Svara ekki spurningum um örlög hátt setts hershöfðingja Kjartan Kjartansson skrifar 29. júní 2023 11:20 Sergei Surovikin hefur ekki sést opinberlega frá því að hann kom fram í myndbandi til þess að reyna að kveða niður uppreisn Wagner-hópsins um helgina. Vísir/EPA Stjórvöld í Kreml svara ekki spurningum um Sergei Surovikin, fyrrverandi yfirmann innrásarhersins í Úkraínu, sem ekkert hefur spurst til frá því að málaliðaforingi gerði uppreisn gegn hermálayfirvöldum um helgina. Óstaðfestar heimildir herma að Surovikin hafi verið handtekinn. Rússneski fjölmiðilinn Moscow Times hafði eftir heimildarmönnum sínum í gær að Surovikin hefði verið tekinn höndum fyrir stuðning við Jevgeníj Prigozhin og Wagner-málaliðaher hans sem gerðu skammlífa uppreisn gegn stjórn hersins um helgina. Ekkert hefur sést til Surovikin opinberlega frá því á laugardag eða frá því að hann hvatti Prigozhin til þess að láta af uppreisn sinni í myndbandi. Reuters-fréttastofan segir að hann hafi virst uppgefinn á myndbandinu og óljóst hafi verið hvort að hann hefði verið þvingaður til upptökunnar. Dmitrí Peskov, talsmaður Kremlarstjórnar, neitaði að svara spurningum um Surovikin í morgun og vísaði á varnarmálaráðuneytið. Það hefur ekkert tjáð sig um hershöfðingjann. Peskov svaraði heldur ekki beint spurningu um hvort að Vladímír Pútín forseti bæri enn traust til Surovikin. Reuters segist ekki hafa getað staðfest hvort að Surovikin hefði verið handtekinn eða yfirheyrður af leyniþjónustunni til þess að staðfesta hollustu hans við stjórnvöld eins og sumir rússneskir herbloggarar halda fram. Ekkert sést til yfirmanns hersins heldur Bandaríska dagblaðið New York Times greindi frá því í gær að bandaríska leyniþjónustan teldi að Surovikin hafi haft vitneskju um uppreisnaráform Prigozhin fyrir fram. Óljóst væri hvort að hann hefði hjálpað við skipulagningu hennar. Peskov lýsti þeim fréttum sem „slúðri“ og „vangaveltum“ í gær. Surovikin stýrði aðgerðum í Úkraínu þar til í janúar. Hann gengur undir viðurnefninu „Harmagedón hershöfðingi“ vegna þess hve vægðarlaus hann var þegar hann stýrði hernaði Rússa í Sýrlandi á sínum tíma. Prigozhin sjálfur er talinn hafa komið til Minsk í Hvíta-Rússlandi á þriðjudag. Samkomulag við Pútín sem batt enda á uppreisn hans fól í sér að hann og málaliðar hans fengju að fara til nágrannalandsins í nokkurs konar útlegð og slyppu við saksókn. Ekkert hefur heldur sést til Valeríj Gerasimov, yfirmanni rússneska hersins, eftir uppreisnina um helgina. Reuters segir að hann hafi heldur ekki verið nefndur á nafn í yfirlýsingum hersins frá 9. júní. Uppreisn Prigozhin beindist sérstaklega að Gerasimov og Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, sem hann telur að hafi klúðrað málum í Úkraínu. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Rússneski fjölmiðilinn Moscow Times hafði eftir heimildarmönnum sínum í gær að Surovikin hefði verið tekinn höndum fyrir stuðning við Jevgeníj Prigozhin og Wagner-málaliðaher hans sem gerðu skammlífa uppreisn gegn stjórn hersins um helgina. Ekkert hefur sést til Surovikin opinberlega frá því á laugardag eða frá því að hann hvatti Prigozhin til þess að láta af uppreisn sinni í myndbandi. Reuters-fréttastofan segir að hann hafi virst uppgefinn á myndbandinu og óljóst hafi verið hvort að hann hefði verið þvingaður til upptökunnar. Dmitrí Peskov, talsmaður Kremlarstjórnar, neitaði að svara spurningum um Surovikin í morgun og vísaði á varnarmálaráðuneytið. Það hefur ekkert tjáð sig um hershöfðingjann. Peskov svaraði heldur ekki beint spurningu um hvort að Vladímír Pútín forseti bæri enn traust til Surovikin. Reuters segist ekki hafa getað staðfest hvort að Surovikin hefði verið handtekinn eða yfirheyrður af leyniþjónustunni til þess að staðfesta hollustu hans við stjórnvöld eins og sumir rússneskir herbloggarar halda fram. Ekkert sést til yfirmanns hersins heldur Bandaríska dagblaðið New York Times greindi frá því í gær að bandaríska leyniþjónustan teldi að Surovikin hafi haft vitneskju um uppreisnaráform Prigozhin fyrir fram. Óljóst væri hvort að hann hefði hjálpað við skipulagningu hennar. Peskov lýsti þeim fréttum sem „slúðri“ og „vangaveltum“ í gær. Surovikin stýrði aðgerðum í Úkraínu þar til í janúar. Hann gengur undir viðurnefninu „Harmagedón hershöfðingi“ vegna þess hve vægðarlaus hann var þegar hann stýrði hernaði Rússa í Sýrlandi á sínum tíma. Prigozhin sjálfur er talinn hafa komið til Minsk í Hvíta-Rússlandi á þriðjudag. Samkomulag við Pútín sem batt enda á uppreisn hans fól í sér að hann og málaliðar hans fengju að fara til nágrannalandsins í nokkurs konar útlegð og slyppu við saksókn. Ekkert hefur heldur sést til Valeríj Gerasimov, yfirmanni rússneska hersins, eftir uppreisnina um helgina. Reuters segir að hann hafi heldur ekki verið nefndur á nafn í yfirlýsingum hersins frá 9. júní. Uppreisn Prigozhin beindist sérstaklega að Gerasimov og Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, sem hann telur að hafi klúðrað málum í Úkraínu.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira