Voru stödd við upptök skjálftans: „Höfum aldrei upplifað annað eins“ Máni Snær Þorláksson skrifar 8. júlí 2023 20:17 Hjónin Halldór og Ragnheiður voru stödd við Kleifarvatn þegar skjálftinn reið yfir. Aðsendar Jarðskjálfti að stærðinni 4,5 reið yfir rétt fyrir klukkan 18 í dag. Skjálftinn átti upptök sín vestan við Kleifarvatn. Hjón sem voru stödd við vatnið þegar skjálftinn kom segjast aldrei hafa upplifað annað eins. „Við héldum að það væri bara hreinlega komið eldgos, þetta var það mikill hávaði,“ segir Ragnheiður Ragnarsdóttir, íbúi í Reykjanesbæ, í samtali við fréttastofu. Ragnheiður ákvað að nýta góða veðrið og fara hringinn í kringum Reykjanes ásamt Halldóri Halldórssyni, eiginmanni sínum. Þau voru búin að vera að keyra allt nesið þegar þau komu að Kleifarvatni. „Við ákváðum að fara aðeins út og teygja úr okkur og þá bara gerist þetta. Þetta var svakalegt, við hjónin höfum aldrei upplifað annað eins og við búum nú hér á svæðinu.“ Björgunarsveitarhjón með búnaðinn í bílnum Hjónin hlupu beint í bílinn sinn og keyrðu af stað. Það var þá sem þau sáu að grjót hafði hrunið á veginn vegna skjáltans. „Það var mildi að við vorum ekki nýlögð af stað þegar skjálftinn reið yfir því þá hefðum við bara fengið þetta á bílinn og okkur,“ segir Ragnheiður. Þau hjónin voru þó við öllu búin enda saman í björgunarsveit. „Við störfum bæði í Landsbjörg, búin að gera það í ansi mörg ár og störfum enn.“ Ragnheiður segir að þau hjónin hafi meira að segja verið með björgunarsveitarbúnaðinn í bílnum. Ef eitthvað skyldi koma upp á þá séu þau til taks að hjálpa til. Reykjanesbær Eldgos og jarðhræringar Grindavík Vogar Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Sjá meira
„Við héldum að það væri bara hreinlega komið eldgos, þetta var það mikill hávaði,“ segir Ragnheiður Ragnarsdóttir, íbúi í Reykjanesbæ, í samtali við fréttastofu. Ragnheiður ákvað að nýta góða veðrið og fara hringinn í kringum Reykjanes ásamt Halldóri Halldórssyni, eiginmanni sínum. Þau voru búin að vera að keyra allt nesið þegar þau komu að Kleifarvatni. „Við ákváðum að fara aðeins út og teygja úr okkur og þá bara gerist þetta. Þetta var svakalegt, við hjónin höfum aldrei upplifað annað eins og við búum nú hér á svæðinu.“ Björgunarsveitarhjón með búnaðinn í bílnum Hjónin hlupu beint í bílinn sinn og keyrðu af stað. Það var þá sem þau sáu að grjót hafði hrunið á veginn vegna skjáltans. „Það var mildi að við vorum ekki nýlögð af stað þegar skjálftinn reið yfir því þá hefðum við bara fengið þetta á bílinn og okkur,“ segir Ragnheiður. Þau hjónin voru þó við öllu búin enda saman í björgunarsveit. „Við störfum bæði í Landsbjörg, búin að gera það í ansi mörg ár og störfum enn.“ Ragnheiður segir að þau hjónin hafi meira að segja verið með björgunarsveitarbúnaðinn í bílnum. Ef eitthvað skyldi koma upp á þá séu þau til taks að hjálpa til.
Reykjanesbær Eldgos og jarðhræringar Grindavík Vogar Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Sjá meira