Doncic hefur fengið sinn skerf af gagnrýni í gegnum tíðina fyrir að líta ekki út fyrir að vera í toppformi, og jafnvel verið sakaður um að vera helst til of búðingslegur í vextinum.
Í apríl hófst orrahríð á Twitter þar sem notendur báru saman gamlar myndir af honum og myndir frá nýliðnu tímabili. Sumir gengu jafnvel svo langt að segja að Doncic hefði fengið lífsstílsráð frá Zion Williamsson.
crazy difference pic.twitter.com/LsIKTDBqmo
— Guti (@gutileonardo) April 5, 2023
Hvort að Doncic tók þessum skotum persónulega skal ósagt látið en hann hefur í það minnsta ekki slegið slöku við í sumar, eins og NBA stjörnur eiga stundum til, og af þessum myndum að dæma sem einkaþjálfari hans birti á Instagram er Doncic í topp formi fyrir komandi átökum með landsliðinu.