Mikil aukning í sölu 98 oktan bensíns og flókið að tryggja framboð Kristinn Haukur Guðnason skrifar 19. júlí 2023 07:45 Eigendur gamalla bíla hafa stundum gripið í tómt í sumar. Vísir/Vilhelm Mikil aukning hefur verið í eftirspurn á 98 oktan bensíni í sumar og sums staðar hefur það klárast á bensínstöðvunum. Eldri bílar þola ekki hið nýja umhverfisvæna 95 oktan bensín. Lesandi Vísis greip í tómt á bensínstöð í Mosfellsbænum í gær þegar hann ætlaði að pumpa 98 oktan bensíni á bíl sinn, sem er kominn til ára sinna. Fékk hann þær upplýsingar á stöðinni að bensínið væri að klárast. 98 oktan bensín er meðal annars notað á sláttuvélar, snjósleða, fjórhjól og ýmis vinnutæki. Eftir að bensínstöðvarnar innleiddu hina nýju E10 blöndu af 95 oktan bensíni í maí síðastliðnum verða eigendur gamalla bíla að nota 98 oktan því bílarnir þola ekki nýju blönduna. Einkum eru þetta bílar framleiddir fyrir árið 2003 en allir bílar framleiddir eftir árið 2011 eiga að geta notað nýju blönduna. 98 oktan bensínið er hins vegar dýrara og aðgengið ekki jafn tryggt. Aðlögun tók tíma „Það er aukin eftirspurn eftir 98 oktana bensíni. Við vorum smá tíma að aðlaga okkur að þessu,“ segir Jón Viðar Stefánsson, forstöðumaður verslanasviðs N1. Þegar Vísir ræddi við hann í gær var til 98 oktan bensín á öllum stöðum nema í Keflavík þar sem það var uppselt. „Við höfum ekki áhyggjur af þessu því að við erum að fá sendingar núna vikulega sem mun mæta þessari miklu eftirspurn,“ segir Jón Viðar. Keflvíkingar ættu því að geta keypt 98 oktan í dag. Flækjustig og litlar birgðir Þórður Guðjónsson, forstjóri Skeljungs, segir innflutning á 98 oktan bensíni með öðru sniði en annað bensín og dísilolía. Hann segir að ekki séu haldnar alvöru birgðir af þessu bensíni enda sé salan í mýflugu mynd. Þórður Guðjónsson forstjóri SkeljungsVísir/Vilhelm „Það eru til nægilegar birgðir hjá Skeljungi og þar af leiðandi Orkunni,“ segir Þórður. „Söluaukning er í takt við það sem við reiknuðum með en það er þó ákveðið flækjustig að tryggja að 98 oktan klárist ekki, en það gengur þó ágætlega.“ Bensín og olía Neytendur Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Innlent Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Fleiri fréttir Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Sjá meira
Lesandi Vísis greip í tómt á bensínstöð í Mosfellsbænum í gær þegar hann ætlaði að pumpa 98 oktan bensíni á bíl sinn, sem er kominn til ára sinna. Fékk hann þær upplýsingar á stöðinni að bensínið væri að klárast. 98 oktan bensín er meðal annars notað á sláttuvélar, snjósleða, fjórhjól og ýmis vinnutæki. Eftir að bensínstöðvarnar innleiddu hina nýju E10 blöndu af 95 oktan bensíni í maí síðastliðnum verða eigendur gamalla bíla að nota 98 oktan því bílarnir þola ekki nýju blönduna. Einkum eru þetta bílar framleiddir fyrir árið 2003 en allir bílar framleiddir eftir árið 2011 eiga að geta notað nýju blönduna. 98 oktan bensínið er hins vegar dýrara og aðgengið ekki jafn tryggt. Aðlögun tók tíma „Það er aukin eftirspurn eftir 98 oktana bensíni. Við vorum smá tíma að aðlaga okkur að þessu,“ segir Jón Viðar Stefánsson, forstöðumaður verslanasviðs N1. Þegar Vísir ræddi við hann í gær var til 98 oktan bensín á öllum stöðum nema í Keflavík þar sem það var uppselt. „Við höfum ekki áhyggjur af þessu því að við erum að fá sendingar núna vikulega sem mun mæta þessari miklu eftirspurn,“ segir Jón Viðar. Keflvíkingar ættu því að geta keypt 98 oktan í dag. Flækjustig og litlar birgðir Þórður Guðjónsson, forstjóri Skeljungs, segir innflutning á 98 oktan bensíni með öðru sniði en annað bensín og dísilolía. Hann segir að ekki séu haldnar alvöru birgðir af þessu bensíni enda sé salan í mýflugu mynd. Þórður Guðjónsson forstjóri SkeljungsVísir/Vilhelm „Það eru til nægilegar birgðir hjá Skeljungi og þar af leiðandi Orkunni,“ segir Þórður. „Söluaukning er í takt við það sem við reiknuðum með en það er þó ákveðið flækjustig að tryggja að 98 oktan klárist ekki, en það gengur þó ágætlega.“
Bensín og olía Neytendur Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Innlent Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Fleiri fréttir Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Sjá meira