Slysið átti sér stað á sjöunda tímanum í kvöld og var lokað fyrir umferð á veginum um tíma. Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna slyssins.
Í færslu sem lögreglan á Suðurlandi birtir á Facebook-síðu sinni segir að ökumaður bifhjóls hafi lent utan vegar og að hann hafi verið úrskurðaður látinn á vettvangi. Tildrög slyssins séu í rannsókn hjá embættinu.