Vonbrigði á Vestfjörðum og áfall í Árneshreppi vegna niðurskurðar Kristján Már Unnarsson skrifar 18. júlí 2023 23:33 Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps á Ströndum Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Niðurskurður samgönguáætlunar seinkar uppbyggingu Vestfjarðahringsins um þrjú ár sem veldur Fjórðungssambandi Vestfirðinga miklum vonbrigðum. Í Árneshreppi eru íbúar í áfalli vegna áforma um að slá af marglofaðar vegarbætur, sem áttu að hefjast á næsta ári. Vestfirðingar héldu að þeir væru farnir að sjá til sólar í samgöngumálum þegar byrjað var á endurnýjun vegarins yfir Dynjandisheiði fyrir þremur árum, á brúargerð yfir Þorskafjörð fyrir tveimur árum og á vegagerð um Teigsskóg í fyrravor. Fjallað var um boðaðan niðurskurð í þessari frétt Stöðvar 2: Rifjað var upp svar verkefnisstjóra Vegagerðarinnar, Sigurþórs Guðmundssonar, fyrir tveimur árum þegar spurt var hvenær Vestfjarðahringurinn yrði tilbúinn með bundnu slitlagi: „Við erum sem sagt að horfa til þess að vera búnir 2024,“ svaraði Sigurþór í frétt Stöðvar 2 þann 3. nóvember 2021. Sem sagt á næsta ári átti þessum verkum að ljúka. En ekkert bólar á útboðum næstu verkáfanga, hvorki á Dynjandisheiði né um Gufudalssveit, enda er samgönguáætlunin sem kynnt var rétt fyrir síðustu þingkosningar á leið í pappírstætarann. Í staðinn er innviðaráðherrann búinn að kynna nýja samgönguáætlun í samráðsgátt stjórnvalda. Frá veginum um Dynjandisheiði.Arnar Halldórsson Viðbrögð Fjórðungssambands Vestfirðinga í umsögn eru að lýsa vonbrigðum og segir sambandið þessa nýju áætlun þýða að bæði Dynjandisheiði og Gufudalssveit seinki um þrjú ár, eða til ársins 2027. Ennfremur sé annarri vegagerð á Vestfjörðum, sem boðuð var á árunum 2025 til 2028, frestað um fimm ár. Þá segir Fjórðungssambandið óásættanlegt að jarðgangaframkvæmdir á Vestfjörðum tefjist um 15 til 25 ár og segir ekki boðlegt að umfang einnar framkvæmdar, Fjarðarheiðarganga á Austfjörðum, takmarki upphaf annarra verkefna. Frá veginum um Veiðileysuháls á Ströndum.Egill Aðalsteinsson Í Árnesheppi segir oddvitinn, Eva Sigurbjörnsdóttir, að íbúar séu í áfalli yfir því að uppbygging vegarins um Veiðileysuháls, sem átti að hefjast á næsta ári, sé slegin af. Og við getum endursýnt viðtalið við hana fyrir fimm árum þegar þá var enn einu sinni verið að fresta þessum vegarbótum, sem upphaflega áttu að hefjast árið 2009. „Þetta er bara ömurlegt. Það liggur við að maður missi svolítið kjarkinn. Og þetta eru algjörlega ömurleg skilaboð frá yfirvöldum,“ sagði Eva í viðtali á Stöð 2 þann 8. nóvember árið 2018, sem sjá má hér: Í frétt Stöðvar 2 fyrir síðustu jól var rifjað upp að undanfarna áratugi virðist það hafa verið reglan að framlög sem heitið er til vegagerðar í samgönguáætlun, áður vegaáætlun, rétt fyrir þingkosningar, eru skorin niður í fjárlögum eftir kosningar. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra afsakaði þá niðurskurð vegna ársins 2023 með því að slá hafi þurft á þensluna en sagði að stærstu verkin á Vestfjörðum, í Gufudalssveit og á Dynjandisheiði, myndu „halda sínum takti“. Vegagerð Samgöngur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ísafjarðarbær Árneshreppur Vesturbyggð Bolungarvík Strandabyggð Tálknafjörður Reykhólahreppur Súðavíkurhreppur Jarðgöng á Íslandi Byggðamál Tengdar fréttir Segir þörf á mannsæmandi samgöngum til Vestfjarða Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi Kerecis, segir þörf á mannsæmandi samgöngum á Vestfjörðum. Mikill vöxtur væri á svæðinu og gera þyrfti mun betur þegar kæmi að samgöngum. 9. júlí 2023 14:30 Tíu milljarða vantar í fjárlög upp í loforðin í vegagerð Tíu milljarða króna gat er í nýsamþykktum fjárlögum næsta árs til að unnt verði að standa við þau fyrirheit sem gefin voru í samgönguáætlun fyrir síðustu kosningar. Breikkun Suðurlandsvegar í útjaðri Reykjavíkur er meðal þeirra verkefna sem skorin verða niður. 21. desember 2022 10:20 Óttast að vegagerð á Vestfjörðum verði skorin niður eftir kosningar Straumur ferðamanna liggur enn að fossinum Dynjanda þótt komið sé fram á haust. Dýrafjarðargöng hafa þegar lengt ferðamannatímann á Vestfjörðum úr þremur mánuðum í fimm, að sögn rútubílaeiganda, sem óttast að frekari vegarbætur í fjórðungnum lendi í niðurskurði eftir kosningar. 22. september 2021 22:44 Leggja til nýja veglínu um Djúpuvík og Veiðileysuháls Vegagerðin hefur kynnt matsáætlun vegna nýs vegar um Veiðileysuháls í Árneshreppi. Í samgönguáætlun er búið að marka 750 milljónir króna til verksins, með 300 milljóna króna byrjunarframlagi á árinu 2024. 16. desember 2019 16:24 Aka lengst allra á möl en ætíð frestast vegabætur Oddviti Árneshrepps á Ströndum segir það ömurlegt að fá þau skilaboð núna frá ríkisstjórn að enn eigi að fresta samgöngubótum. 8. nóvember 2018 20:30 Vestfirðingar vonast til að hylli undir lok sögunnar endalausu „Við höfum náttúrlega reynslu af því að þurfa að bíða mjög lengi eftir því að fá samgöngubætur, eins og Teigsskógarruglið hefur verið. Við bara þekkjum það vel. Og það er ekkert í höfn fyrr en við bara sitjum í bílunum okkar og það er verið að opna vegina okkar,“ segir Hafdís Gunnarsdóttir, formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga. 21. mars 2021 07:45 Vestfirðingar vonast til að ná vopnum sínum Opnunardagur Dýrafjarðarganga í haust var stór dagur á Vestfjörðum. Löng bílalestin við gangamunnann lýsti eftirvæntingunni. Um líkt leyti var vinna hafin við gerð nýs vegar yfir Dynjandisheiði og endurnýjun Vestfjarðavegar um Gufudalssveit. 14. mars 2021 22:14 Mest lesið Ragna Árnadóttir hættir á þingi Innlent Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Innlent Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Erlent Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið Innlent Hópsýking á þorrablóti í Brúarási Innlent Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Erlent Evrópa þurfi að vígbúast Erlent Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Erlent Fundarstjóri umdeilds fundar svarar „grófum ásökunum“ Innlent „Verður að skýrast í þessari viku“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert annað húsnæði komi til greina Vatnslögn rofnaði við Hörpu Fella fjögurhundruð tré í von um að flugbraut fáist opnuð Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið „Við hvetjum nemendur til halda sínu striki“ Athygli Bandaríkjanna beinist sífellt meira að Kína Drög að málefnasamningi liggi fyrir Tuttugu prósenta launahækkun kennara enn í boði Fjármálaráðherra um samruna bankanna og fundað í París Evrópa standi á krossgötum Gerendur yngri og brotin alvarlegri Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Fær að áfrýja manndrápsdómi á geðdeild til Landsréttar Hópsýking á þorrablóti í Brúarási Ragna Árnadóttir hættir á þingi „Verður að skýrast í þessari viku“ Telja basarannsókn í Hvalfirði hafa mikið vísindalegt gildi Landsmönnum líst sífellt betur á veggjöld Meirihluti enn í burðarliðnum og sameining Íslandsbanka og Arion talin óhugsandi Ragnar Þór leiðir aðgerðahóp Ingu Verkfræðingar séu gerðir að blórabögglum þegar framkvæmdir gangi illa „Aðfinnsluvert háttalag“ og sofið á salerni veitingastaðar Þónokkrir sem eigi ekkert erindi inn í fangelsiskerfið sitji inni Fundarstjóri umdeilds fundar svarar „grófum ásökunum“ Hver einasta mínúta skipti máli „Mér finnst þetta ekki vera hægagangur“ Formaður fjárlaganefndar fullur efa og uggandi fangaverðir Tilkynning vegna skammbyssu sem reyndist vera loftbyssa Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Sjá meira
Vestfirðingar héldu að þeir væru farnir að sjá til sólar í samgöngumálum þegar byrjað var á endurnýjun vegarins yfir Dynjandisheiði fyrir þremur árum, á brúargerð yfir Þorskafjörð fyrir tveimur árum og á vegagerð um Teigsskóg í fyrravor. Fjallað var um boðaðan niðurskurð í þessari frétt Stöðvar 2: Rifjað var upp svar verkefnisstjóra Vegagerðarinnar, Sigurþórs Guðmundssonar, fyrir tveimur árum þegar spurt var hvenær Vestfjarðahringurinn yrði tilbúinn með bundnu slitlagi: „Við erum sem sagt að horfa til þess að vera búnir 2024,“ svaraði Sigurþór í frétt Stöðvar 2 þann 3. nóvember 2021. Sem sagt á næsta ári átti þessum verkum að ljúka. En ekkert bólar á útboðum næstu verkáfanga, hvorki á Dynjandisheiði né um Gufudalssveit, enda er samgönguáætlunin sem kynnt var rétt fyrir síðustu þingkosningar á leið í pappírstætarann. Í staðinn er innviðaráðherrann búinn að kynna nýja samgönguáætlun í samráðsgátt stjórnvalda. Frá veginum um Dynjandisheiði.Arnar Halldórsson Viðbrögð Fjórðungssambands Vestfirðinga í umsögn eru að lýsa vonbrigðum og segir sambandið þessa nýju áætlun þýða að bæði Dynjandisheiði og Gufudalssveit seinki um þrjú ár, eða til ársins 2027. Ennfremur sé annarri vegagerð á Vestfjörðum, sem boðuð var á árunum 2025 til 2028, frestað um fimm ár. Þá segir Fjórðungssambandið óásættanlegt að jarðgangaframkvæmdir á Vestfjörðum tefjist um 15 til 25 ár og segir ekki boðlegt að umfang einnar framkvæmdar, Fjarðarheiðarganga á Austfjörðum, takmarki upphaf annarra verkefna. Frá veginum um Veiðileysuháls á Ströndum.Egill Aðalsteinsson Í Árnesheppi segir oddvitinn, Eva Sigurbjörnsdóttir, að íbúar séu í áfalli yfir því að uppbygging vegarins um Veiðileysuháls, sem átti að hefjast á næsta ári, sé slegin af. Og við getum endursýnt viðtalið við hana fyrir fimm árum þegar þá var enn einu sinni verið að fresta þessum vegarbótum, sem upphaflega áttu að hefjast árið 2009. „Þetta er bara ömurlegt. Það liggur við að maður missi svolítið kjarkinn. Og þetta eru algjörlega ömurleg skilaboð frá yfirvöldum,“ sagði Eva í viðtali á Stöð 2 þann 8. nóvember árið 2018, sem sjá má hér: Í frétt Stöðvar 2 fyrir síðustu jól var rifjað upp að undanfarna áratugi virðist það hafa verið reglan að framlög sem heitið er til vegagerðar í samgönguáætlun, áður vegaáætlun, rétt fyrir þingkosningar, eru skorin niður í fjárlögum eftir kosningar. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra afsakaði þá niðurskurð vegna ársins 2023 með því að slá hafi þurft á þensluna en sagði að stærstu verkin á Vestfjörðum, í Gufudalssveit og á Dynjandisheiði, myndu „halda sínum takti“.
Vegagerð Samgöngur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ísafjarðarbær Árneshreppur Vesturbyggð Bolungarvík Strandabyggð Tálknafjörður Reykhólahreppur Súðavíkurhreppur Jarðgöng á Íslandi Byggðamál Tengdar fréttir Segir þörf á mannsæmandi samgöngum til Vestfjarða Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi Kerecis, segir þörf á mannsæmandi samgöngum á Vestfjörðum. Mikill vöxtur væri á svæðinu og gera þyrfti mun betur þegar kæmi að samgöngum. 9. júlí 2023 14:30 Tíu milljarða vantar í fjárlög upp í loforðin í vegagerð Tíu milljarða króna gat er í nýsamþykktum fjárlögum næsta árs til að unnt verði að standa við þau fyrirheit sem gefin voru í samgönguáætlun fyrir síðustu kosningar. Breikkun Suðurlandsvegar í útjaðri Reykjavíkur er meðal þeirra verkefna sem skorin verða niður. 21. desember 2022 10:20 Óttast að vegagerð á Vestfjörðum verði skorin niður eftir kosningar Straumur ferðamanna liggur enn að fossinum Dynjanda þótt komið sé fram á haust. Dýrafjarðargöng hafa þegar lengt ferðamannatímann á Vestfjörðum úr þremur mánuðum í fimm, að sögn rútubílaeiganda, sem óttast að frekari vegarbætur í fjórðungnum lendi í niðurskurði eftir kosningar. 22. september 2021 22:44 Leggja til nýja veglínu um Djúpuvík og Veiðileysuháls Vegagerðin hefur kynnt matsáætlun vegna nýs vegar um Veiðileysuháls í Árneshreppi. Í samgönguáætlun er búið að marka 750 milljónir króna til verksins, með 300 milljóna króna byrjunarframlagi á árinu 2024. 16. desember 2019 16:24 Aka lengst allra á möl en ætíð frestast vegabætur Oddviti Árneshrepps á Ströndum segir það ömurlegt að fá þau skilaboð núna frá ríkisstjórn að enn eigi að fresta samgöngubótum. 8. nóvember 2018 20:30 Vestfirðingar vonast til að hylli undir lok sögunnar endalausu „Við höfum náttúrlega reynslu af því að þurfa að bíða mjög lengi eftir því að fá samgöngubætur, eins og Teigsskógarruglið hefur verið. Við bara þekkjum það vel. Og það er ekkert í höfn fyrr en við bara sitjum í bílunum okkar og það er verið að opna vegina okkar,“ segir Hafdís Gunnarsdóttir, formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga. 21. mars 2021 07:45 Vestfirðingar vonast til að ná vopnum sínum Opnunardagur Dýrafjarðarganga í haust var stór dagur á Vestfjörðum. Löng bílalestin við gangamunnann lýsti eftirvæntingunni. Um líkt leyti var vinna hafin við gerð nýs vegar yfir Dynjandisheiði og endurnýjun Vestfjarðavegar um Gufudalssveit. 14. mars 2021 22:14 Mest lesið Ragna Árnadóttir hættir á þingi Innlent Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Innlent Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Erlent Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið Innlent Hópsýking á þorrablóti í Brúarási Innlent Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Erlent Evrópa þurfi að vígbúast Erlent Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Erlent Fundarstjóri umdeilds fundar svarar „grófum ásökunum“ Innlent „Verður að skýrast í þessari viku“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert annað húsnæði komi til greina Vatnslögn rofnaði við Hörpu Fella fjögurhundruð tré í von um að flugbraut fáist opnuð Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið „Við hvetjum nemendur til halda sínu striki“ Athygli Bandaríkjanna beinist sífellt meira að Kína Drög að málefnasamningi liggi fyrir Tuttugu prósenta launahækkun kennara enn í boði Fjármálaráðherra um samruna bankanna og fundað í París Evrópa standi á krossgötum Gerendur yngri og brotin alvarlegri Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Fær að áfrýja manndrápsdómi á geðdeild til Landsréttar Hópsýking á þorrablóti í Brúarási Ragna Árnadóttir hættir á þingi „Verður að skýrast í þessari viku“ Telja basarannsókn í Hvalfirði hafa mikið vísindalegt gildi Landsmönnum líst sífellt betur á veggjöld Meirihluti enn í burðarliðnum og sameining Íslandsbanka og Arion talin óhugsandi Ragnar Þór leiðir aðgerðahóp Ingu Verkfræðingar séu gerðir að blórabögglum þegar framkvæmdir gangi illa „Aðfinnsluvert háttalag“ og sofið á salerni veitingastaðar Þónokkrir sem eigi ekkert erindi inn í fangelsiskerfið sitji inni Fundarstjóri umdeilds fundar svarar „grófum ásökunum“ Hver einasta mínúta skipti máli „Mér finnst þetta ekki vera hægagangur“ Formaður fjárlaganefndar fullur efa og uggandi fangaverðir Tilkynning vegna skammbyssu sem reyndist vera loftbyssa Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Sjá meira
Segir þörf á mannsæmandi samgöngum til Vestfjarða Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi Kerecis, segir þörf á mannsæmandi samgöngum á Vestfjörðum. Mikill vöxtur væri á svæðinu og gera þyrfti mun betur þegar kæmi að samgöngum. 9. júlí 2023 14:30
Tíu milljarða vantar í fjárlög upp í loforðin í vegagerð Tíu milljarða króna gat er í nýsamþykktum fjárlögum næsta árs til að unnt verði að standa við þau fyrirheit sem gefin voru í samgönguáætlun fyrir síðustu kosningar. Breikkun Suðurlandsvegar í útjaðri Reykjavíkur er meðal þeirra verkefna sem skorin verða niður. 21. desember 2022 10:20
Óttast að vegagerð á Vestfjörðum verði skorin niður eftir kosningar Straumur ferðamanna liggur enn að fossinum Dynjanda þótt komið sé fram á haust. Dýrafjarðargöng hafa þegar lengt ferðamannatímann á Vestfjörðum úr þremur mánuðum í fimm, að sögn rútubílaeiganda, sem óttast að frekari vegarbætur í fjórðungnum lendi í niðurskurði eftir kosningar. 22. september 2021 22:44
Leggja til nýja veglínu um Djúpuvík og Veiðileysuháls Vegagerðin hefur kynnt matsáætlun vegna nýs vegar um Veiðileysuháls í Árneshreppi. Í samgönguáætlun er búið að marka 750 milljónir króna til verksins, með 300 milljóna króna byrjunarframlagi á árinu 2024. 16. desember 2019 16:24
Aka lengst allra á möl en ætíð frestast vegabætur Oddviti Árneshrepps á Ströndum segir það ömurlegt að fá þau skilaboð núna frá ríkisstjórn að enn eigi að fresta samgöngubótum. 8. nóvember 2018 20:30
Vestfirðingar vonast til að hylli undir lok sögunnar endalausu „Við höfum náttúrlega reynslu af því að þurfa að bíða mjög lengi eftir því að fá samgöngubætur, eins og Teigsskógarruglið hefur verið. Við bara þekkjum það vel. Og það er ekkert í höfn fyrr en við bara sitjum í bílunum okkar og það er verið að opna vegina okkar,“ segir Hafdís Gunnarsdóttir, formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga. 21. mars 2021 07:45
Vestfirðingar vonast til að ná vopnum sínum Opnunardagur Dýrafjarðarganga í haust var stór dagur á Vestfjörðum. Löng bílalestin við gangamunnann lýsti eftirvæntingunni. Um líkt leyti var vinna hafin við gerð nýs vegar yfir Dynjandisheiði og endurnýjun Vestfjarðavegar um Gufudalssveit. 14. mars 2021 22:14