Sterkasta lausafjárstaða í sögu Icelandair Máni Snær Þorláksson skrifar 20. júlí 2023 17:49 Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair group. Vísir/Vilhelm Flugfélagið Icelandair hagnaðist um 1,9 milljarða á öðrum ársfjórðungi 2023. Um er að ræða bestu afkomu félagsins á þeim ársfjörðungi síðan 2016. Forstjóri Icelandair segist stoltur af rekstrarniðurstöðunni. Fram kemur í tilkynningu frá flugfélaginu að hreinar rekstrartekjur félagsins voru 2,9 milljarðar króna og jukust þær um 2,7 milljarða króna á milli ára. Þá var hagnaður eftir skatta 1,9 milljarðar króna samanborið við 520 milljóna hagnaði á öðrum ársfjórðungi síðasta árs. Góð arðsemi hafi verið af leiguflugstarfsemi en tekjur hennar jukust um 41 prósent milli ára. Fraktstarfsemi félagsins hafi hins vegar verið krefjandi og haft neikvæð áhrif á afkomu ársfjórðungsins. Þá leiddi seinkun á innkomu flugvéla fyrir háannatímabilið til 1,1 milljarðs króna einskiptiskostnaðar. Flugframboð í farþegaleiðakerfinu jókst um 17 prósent á milli ára. Farþegar voru 1,2 milljónir en það er 19 prósent meira en á sama fjórðungi á síðasta ári. Sætanýting var 83,96 prósent en fram kemur í tilkynningunni að mikil eftirspurn hafi verið frá Norður-Ameríku. Einnig segir að stjóðstreymi sé öflugt og að lausafjárstaða hafi aldrei verið sterkari í sögu félagsins, 71,3 milljarðar króna. Bókunarstaða næstu sex mánuði sé sterk og töluvert betri en á sama tíma í fyrra. Vefstreymi á kynningu á uppgjörinu verður föstudaginn 21. júlí næstkomandi kl. 8:30 og verður aðgengilegt á heimasíðu Icelandair Group. Horfurnar fyrir seinni hluta árs séu góðar Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segist vera stoltur af niðurstöðunni sem sé árangur þrotlausrar vinnu starfsfólks félagsins. Það sé ljóst að uppgjörið sýni ótvírætt mjög sterkan undirliggjandi rekstrarárangur sem gefi ástæðu til bjartsýni fyrir komandi misserum. „Það má með sanni segja að fyrstu sex mánuðir ársins hafi verið viðburðarríkir við undirbúning stærstu flugáætlunar í sögu félagsins í sumar þegar kemur að fjölda áfangastaða og tíðni. Við kynntum fimm nýja áfangastaði, bættum sex flugvélum við flotann, fluttum 1,8 milljónir farþega og tókum á móti hátt í 1.200 nýjum starfsmönnum.“ Þá segir Bogi að horfurnar fyrir seinni hluta ársins séu góðar. Eftirspurn eftir flugi til og frá Íslandi hafi verið mikil undanfarna mánuði. Flugframboð um Keflavíkurflugvöll hafi aukist hratt og í sumar sé það 20 prósent umfram framboðið á sama tíma árið 2019. „Gert er ráð fyrir enn meiri aukningu í vetur miðað við 2019. Búist er við að þessi þróun muni hafa áhrif á fargjöld og tekjuvöxt á einhverjum mörkuðum seinni hluta ársins. Við erum hins vegar í sterkri stöðu, nú sem fyrr, til að laga okkur að markaðsaðstæðum hverju sinni með öflugum innviðum, mjög sterkri lausafjárstöðu og framúrskarandi starfsfólki.“ Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu frá flugfélaginu að hreinar rekstrartekjur félagsins voru 2,9 milljarðar króna og jukust þær um 2,7 milljarða króna á milli ára. Þá var hagnaður eftir skatta 1,9 milljarðar króna samanborið við 520 milljóna hagnaði á öðrum ársfjórðungi síðasta árs. Góð arðsemi hafi verið af leiguflugstarfsemi en tekjur hennar jukust um 41 prósent milli ára. Fraktstarfsemi félagsins hafi hins vegar verið krefjandi og haft neikvæð áhrif á afkomu ársfjórðungsins. Þá leiddi seinkun á innkomu flugvéla fyrir háannatímabilið til 1,1 milljarðs króna einskiptiskostnaðar. Flugframboð í farþegaleiðakerfinu jókst um 17 prósent á milli ára. Farþegar voru 1,2 milljónir en það er 19 prósent meira en á sama fjórðungi á síðasta ári. Sætanýting var 83,96 prósent en fram kemur í tilkynningunni að mikil eftirspurn hafi verið frá Norður-Ameríku. Einnig segir að stjóðstreymi sé öflugt og að lausafjárstaða hafi aldrei verið sterkari í sögu félagsins, 71,3 milljarðar króna. Bókunarstaða næstu sex mánuði sé sterk og töluvert betri en á sama tíma í fyrra. Vefstreymi á kynningu á uppgjörinu verður föstudaginn 21. júlí næstkomandi kl. 8:30 og verður aðgengilegt á heimasíðu Icelandair Group. Horfurnar fyrir seinni hluta árs séu góðar Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segist vera stoltur af niðurstöðunni sem sé árangur þrotlausrar vinnu starfsfólks félagsins. Það sé ljóst að uppgjörið sýni ótvírætt mjög sterkan undirliggjandi rekstrarárangur sem gefi ástæðu til bjartsýni fyrir komandi misserum. „Það má með sanni segja að fyrstu sex mánuðir ársins hafi verið viðburðarríkir við undirbúning stærstu flugáætlunar í sögu félagsins í sumar þegar kemur að fjölda áfangastaða og tíðni. Við kynntum fimm nýja áfangastaði, bættum sex flugvélum við flotann, fluttum 1,8 milljónir farþega og tókum á móti hátt í 1.200 nýjum starfsmönnum.“ Þá segir Bogi að horfurnar fyrir seinni hluta ársins séu góðar. Eftirspurn eftir flugi til og frá Íslandi hafi verið mikil undanfarna mánuði. Flugframboð um Keflavíkurflugvöll hafi aukist hratt og í sumar sé það 20 prósent umfram framboðið á sama tíma árið 2019. „Gert er ráð fyrir enn meiri aukningu í vetur miðað við 2019. Búist er við að þessi þróun muni hafa áhrif á fargjöld og tekjuvöxt á einhverjum mörkuðum seinni hluta ársins. Við erum hins vegar í sterkri stöðu, nú sem fyrr, til að laga okkur að markaðsaðstæðum hverju sinni með öflugum innviðum, mjög sterkri lausafjárstöðu og framúrskarandi starfsfólki.“
Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira