gegnum verkefnin Römpum upp Reykjavík og Römpum upp Ísland. Haraldur var einmitt aðal styrktaraðili og frumkvöðull þeirra verkefna.
Vísir hefur ekki náð tali af Haraldi vegna næsta áfanga verkefnisins. Á samfélagsmiðlum segir hann að útlit sé fyrir að fleiri borgir muni bætast í hóp Parísar og Reykjavíkur. Þá segist hann hlakka til að hefjast handa. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segist að sama skapi spenntur fyrir samstarfsverkefninu með París.
This may seem a bit wild but: We're going to Ramp up Europe!
— Halli (@iamharaldur) June 27, 2023
Our first partner will be the wonderful city of Paris with more to come.
Today I met with Paris Mayor @Anne_Hidalgo, Deputy Mayor @lamiaela and Reykjavik Mayor @Dagurb.
Can t wait to bring this show on the road. pic.twitter.com/rpm5bdLr7u