„Það er ekkert eðlilega gaman að vera í KA í dag” Árni Gísli Magnússon skrifar 4. júlí 2023 21:26 Ívar Örn var sáttur eftir leik í dag. Vísir/Hulda Margrét Ívar Örn Árnason leikmaður KA var himinlifandi eftir að KA tryggði sig í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í fyrsta skipti í 19 ár. KA vann sigur á Breiðablik eftir vítaspyrnukeppni í kvöld. Leikurinn í kvöld var hádramatískur en KA virtist vera missa leikinn frá sér í lokin þegar Blikar komust yfir með tveimur mörkum á stuttum tíma eftir að KA hafði komist yfir snemma í fyrri hálfleik. Ívar Örn jafnaði leikinn með síðustu spyrnu leiksins og tryggði KA framlengingu. Liðin skoruðu sitt hvort markið þar og KA sigraði að lokum eftir vítaspyrnukeppni þar sem Ívar skoraði úr sinni spyrnu. „Þetta er bara ótrúleg tilfinning. Ég á varla orð yfir þetta. Það er ekkert eðlilega gaman að vera í KA núna, það er það eina sem ég get sagt. Öll þessi trú sem allir í klúbbnum og öll þessi vinna sem allir eru búnir að leggja á sig, það er svo geggjað núna að fá að njóta góðs af því, það er ekkert eðlilega gaman.” Ívar hefur spilað ófáa leikina fyrir uppeldisfélagið en segir þennan leik vera á toppnum yfir þá bestu. „Fyrir þetta var súrasta móment sem ég hef lent í undanúrslit í bikarnum 2015, þá fékk maður svona smjörþefinn af þessu og í fyrra, vorum mjög óheppnir í fyrra, það hlaut að koma að þessu núna og þetta er klárlega einn stærsti leikur, eða klárlega stærsti leikur minn í KA hingað til og hann á bara eftir að stækka núna. Núna er bikarúrslitaleikur og Evrópuleikir og það er ekkert eðlilega gaman að vera í KA núna.” Fór Ívar að hugsa til baka til þessara erfiðu augnablika þegar Blikarnir komust yfir í uppbótartíma venjulegs leiktíma og aftur í framlengingunni? „Það er ótrúlega svekkjandi og þeir eru bara með frábært lið. Klæmint er þessi ‘clutch’ leikmaður og reis þarna hæst og það er ekkert hægt að gera í því og jú auðvitað svekkjandi en það má ekkert í svona leikjum heldur bara áfram gakk og það munaði engu að þeir hefðu getað skorað annað mark í venjulegum leiktíma en sem betur fer þá höldum við þetta út og förum í framlengingu og við rísum upp í framlengingunni og svo rísum við aftur upp í vítaspyrnukeppninni. Þetta var rosalega sveiflukenndur leikur.” Ívar jafnaði leikinn með síðustu spyrnu venjulegs leiktíma eftir klafs eftir hornspyrnu. Hvernig gerðist þetta frá hans sjónarhorni? „Ég var svo þreyttur að ég eiginlega bara man það ekki en ég var eitthvað að lúra þarna á fjærstönginni og sem betur fer var skotið hans Pæturs (Petersen) ekki alveg nógu gott og hann bara datt fyrir framan mig og þetta var bara línupot inn í raun.” Umræðan um KA hefur verið nokkuð neikvæð upp á síðkastið þar sem liðið hefur ekki náð í góð úrslit, skorað fá mörk, leikmenn lent í agabanni og lykilmaður orðaður frá félaginu. Ívar segir þennan sigur gefa liðinu rosalega mikið fyrir framhaldið að gera þar sem m.a. Evrópuævintýri hefst í næstu viku. „Þetta er alvöru vítamínsprauta inn í hópinn og eins og ég er örugglega búinn að segja þrisvar sinnum í þessu viðtali: Það er ekkert eðlilega gaman að vera í KA í dag”, sagði Ívar kampakátur að lokum og hélt áfram að fagna með liðsfélögum sínum. Íslenski boltinn Mjólkurbikar karla KA Breiðablik Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Sviss - Ísland | Þjóðadeildin hefst gegn EM andstæðingi Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Sjá meira
Leikurinn í kvöld var hádramatískur en KA virtist vera missa leikinn frá sér í lokin þegar Blikar komust yfir með tveimur mörkum á stuttum tíma eftir að KA hafði komist yfir snemma í fyrri hálfleik. Ívar Örn jafnaði leikinn með síðustu spyrnu leiksins og tryggði KA framlengingu. Liðin skoruðu sitt hvort markið þar og KA sigraði að lokum eftir vítaspyrnukeppni þar sem Ívar skoraði úr sinni spyrnu. „Þetta er bara ótrúleg tilfinning. Ég á varla orð yfir þetta. Það er ekkert eðlilega gaman að vera í KA núna, það er það eina sem ég get sagt. Öll þessi trú sem allir í klúbbnum og öll þessi vinna sem allir eru búnir að leggja á sig, það er svo geggjað núna að fá að njóta góðs af því, það er ekkert eðlilega gaman.” Ívar hefur spilað ófáa leikina fyrir uppeldisfélagið en segir þennan leik vera á toppnum yfir þá bestu. „Fyrir þetta var súrasta móment sem ég hef lent í undanúrslit í bikarnum 2015, þá fékk maður svona smjörþefinn af þessu og í fyrra, vorum mjög óheppnir í fyrra, það hlaut að koma að þessu núna og þetta er klárlega einn stærsti leikur, eða klárlega stærsti leikur minn í KA hingað til og hann á bara eftir að stækka núna. Núna er bikarúrslitaleikur og Evrópuleikir og það er ekkert eðlilega gaman að vera í KA núna.” Fór Ívar að hugsa til baka til þessara erfiðu augnablika þegar Blikarnir komust yfir í uppbótartíma venjulegs leiktíma og aftur í framlengingunni? „Það er ótrúlega svekkjandi og þeir eru bara með frábært lið. Klæmint er þessi ‘clutch’ leikmaður og reis þarna hæst og það er ekkert hægt að gera í því og jú auðvitað svekkjandi en það má ekkert í svona leikjum heldur bara áfram gakk og það munaði engu að þeir hefðu getað skorað annað mark í venjulegum leiktíma en sem betur fer þá höldum við þetta út og förum í framlengingu og við rísum upp í framlengingunni og svo rísum við aftur upp í vítaspyrnukeppninni. Þetta var rosalega sveiflukenndur leikur.” Ívar jafnaði leikinn með síðustu spyrnu venjulegs leiktíma eftir klafs eftir hornspyrnu. Hvernig gerðist þetta frá hans sjónarhorni? „Ég var svo þreyttur að ég eiginlega bara man það ekki en ég var eitthvað að lúra þarna á fjærstönginni og sem betur fer var skotið hans Pæturs (Petersen) ekki alveg nógu gott og hann bara datt fyrir framan mig og þetta var bara línupot inn í raun.” Umræðan um KA hefur verið nokkuð neikvæð upp á síðkastið þar sem liðið hefur ekki náð í góð úrslit, skorað fá mörk, leikmenn lent í agabanni og lykilmaður orðaður frá félaginu. Ívar segir þennan sigur gefa liðinu rosalega mikið fyrir framhaldið að gera þar sem m.a. Evrópuævintýri hefst í næstu viku. „Þetta er alvöru vítamínsprauta inn í hópinn og eins og ég er örugglega búinn að segja þrisvar sinnum í þessu viðtali: Það er ekkert eðlilega gaman að vera í KA í dag”, sagði Ívar kampakátur að lokum og hélt áfram að fagna með liðsfélögum sínum.
Íslenski boltinn Mjólkurbikar karla KA Breiðablik Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Sviss - Ísland | Þjóðadeildin hefst gegn EM andstæðingi Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Sjá meira