Hinn ítalski Davide greindi frá fréttunum í Instagram-hringrás sinni í dag, nokkrum dögum eftir að parið mætti saman á rauða dregilinn á frumsýningu nýjustu Indiana Jones myndarinnar.

Þar skrifaði hann „Ekin-Su og ég erum ekki lengur saman.“
„Ég er þakklátur fyrir minningarnar og tækifærin sem við áttum saman og ég óska henni aðeins hins besta.“
„Ég myndi vilja að allir virði þessa ákvörðun á þessum erfiðu tímum. Ég mun halda áfram að styðja við Ekin með öllum mögulegum hætti.“
Ekin-Su hefur hins vegar ekkert birt á samfélagsmiðlum varðandi sambandsslitin enn sem komið er. Ef marka má hennar hringrás er hún áhyggjulaus í sólarlandafríi með móður sinni og systur.
Ekin-Su og Davide voru sigurvegarar í raunveruleikaþáttunum Love Island árið 2022 eftir stormasama seríu þar sem þau hættu tvisvar saman. Parið naut gríðarlegra vinsælda meðal Love Island-aðdáenda sem syrgja vafalaust tíðindin.