„Eins og staðan er núna yrði ég ekki hissa þó hann kæmi ekki“ Smári Jökull Jónsson skrifar 12. júlí 2023 08:00 Vigdís Pála segir óvissu ríkja um þjálfaramál Harðar. Vísir/Aðsend/Diego Þjálfaramál handknattleiksliðs Harðar eru í lausu lofti fyrir næsta tímabil. Forsvarsmenn liðsins vonast enn eftir því að Carlos Martin verði við stjórnvölinn en hafa kannað áhuga hjá öðrum þjálfurum. Í síðustu viku bárust þær fregnir að ÍBV hefði haft samband við Carlos Martin, þjálfara Harðar, með það í huga að hann kæmi inn sem aðstoðarþjálfari Magnúsar Stefánssonar hjá Íslandsmeistaraliði Eyjamanna. Forsvarsmenn Harðar gáfu upphaflega leyfi fyrir samtali aðilanna á milli en drógu það svo til baka og kvörtuðu til HSÍ. Carlos Martin vildi sjálfur ólmur komast til Eyja og var ósáttur að hafa ekki fengið að fara. Ísfirðingar fóru fram á 3,5 milljóna greiðslu fyrir Martin sem er samningsbundinn Herði. ÍBV bakkaði út og eftir standa Ísfirðingar með ósáttan þjálfara og óljóst hvort hann snúi aftur fyrir næsta tímabil. „Ég veit ekki stöðuna á því, hvort hann komi eða ekki,“ sagði Vigdís Pála Halldórsdóttir, formaður handknattleiksdeildar Harðar, þegar blaðamaður hafði samband við hana í gær. „Hann var mjög ósáttur með það að hann fengi ekki að fara til ÍBV frá okkur. Við vorum ekki til í að hann færi til ÍBV án greiðslu,“ sagði Vigdís Pála enn fremur og bætti við að Harðverjar vilji að Martin haldi áfram þjálfun liðsins. „Við höfum verið ánægð með hans störf. Eins og ég margoft sagði honum, þá myndum við helst vilja að hann væri hérna. Það var mikil reiði og maður vonar að það sjatni í mönnum og allir róist. Mín helsta ósk væri að hann yrði með okkur næsta vetur eins og alltaf var talað um.“ „Til hvers erum við að gera samninga ef það á ekki að fara eftir þeim?“ Carlos Martin er í sumarfríi en Ísfirðingar hafa verið í sambandi við hann síðustu daga. Gert var ráð fyrir að hann myndi snúa aftur til Ísafjarðar upp úr miðjum júlí en nú er óljóst hvort af því verður. Eyjamenn hafa ráðið Roland Eradze sem aðstoðarþjálfara meistaraflokks karla og því ljóst að þangað fer Carlos Martin ekki. „Við erum ekki að fara að neyða hann í að vera ef hann er virkilega ósáttur. Ég hélt að ég yrði búinn að fá svör, hann er í sumarfríi og eins og staðan er núna þá er þetta allt mjög óljóst.“ „Eins og staðan er búin að vera þá yrði ég ekki hissa þó hann kæmi ekki,“ bætti Vigdís Pála við. Hún segir að Ísfirðingar hafi kannað áhuga hjá öðrum þjálfurum ef sú staða kæmi upp að liðið stæði uppi þjálfaralaust. Engar viðræður hafa þó átt sér stað en staðan hefur verið könnuð bæði hjá íslenskum og erlendum þjálfurum. „Það eru viðbrigði að flytja í 2500 manna bæjarfélag. Það er ekki fyrir alla þó svo að ég segi að það sé alltaf best að vera hérna. Þeir sem hafa prófað þetta hafa verið mjög ánægðir.“ Vigdís Pála segir að forsvarsmenn Harðar muni leita réttar síns ef Carlos stendur ekki við samning sinn. „Hann er ennþá samningsbundinn Herði og við reiknum með að fá hann til baka. Ef hann er ekki kominn í kringum 20. júlí þá verðum við að leita réttar okkar. Til hvers erum við að gera samninga ef það á ekki að fara eftir þeim?,“ sagði Vigdís Pála en Ísfirðingar kvörtuðu til HSÍ vegna framgöngu ÍBV og vildu meina að samtal þeirra við Carlos Martin hefði haldið áfram eftir að Harðverjar drógu leyfi fyrir samtali til baka. „Maður hefur voða lítið heyrt frá þeim“ Hörður féll úr Olís-deildinni á síðasta tímabili en það var þeirra fyrsta tímabil í efstu deild frá upphafi. Vigdís segir að planið hafi verið að fara strax upp aftur, byggja upp gott lið og halda áfram. „Þetta setti deildina í uppnám. Það var spurning hreinlega hver staðan væri, hvort það yrði meistaraflokkur hérna næsta vetur. Okkur vantar stuðning frá HSÍ sem þeir segjast ætla að gefa okkur. Maður hefur voða lítið heyrt frá þeim,“ og bætir við að málið hafi tekið á. „Það hefur farið svolítið mikil orka í þetta sem ég hefði heldur viljað nýta í að leita að leikmönnum en þjálfurum.“ Vigdís Pála segir að það verði breytingar á liði Harðar fyrir næsta tímabil en liðið hefur þó gert nýjan samning Endijs Kusners sem lék með liðinu á síðasta tímabili. Þá er einnig búið að semja við Kenya Kasahara en Kasahara lék með Herði tímabilið 2021-22 þegar liðið vann Grill66-deildina. Vigdís Pála vonast enn eftir því að Carlos Martin verði þjálfari Harðar á næsta tímabili. „Það hefur verið það allan tímann eins og við höfum margoft sagt honum. Við viljum að hann sé þjálfari fyrir vestan. Við vitum að hann getur gert þetta og hann er búinn að sanna sig.“ Olís-deild karla Hörður HSÍ ÍBV Mest lesið Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Sjá meira
Í síðustu viku bárust þær fregnir að ÍBV hefði haft samband við Carlos Martin, þjálfara Harðar, með það í huga að hann kæmi inn sem aðstoðarþjálfari Magnúsar Stefánssonar hjá Íslandsmeistaraliði Eyjamanna. Forsvarsmenn Harðar gáfu upphaflega leyfi fyrir samtali aðilanna á milli en drógu það svo til baka og kvörtuðu til HSÍ. Carlos Martin vildi sjálfur ólmur komast til Eyja og var ósáttur að hafa ekki fengið að fara. Ísfirðingar fóru fram á 3,5 milljóna greiðslu fyrir Martin sem er samningsbundinn Herði. ÍBV bakkaði út og eftir standa Ísfirðingar með ósáttan þjálfara og óljóst hvort hann snúi aftur fyrir næsta tímabil. „Ég veit ekki stöðuna á því, hvort hann komi eða ekki,“ sagði Vigdís Pála Halldórsdóttir, formaður handknattleiksdeildar Harðar, þegar blaðamaður hafði samband við hana í gær. „Hann var mjög ósáttur með það að hann fengi ekki að fara til ÍBV frá okkur. Við vorum ekki til í að hann færi til ÍBV án greiðslu,“ sagði Vigdís Pála enn fremur og bætti við að Harðverjar vilji að Martin haldi áfram þjálfun liðsins. „Við höfum verið ánægð með hans störf. Eins og ég margoft sagði honum, þá myndum við helst vilja að hann væri hérna. Það var mikil reiði og maður vonar að það sjatni í mönnum og allir róist. Mín helsta ósk væri að hann yrði með okkur næsta vetur eins og alltaf var talað um.“ „Til hvers erum við að gera samninga ef það á ekki að fara eftir þeim?“ Carlos Martin er í sumarfríi en Ísfirðingar hafa verið í sambandi við hann síðustu daga. Gert var ráð fyrir að hann myndi snúa aftur til Ísafjarðar upp úr miðjum júlí en nú er óljóst hvort af því verður. Eyjamenn hafa ráðið Roland Eradze sem aðstoðarþjálfara meistaraflokks karla og því ljóst að þangað fer Carlos Martin ekki. „Við erum ekki að fara að neyða hann í að vera ef hann er virkilega ósáttur. Ég hélt að ég yrði búinn að fá svör, hann er í sumarfríi og eins og staðan er núna þá er þetta allt mjög óljóst.“ „Eins og staðan er búin að vera þá yrði ég ekki hissa þó hann kæmi ekki,“ bætti Vigdís Pála við. Hún segir að Ísfirðingar hafi kannað áhuga hjá öðrum þjálfurum ef sú staða kæmi upp að liðið stæði uppi þjálfaralaust. Engar viðræður hafa þó átt sér stað en staðan hefur verið könnuð bæði hjá íslenskum og erlendum þjálfurum. „Það eru viðbrigði að flytja í 2500 manna bæjarfélag. Það er ekki fyrir alla þó svo að ég segi að það sé alltaf best að vera hérna. Þeir sem hafa prófað þetta hafa verið mjög ánægðir.“ Vigdís Pála segir að forsvarsmenn Harðar muni leita réttar síns ef Carlos stendur ekki við samning sinn. „Hann er ennþá samningsbundinn Herði og við reiknum með að fá hann til baka. Ef hann er ekki kominn í kringum 20. júlí þá verðum við að leita réttar okkar. Til hvers erum við að gera samninga ef það á ekki að fara eftir þeim?,“ sagði Vigdís Pála en Ísfirðingar kvörtuðu til HSÍ vegna framgöngu ÍBV og vildu meina að samtal þeirra við Carlos Martin hefði haldið áfram eftir að Harðverjar drógu leyfi fyrir samtali til baka. „Maður hefur voða lítið heyrt frá þeim“ Hörður féll úr Olís-deildinni á síðasta tímabili en það var þeirra fyrsta tímabil í efstu deild frá upphafi. Vigdís segir að planið hafi verið að fara strax upp aftur, byggja upp gott lið og halda áfram. „Þetta setti deildina í uppnám. Það var spurning hreinlega hver staðan væri, hvort það yrði meistaraflokkur hérna næsta vetur. Okkur vantar stuðning frá HSÍ sem þeir segjast ætla að gefa okkur. Maður hefur voða lítið heyrt frá þeim,“ og bætir við að málið hafi tekið á. „Það hefur farið svolítið mikil orka í þetta sem ég hefði heldur viljað nýta í að leita að leikmönnum en þjálfurum.“ Vigdís Pála segir að það verði breytingar á liði Harðar fyrir næsta tímabil en liðið hefur þó gert nýjan samning Endijs Kusners sem lék með liðinu á síðasta tímabili. Þá er einnig búið að semja við Kenya Kasahara en Kasahara lék með Herði tímabilið 2021-22 þegar liðið vann Grill66-deildina. Vigdís Pála vonast enn eftir því að Carlos Martin verði þjálfari Harðar á næsta tímabili. „Það hefur verið það allan tímann eins og við höfum margoft sagt honum. Við viljum að hann sé þjálfari fyrir vestan. Við vitum að hann getur gert þetta og hann er búinn að sanna sig.“
Olís-deild karla Hörður HSÍ ÍBV Mest lesið Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Sjá meira