„Vona innilega að þeir vinni medalíu þótt þeir nái ekki að jafna árangur okkar“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. júlí 2023 12:50 Arnór Atlason vonar innilega að íslenska U-21 árs landsliðið vinni til verðlauna á HM í handbolta. getty/Christof Koepsel Arnór Atlason hefur hrifist af frammistöðu íslenska landsliðsins á HM U-21 árs í handbolta karla og telur möguleikana í leiknum um bronsið í dag góða. Arnór stýrði danska U-21 árs landsliðinu í síðasta sinn þegar það vann Portúgal, 30-25, í leiknum um 5. sætið á HM í dag. Núna klukkan 13:30 er svo komið að bronsleiknum á HM þar sem Ísland og Serbía eigast við. Íslendingar töpuðu sínum fyrsta leik á mótinu í gær þegar þeir lutu í lægra haldi fyrir Ungverjum, 37-30. „Ég er búinn að sjá alla leiki Íslands og það er frábært að fylgjast með þeim og þeir hafi komist svona langt eftir að hafa átt í smá vandræðum í fyrstu tveimur leikjunum og aðeins í milliriðlinum,“ sagði Arnór í samtali við Vísi í dag. „Þeir unnu réttu leikina og gerðu það mjög vel. Í gær var við ofurefli að etja gegn Ungverjunum sem er eðlilegt. Mér finnst þeir sterkari en Íslendingar. En ég er nokkuð viss um að okkar menn munu leggja sig alla í þetta og held við séum með betra lið en Serbar. Þeir sýndu það þegar þeir spiluðu á móti þeim í riðlinum og ég hef fulla trú á að þeir nái í brons,“ sagði Arnór en Ísland vann Serbíu, 29-32, í lokaumferð riðlakeppninnar á HM. Enn að fagna titlinum tuttugu árum seinna Arnór þekkir það vel að vinna til verðlauna á stórmótum yngri landsliða. Hann var í lykilhlutverki í íslenska U-18 ára liðinu sem varð Evrópumeistari 2003. „Við unnum og það eru tuttugu ár síðan. Það eru nýbúnir að vera endurfundir til að fagna því. Við lifum enn á því að hafa unnið fyrir þetta og það var frábær upplifun. Við erum enn að fagna því. Ég vona innilega að þeir vinni medalíu þótt þeir nái ekki að jafna árangur okkar,“ sagði Arnór léttur. Tuttugu ár eru síðan Ísland varð Evrópumeistari U-18 ára landsliða.úrklippa úr dv 18. ágúst 2003 Arnór hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari A-landsliðs Íslands og gæti því þjálfað leikmenn sem eru í U-21 árs liðinu á næstu árum. Hann sér framtíðarlandsliðsmenn í U-21 árs liðinu en veit að leiðin á toppinn er löng og ströng. „Jájá, en það er langur vegur í að komast í A-landsliðið. En tilgangur unglingaliðanna er að gera leikmennina klára til að komast í A-landsliðið. Eins og við erum búnir að tala við dönsku strákana okkar eiga vonandi allir eftir að spila A-landsleik. Það er ólíklegt en óskandi,“ sagði Arnór. „En miðað við hvað þeir eru búnir að gera hérna, bæði sem einstaklingar og lið, sé klárlega einhverja eiga eftir að fá sénsinn á næstu árum án þess að ég lofi einhverju.“ Handbolti Landslið karla í handbolta Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Fleiri fréttir Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sjá meira
Arnór stýrði danska U-21 árs landsliðinu í síðasta sinn þegar það vann Portúgal, 30-25, í leiknum um 5. sætið á HM í dag. Núna klukkan 13:30 er svo komið að bronsleiknum á HM þar sem Ísland og Serbía eigast við. Íslendingar töpuðu sínum fyrsta leik á mótinu í gær þegar þeir lutu í lægra haldi fyrir Ungverjum, 37-30. „Ég er búinn að sjá alla leiki Íslands og það er frábært að fylgjast með þeim og þeir hafi komist svona langt eftir að hafa átt í smá vandræðum í fyrstu tveimur leikjunum og aðeins í milliriðlinum,“ sagði Arnór í samtali við Vísi í dag. „Þeir unnu réttu leikina og gerðu það mjög vel. Í gær var við ofurefli að etja gegn Ungverjunum sem er eðlilegt. Mér finnst þeir sterkari en Íslendingar. En ég er nokkuð viss um að okkar menn munu leggja sig alla í þetta og held við séum með betra lið en Serbar. Þeir sýndu það þegar þeir spiluðu á móti þeim í riðlinum og ég hef fulla trú á að þeir nái í brons,“ sagði Arnór en Ísland vann Serbíu, 29-32, í lokaumferð riðlakeppninnar á HM. Enn að fagna titlinum tuttugu árum seinna Arnór þekkir það vel að vinna til verðlauna á stórmótum yngri landsliða. Hann var í lykilhlutverki í íslenska U-18 ára liðinu sem varð Evrópumeistari 2003. „Við unnum og það eru tuttugu ár síðan. Það eru nýbúnir að vera endurfundir til að fagna því. Við lifum enn á því að hafa unnið fyrir þetta og það var frábær upplifun. Við erum enn að fagna því. Ég vona innilega að þeir vinni medalíu þótt þeir nái ekki að jafna árangur okkar,“ sagði Arnór léttur. Tuttugu ár eru síðan Ísland varð Evrópumeistari U-18 ára landsliða.úrklippa úr dv 18. ágúst 2003 Arnór hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari A-landsliðs Íslands og gæti því þjálfað leikmenn sem eru í U-21 árs liðinu á næstu árum. Hann sér framtíðarlandsliðsmenn í U-21 árs liðinu en veit að leiðin á toppinn er löng og ströng. „Jájá, en það er langur vegur í að komast í A-landsliðið. En tilgangur unglingaliðanna er að gera leikmennina klára til að komast í A-landsliðið. Eins og við erum búnir að tala við dönsku strákana okkar eiga vonandi allir eftir að spila A-landsleik. Það er ólíklegt en óskandi,“ sagði Arnór. „En miðað við hvað þeir eru búnir að gera hérna, bæði sem einstaklingar og lið, sé klárlega einhverja eiga eftir að fá sénsinn á næstu árum án þess að ég lofi einhverju.“
Handbolti Landslið karla í handbolta Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Fleiri fréttir Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sjá meira