Hækkun launa í Vinnuskólanum ekki forgangsmál Ólafur Björn Sverrisson skrifar 13. júlí 2023 22:10 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir (f.m.) ásamt Einari Þorsteinssyni (t.v.) og Dóra Björt Guðjónsdóttir (t.h) þegar þau kynntu nýjan meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Vísir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir borgarfulltrúi Viðreisnar segir hækkun launa unglinga í Vinnuskólanum ekki forgangsmál. Það sé ánægjuefni að skólanum hafi verið haldið gangandi í miklum hagræðingaraðgerðum borgarinnar. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýstu í dag yfir vonbrigðum með að meirihluti borgarstjórnar hafi fellt tillögu um að hækka laun unglinga í Vinnuskóla Reykjavíkur um 9 prósent milli ára. Slík launafrysting væri blaut tuska í andlit yngsta starfsfólks borgarinnar. Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sagði að meirihlutinn teldi sig hafa fundið „breiðu bökin, sem eigi að axla byrðarnar í baráttunni við verðbólguna.“ Þórdís Lóa á sæti í borgarráði, þar sem tillagan var felld. „Við höfum undanfarið verið í miklum hagræðingaraðgerðum og erum að horfa í allar krónur. Við grundvöllum allar okkar ákvarðanir á grunnþjónustu og öðrum verkefnum höfum við haldið áfram, eins og menningu, tómstundum og frístunum. Það er ákvörðun á hverjum tíma hversu mikið er lagt í vinnuskólann, sem er ekki grunnþjónusta.“ Hún segist glöð með að borgin geti yfir höfuð boðið upp á Vinnuskólann fyrir alla aldursflokka. „Við þekkjum þá tíma frá hruninu þegar það þurfti að draga í land með það. Ég held að það sé frábært starf unnið í Vinnuskólanum og launin voru hækkuð í fyrra, þá voru þau leiðrétt. Það er bara gott mál að við gátum haldið þessu öllu gangandi. En að hækka launin akkúrat í dag er ekki forgangsmál, en það er forgangsmál að halda þessum krökkum í vinnu.“ Fjallað hefur verið um að unglingar í Vinnuskólanum hafi hafið störf í júní án þess að upplýsingar um kaup og kjör þeirra liggi fyrir. Borgarfulltrúar í minnihlutanum hafa gagnrýnt vinnubrögð borgarinnar hvað Vinnuskólann varðar. Illa sé komið fram við unglingana, sem séu að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði. Þórdís Lóa segir ekki rétt að upplýsingar um kjör hafi ekki legið fyrir. „Launin voru ákvörðuð og hækkuð í fyrra. Við hagræddum um marga milljarða og þetta var eitt af því sem var ekki lagt niður. Þannig ég er bara glöð að þessu sé haldið gangandi.“ Borgarstjórn Vinnumarkaður Rekstur hins opinbera Sveitarstjórnarmál Reykjavík Verðlag Börn og uppeldi Tengdar fréttir Komin til starfa en launin enn óákveðin Unglingar hófu störf hjá Vinnuskóla Reykjavíkur í dag. Svo vill til að upplýsingar um kaup og kjör þeirra liggja enn ekki fyrir. 9. júní 2023 16:58 Vinnuskólabörnin fá engar verðbætur Á fundi borgarráðs í gær var lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki viðbótarfjárheimild vegna launakostnaðar nemenda Vinnuskóla Reykjavíkur sumarið 2023. Athygli vekur að ekki er gert ráð fyrir því að laun nemenda hækki milli ára. 16. júní 2023 14:05 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýstu í dag yfir vonbrigðum með að meirihluti borgarstjórnar hafi fellt tillögu um að hækka laun unglinga í Vinnuskóla Reykjavíkur um 9 prósent milli ára. Slík launafrysting væri blaut tuska í andlit yngsta starfsfólks borgarinnar. Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sagði að meirihlutinn teldi sig hafa fundið „breiðu bökin, sem eigi að axla byrðarnar í baráttunni við verðbólguna.“ Þórdís Lóa á sæti í borgarráði, þar sem tillagan var felld. „Við höfum undanfarið verið í miklum hagræðingaraðgerðum og erum að horfa í allar krónur. Við grundvöllum allar okkar ákvarðanir á grunnþjónustu og öðrum verkefnum höfum við haldið áfram, eins og menningu, tómstundum og frístunum. Það er ákvörðun á hverjum tíma hversu mikið er lagt í vinnuskólann, sem er ekki grunnþjónusta.“ Hún segist glöð með að borgin geti yfir höfuð boðið upp á Vinnuskólann fyrir alla aldursflokka. „Við þekkjum þá tíma frá hruninu þegar það þurfti að draga í land með það. Ég held að það sé frábært starf unnið í Vinnuskólanum og launin voru hækkuð í fyrra, þá voru þau leiðrétt. Það er bara gott mál að við gátum haldið þessu öllu gangandi. En að hækka launin akkúrat í dag er ekki forgangsmál, en það er forgangsmál að halda þessum krökkum í vinnu.“ Fjallað hefur verið um að unglingar í Vinnuskólanum hafi hafið störf í júní án þess að upplýsingar um kaup og kjör þeirra liggi fyrir. Borgarfulltrúar í minnihlutanum hafa gagnrýnt vinnubrögð borgarinnar hvað Vinnuskólann varðar. Illa sé komið fram við unglingana, sem séu að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði. Þórdís Lóa segir ekki rétt að upplýsingar um kjör hafi ekki legið fyrir. „Launin voru ákvörðuð og hækkuð í fyrra. Við hagræddum um marga milljarða og þetta var eitt af því sem var ekki lagt niður. Þannig ég er bara glöð að þessu sé haldið gangandi.“
Borgarstjórn Vinnumarkaður Rekstur hins opinbera Sveitarstjórnarmál Reykjavík Verðlag Börn og uppeldi Tengdar fréttir Komin til starfa en launin enn óákveðin Unglingar hófu störf hjá Vinnuskóla Reykjavíkur í dag. Svo vill til að upplýsingar um kaup og kjör þeirra liggja enn ekki fyrir. 9. júní 2023 16:58 Vinnuskólabörnin fá engar verðbætur Á fundi borgarráðs í gær var lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki viðbótarfjárheimild vegna launakostnaðar nemenda Vinnuskóla Reykjavíkur sumarið 2023. Athygli vekur að ekki er gert ráð fyrir því að laun nemenda hækki milli ára. 16. júní 2023 14:05 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Komin til starfa en launin enn óákveðin Unglingar hófu störf hjá Vinnuskóla Reykjavíkur í dag. Svo vill til að upplýsingar um kaup og kjör þeirra liggja enn ekki fyrir. 9. júní 2023 16:58
Vinnuskólabörnin fá engar verðbætur Á fundi borgarráðs í gær var lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki viðbótarfjárheimild vegna launakostnaðar nemenda Vinnuskóla Reykjavíkur sumarið 2023. Athygli vekur að ekki er gert ráð fyrir því að laun nemenda hækki milli ára. 16. júní 2023 14:05