KA leikur sinn fyrsta Evrópuleik í 20 ár: „Stór stund og mjög spennandi“ Valur Páll Eiríksson skrifar 13. júlí 2023 07:01 Hallgrímur er á sínu fyrsta tímabili sem aðalþjálfari KA. Vísir/Arnar KA spilar í dag sinn fyrsta Evrópuleik í 20 ár. Liðið þarf að spila leikinn í Reykjavík en það dregur þó ekki úr stærð leiksins samkvæmt Hallgrími Jónassyni, þjálfara liðsins. Leikurinn hefst klukkan 18.00 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. KA hefur aðeins tvisvar tekið þátt í Evrópukeppni, síðast árið 2003, þegar liðið féll út í vítaspyrnukeppni fyrir Sloboda Tuzla frá Bosníu. Biðin hefur því verið löng. „Það er hárrétt, þetta er stór stund og mjög spennandi. Fáum lánaðan frábæran völl, spáð góðu veðri svo það eru allir KA menn spenntir fyrir morgundeginum,“ sagði Hallgrímur í viðtali við Stöð 2 og Vísi. „Ég held nú ekki. Erum mjög ánægðir með að fá lánaðan frábæran völl en það er ekkert launungamál að KA fólk væri til í að hafa þetta fyrir norðan. Það styttist í að við verðum komin með frábæra aðstöðu. Þetta er það sem er í boði og við tökum því. Veit að það er fullt af KA fólki að koma á leikinn og við gerum eins gott úr þessu og hægt er, eins og alltaf,“ sagði Hallgrímur aðspurður hvort það drægi úr spennunni að spila í Reykjavík en ekki á Akureyri. „Það er rútuferð, er ekki með töluna nákvæmlega á hreinu en það er búið að selja svolítið af miðum svo við erum spenntir. Held það verði fullt af fólki í stúkunni að styðja okkur og við hvetjum fólk til að koma. Það er gott veður og spennandi leikur fyrir okkur KA menn.“ Connah's Quay Nomads frá Wales er verkefni morgundagsins sem Hallgrímur segir engin lömb að leika sér við. KA-menn séu þó ekki mættir til þess eins að taka þátt og ætli sér ekkert annað en sigur. „Þetta er lið sem lenti í 2. sæti í Wales. Eru hávaxnir, sterkir, svolítið Breskir hvernig þeir eru. Beinskeyttir og reyna ekki að spila í litlum þröngum svæðum, þar geta þeir meidd okkur. Tel okkur vera betri en þeir að spila boltanum með jörðinni. Þurfum að láta boltann ganga hratt, þeir eru á undirbúningstímabili en ekki við. Ætlum að nýta okkur það og ná í góð úrslit hérna heima. Þetta er lið með reynslu úr Evrópu og þetta verður hörkuleikur.“ „Það eru ekkert margir í hópnum búnir að spila svona leiki og það verður hörku gaman. Þurfum að mæta í leikinn og spila okkar leik, hafa trú á því sem við gerum og láta þessar utanaðkomandi aðstæður trufla sem minnst,“ sagði Hallgrímur að lokum. Viðtalið við Hallgrím má sjá í heild sinni hér að ofan. Leikur KA og Connah's Quay Nomads hefst klukkan 18.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Útsending hefst kl. 17.50. Sambandsdeild Evrópu KA Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
KA hefur aðeins tvisvar tekið þátt í Evrópukeppni, síðast árið 2003, þegar liðið féll út í vítaspyrnukeppni fyrir Sloboda Tuzla frá Bosníu. Biðin hefur því verið löng. „Það er hárrétt, þetta er stór stund og mjög spennandi. Fáum lánaðan frábæran völl, spáð góðu veðri svo það eru allir KA menn spenntir fyrir morgundeginum,“ sagði Hallgrímur í viðtali við Stöð 2 og Vísi. „Ég held nú ekki. Erum mjög ánægðir með að fá lánaðan frábæran völl en það er ekkert launungamál að KA fólk væri til í að hafa þetta fyrir norðan. Það styttist í að við verðum komin með frábæra aðstöðu. Þetta er það sem er í boði og við tökum því. Veit að það er fullt af KA fólki að koma á leikinn og við gerum eins gott úr þessu og hægt er, eins og alltaf,“ sagði Hallgrímur aðspurður hvort það drægi úr spennunni að spila í Reykjavík en ekki á Akureyri. „Það er rútuferð, er ekki með töluna nákvæmlega á hreinu en það er búið að selja svolítið af miðum svo við erum spenntir. Held það verði fullt af fólki í stúkunni að styðja okkur og við hvetjum fólk til að koma. Það er gott veður og spennandi leikur fyrir okkur KA menn.“ Connah's Quay Nomads frá Wales er verkefni morgundagsins sem Hallgrímur segir engin lömb að leika sér við. KA-menn séu þó ekki mættir til þess eins að taka þátt og ætli sér ekkert annað en sigur. „Þetta er lið sem lenti í 2. sæti í Wales. Eru hávaxnir, sterkir, svolítið Breskir hvernig þeir eru. Beinskeyttir og reyna ekki að spila í litlum þröngum svæðum, þar geta þeir meidd okkur. Tel okkur vera betri en þeir að spila boltanum með jörðinni. Þurfum að láta boltann ganga hratt, þeir eru á undirbúningstímabili en ekki við. Ætlum að nýta okkur það og ná í góð úrslit hérna heima. Þetta er lið með reynslu úr Evrópu og þetta verður hörkuleikur.“ „Það eru ekkert margir í hópnum búnir að spila svona leiki og það verður hörku gaman. Þurfum að mæta í leikinn og spila okkar leik, hafa trú á því sem við gerum og láta þessar utanaðkomandi aðstæður trufla sem minnst,“ sagði Hallgrímur að lokum. Viðtalið við Hallgrím má sjá í heild sinni hér að ofan. Leikur KA og Connah's Quay Nomads hefst klukkan 18.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Útsending hefst kl. 17.50.
Sambandsdeild Evrópu KA Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira