Stöð 2 Sport
Klukkan 19.50 hefst útsending frá Meistaravöllum þar sem KR og FH mætast í Bestu deild karla. Eftir leik – kl. 22.00 – er Stúkan á dagskrá.
Stöð 2 Sport 4
Við hefjum leik snemma en klukkan 08.00 hefst bein útsending frá æfingasvæði Opna breska meistaramótsins í golfi. Þar verður fylgst með kylfingum hita upp fyrir keppni dagsins. Útsendingunni lýkur 10.00 en hefst aftur 13.00.
Stöð 2 Sport 5
Klukkan 19.00 hefst útsending frá Kópavogsvelli þar sem Breiðablik mætir Shamrock Rovers frá Írlandi í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Blikar leiða 1-0 eftir fyrri leikinn.
Stöð 2 E-Sport
Klukkan 12.30 hefst upphitun fyrir leiki dagsins í BLAST Premier-deildinni þar sem keppt er í tölvuleiknum CS:GO. Leikir dagsins eru klukkan 13.00 og 16.30.
Besta deildin
Klukkan 19.50 hefst bein útsending frá Árbænum þar sem Fylkir og HK mætast í Bestu deild karla.