Þrír létust í flugslysinu á Austurlandi Eiður Þór Árnason skrifar 9. júlí 2023 21:55 Flugmaður og tveir farþegar sem voru um borð í flugvél sem leitað var að á Austurlandi fyrr í kvöld eru látnir. Lögreglan á Austurlandi greinir frá þessu en flugvélin fannst klukkan 19:01 við Sauðahnjúka milli Hornbrynju og Hraungarða, þar sem hún hafði brotlent. Þrír voru um borð og voru allir úrskurðaðir látnir á vettvangi. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi að embættið fari með rannsókn málsins ásamt rannsóknarnefnd samgönguslysa. Rannsókn er sögð á frumstigi og veitir lögregla ekki frekari upplýsingar að svo stöddu. Boð barst Landhelgisgæslu frá neyðarsendi um borð í fjögurra sæta Cessna 172 flugvél nálægt Breiðdalsheiði klukkan 17:01. Ekki náðist samband við vélina og var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út ásamt öllum björgunarsveitum á Austurlandi. Leitað var bæði úr lofti og af landi. Áhöfn Icelandair sá vélina Náði leitarsvæðið frá Öxi og í vesturátt og byggði á neyðarboðinu og vitnisburði sjónarvotta sem töldu sig hafa séð til vélarinnar. Lögreglan á Austurlandi tók einnig þátt í aðgerðum og var þeim stýrt af Landhelgisgæslunni úr Samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð í Reykjavík. Það var áhöfn flugvélar Icelandair á leið til Egilsstaða sem kom auga á flugvélina, samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Áhöfn ferðaþjónustuþyrlu frá Möðrudal sem tók þátt í aðgerðum staðfesti svo fundinn og staðsetningu. Að lokum kom þyrla Landhelgisgæslunnar á staðinn skömmu síðar ásamt björgunarfólki.
Þrír voru um borð og voru allir úrskurðaðir látnir á vettvangi. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi að embættið fari með rannsókn málsins ásamt rannsóknarnefnd samgönguslysa. Rannsókn er sögð á frumstigi og veitir lögregla ekki frekari upplýsingar að svo stöddu. Boð barst Landhelgisgæslu frá neyðarsendi um borð í fjögurra sæta Cessna 172 flugvél nálægt Breiðdalsheiði klukkan 17:01. Ekki náðist samband við vélina og var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út ásamt öllum björgunarsveitum á Austurlandi. Leitað var bæði úr lofti og af landi. Áhöfn Icelandair sá vélina Náði leitarsvæðið frá Öxi og í vesturátt og byggði á neyðarboðinu og vitnisburði sjónarvotta sem töldu sig hafa séð til vélarinnar. Lögreglan á Austurlandi tók einnig þátt í aðgerðum og var þeim stýrt af Landhelgisgæslunni úr Samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð í Reykjavík. Það var áhöfn flugvélar Icelandair á leið til Egilsstaða sem kom auga á flugvélina, samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Áhöfn ferðaþjónustuþyrlu frá Möðrudal sem tók þátt í aðgerðum staðfesti svo fundinn og staðsetningu. Að lokum kom þyrla Landhelgisgæslunnar á staðinn skömmu síðar ásamt björgunarfólki.
Flugslys við Sauðahnjúka Samgönguslys Lögreglumál Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugvélin fundin Flugvélin sem leitað hefur verið að frá því fyrr í kvöld fannst nú á áttunda tímanum. Um borð í vélinni voru tveir farþegar, auk flugmanns. Að sögn Slysavarnafélagsins Landsbjargar er ekki hægt að upplýsa um afrif þeirra á þessari stundu. 9. júlí 2023 19:59 Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna flugvélar á Austurlandi Umfangsmiklar aðgerðir eru í gangi á Austurlandi eftir að boð barst frá neyðarsendi um borð í flugvél nálægt Breiðdalsheiði. Ekki hefur náðst samband við vélina en um er að ræða fjögurra sæta Cessna 172 flugvél. Ekki liggur fyrir hve margir eru um borð. 9. júlí 2023 18:05 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Fleiri fréttir Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Sjá meira
Flugvélin fundin Flugvélin sem leitað hefur verið að frá því fyrr í kvöld fannst nú á áttunda tímanum. Um borð í vélinni voru tveir farþegar, auk flugmanns. Að sögn Slysavarnafélagsins Landsbjargar er ekki hægt að upplýsa um afrif þeirra á þessari stundu. 9. júlí 2023 19:59
Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna flugvélar á Austurlandi Umfangsmiklar aðgerðir eru í gangi á Austurlandi eftir að boð barst frá neyðarsendi um borð í flugvél nálægt Breiðdalsheiði. Ekki hefur náðst samband við vélina en um er að ræða fjögurra sæta Cessna 172 flugvél. Ekki liggur fyrir hve margir eru um borð. 9. júlí 2023 18:05