Fullorðið fólk grætti dóttur Sifjar á Símamótinu: „Vantar meiri foreldrafræðslu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2023 11:31 Sif Atladóttir með dóttur sína mjög unga eftir leik á Evrópumóti. Getty/Maja Hitij Sif Atladóttir, fyrrverandi landsliðskona í fótbolta, var í Bítinu í morgun þar sem rætt var um framkomu foreldra á Símamótinu í fótbolta um helgina. Dóttir Sifjar upplifði leiðinlegt atvik á Símamótinu en hún er aðeins átta ára gömul. Breiðablik hefur fengið hrós fyrir framkvæmd mótsins um helgina sem er það stærsta fyrir unga fótboltakrakka hér á landi. Það hefur aftur á móti borið á því að sumir foreldrar hafi farið yfir strikið í framkomu sinni á hliðarlínunni. Bítinu á Bylgjunni fannst nauðsynlegt að taka þessa umræðu um hegðun foreldra og ræddi við Sif Atladóttur í morgun en hún átti einmitt stelpu sem var að keppa. Tók á móti barninu sínu grátandi Sif Atladóttir skrifaði stuttan pistil inn á fésbókina eftir mótið þar sem hún vildi minna foreldra á að þetta sé leikur barnanna. „Að taka á móti barninu sínu grátandi eftir að fullorðið fólk kallar eftir að barninu eigi að vera vísað út úr leik í 7. flokki er ekki allt í lagi. Þetta er mót barnanna og sama hvernig fer á morgun þá snýst þetta um að hafa gaman og læra að keppa við kollega sína frá öðrum liðum,“ skrifaði Sif Atladóttir. Umsjónarfólk Bítisins á Bylgjunni spurði Sif út í þessi skrif hennar og fékk að vita hvað gerðist þarna. „Það meiðist einn leikmaður í hinu liðinu en okkar stelpur halda áfram. Svo spila þær boltanum til baka og mín kona var í marki. Á svona mótum eru engar línur eða svoleiðis og hún tekur boltann upp eins og hún er vön að gera heima,“ sagði Sif Atladóttir. Skildi ekki hvað var að gerast „Eins og hún segir mér þá fer fólk að kalla eftir hendi. Þegar markvörður tekur boltann upp með hendi þá er það bara útvísun. Eins og hún segir þá voru þau ekki beint að kalla á hana heldur að kalla til dómarans um að þetta ætti að vera hendi og það þyrfti að gera eitthvað í þessu. Hún vissi alveg að það væri verið að tala um sig og hún skildi ekki alveg hvað var að gerast. Hún fór í smá keng,“ sagði Sif. Sif var ekki eina foreldrið sem var að skrifa um þetta því það kom einnig færsla frá Björgvini Páli Gústavssyni, landsliðsmarkverði í handbolta. „Ég verð að segja eins og þið sögðuð í byrjun að megnið af foreldrum og þjálfurum á þessu móti stóðu sig alveg stórkostlega. Þau gerðu þessa helgi alveg dásamlega fyrir okkur sem vorum að fylgjast með og börnin,“ sagði Sif. Eiga fá að skora mörk og gera mistök „Kappið ber suma ofurliði á sumum stöðum og það gleymist stundum þegar við erum að tala um börn, sérstaklega svona ung börn, þá skiptir í rauninni engu máli hvernig leikurinn fer. Hvort maður tapi einhverjum leik eða spili um einhverja medalíu eða bikar? Þetta snýst aðallega um að kenna þeim að keppa á móti kollegum. Fá að skora mörk og gera mistök,“ sagði Sif. Þakklát sínum foreldrum „Við þurfum að læra af þessu. Það vantar líka meiri foreldrafræðslu um hvað þýðir að vera með börn í íþróttum. Ég á íþróttaforeldra sjálf og ég mjög þakklát fyrir það hvernig þau studdu okkur í gegnum íþróttirnar,“ sagði Sif. „Maður fékk alltaf að heyra að það væri gaman að horfa á mann spila. Þegar ég lenti í mínu mótlæti þá voru þau alltaf til staðar til að hjálpa mér út úr tilfinningunum. Það var alltaf verið að kenna manni og hjálpa manni út úr þessum þungu tilfinningum sem geta komið þegar maður gerir mistök eða tapar leik,“ sagði Sif. Það má hlusta á allt viðtalið hér fyrir neðan. Fótbolti Íþróttir barna Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Sjá meira
Breiðablik hefur fengið hrós fyrir framkvæmd mótsins um helgina sem er það stærsta fyrir unga fótboltakrakka hér á landi. Það hefur aftur á móti borið á því að sumir foreldrar hafi farið yfir strikið í framkomu sinni á hliðarlínunni. Bítinu á Bylgjunni fannst nauðsynlegt að taka þessa umræðu um hegðun foreldra og ræddi við Sif Atladóttur í morgun en hún átti einmitt stelpu sem var að keppa. Tók á móti barninu sínu grátandi Sif Atladóttir skrifaði stuttan pistil inn á fésbókina eftir mótið þar sem hún vildi minna foreldra á að þetta sé leikur barnanna. „Að taka á móti barninu sínu grátandi eftir að fullorðið fólk kallar eftir að barninu eigi að vera vísað út úr leik í 7. flokki er ekki allt í lagi. Þetta er mót barnanna og sama hvernig fer á morgun þá snýst þetta um að hafa gaman og læra að keppa við kollega sína frá öðrum liðum,“ skrifaði Sif Atladóttir. Umsjónarfólk Bítisins á Bylgjunni spurði Sif út í þessi skrif hennar og fékk að vita hvað gerðist þarna. „Það meiðist einn leikmaður í hinu liðinu en okkar stelpur halda áfram. Svo spila þær boltanum til baka og mín kona var í marki. Á svona mótum eru engar línur eða svoleiðis og hún tekur boltann upp eins og hún er vön að gera heima,“ sagði Sif Atladóttir. Skildi ekki hvað var að gerast „Eins og hún segir mér þá fer fólk að kalla eftir hendi. Þegar markvörður tekur boltann upp með hendi þá er það bara útvísun. Eins og hún segir þá voru þau ekki beint að kalla á hana heldur að kalla til dómarans um að þetta ætti að vera hendi og það þyrfti að gera eitthvað í þessu. Hún vissi alveg að það væri verið að tala um sig og hún skildi ekki alveg hvað var að gerast. Hún fór í smá keng,“ sagði Sif. Sif var ekki eina foreldrið sem var að skrifa um þetta því það kom einnig færsla frá Björgvini Páli Gústavssyni, landsliðsmarkverði í handbolta. „Ég verð að segja eins og þið sögðuð í byrjun að megnið af foreldrum og þjálfurum á þessu móti stóðu sig alveg stórkostlega. Þau gerðu þessa helgi alveg dásamlega fyrir okkur sem vorum að fylgjast með og börnin,“ sagði Sif. Eiga fá að skora mörk og gera mistök „Kappið ber suma ofurliði á sumum stöðum og það gleymist stundum þegar við erum að tala um börn, sérstaklega svona ung börn, þá skiptir í rauninni engu máli hvernig leikurinn fer. Hvort maður tapi einhverjum leik eða spili um einhverja medalíu eða bikar? Þetta snýst aðallega um að kenna þeim að keppa á móti kollegum. Fá að skora mörk og gera mistök,“ sagði Sif. Þakklát sínum foreldrum „Við þurfum að læra af þessu. Það vantar líka meiri foreldrafræðslu um hvað þýðir að vera með börn í íþróttum. Ég á íþróttaforeldra sjálf og ég mjög þakklát fyrir það hvernig þau studdu okkur í gegnum íþróttirnar,“ sagði Sif. „Maður fékk alltaf að heyra að það væri gaman að horfa á mann spila. Þegar ég lenti í mínu mótlæti þá voru þau alltaf til staðar til að hjálpa mér út úr tilfinningunum. Það var alltaf verið að kenna manni og hjálpa manni út úr þessum þungu tilfinningum sem geta komið þegar maður gerir mistök eða tapar leik,“ sagði Sif. Það má hlusta á allt viðtalið hér fyrir neðan.
Fótbolti Íþróttir barna Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Sjá meira