Sigurður mælir með Krókamýri en Þórlaug segir leiðina erfiðari Kristján Már Unnarsson skrifar 20. júlí 2023 23:23 Sigurður Sigurðarson en hann er áhugamaður um gönguleiðir. Vísir/Steingrímur Dúi Vigdísarvallavegur var opnaður umferð á ný í dag sem gefur færi á styttri gönguleið að gosstöðvunum. Skiptar skoðanir eru þó um hvort hún sé betri. Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um þennan nýja möguleika en hægt er að aka inn á leiðina frá Krýsuvíkurvegi á móts við Vatnsskarðsnámu. Í suðri tengist hún inn á Suðurstrandarveg. Við vegamótin er skilti sem segir að þetta sé jeppavegur en ekki ætlaður fólksbílum. Í Krókamýri hittum við Sigurð Sigurðarson, sem gagnrýnt hefur lokun Vigdísarvallaleiðar. Í Krókamýri á Vigdísarvallaleið. Þar voru nokkrir bílar um miðjan dag og fór fjölgandi eftir að vegurinn var opnaður.Vísir/Steingrímur Dúi „Ég skil bara ekki hversvegna þessi leið hefur verið lokuð hérna, Vigdísarvallaleið. Hérna er styst yfir að gosstöðvunum,“ segir Sigurður en hann er áhugamaður um gönguleiðir og ritstýrði á árum áður tímaritinu Áfangar, um útivist, ferðamál og náttúru landsins. „Þetta heitir Krókamýri hérna og hér er styst að gosstöðvunum, aðeins fimm kílómetrar, og tiltölulega létt leið,“ segir Sigurður en tekur fram að þar séu fá bílastæði. Gönguleiðir að gosstöðvunum. Leiðin úr Krókamýri er styst.Grafík/Hjalti Sjálfur var hann að leggja upp í göngu að gosstöðvunum ásamt Kjartani Magnússyni borgarfulltrúa. Sigurður telur verra að ganga upp frá Vigdísarvöllum, það sé mun erfiðari leið. Almannavarnir biðla hins vegar til fólks að ganga ekki þessa leið heldur halda sig við Meradalaleiðina sem þær segja miklu öruggari og betri. Og fjáreigendur í Grindavík eru óhressir því í Krókamýri er þeirra beitarhólf. „Það verður ekki lengi fallegt beitiland þegar eru komnir hér þúsund bílar. Nei, þá verður þetta allt bara troðið niður,“ segir Þórlaug Guðmundsdóttir, fjáreigandi í Grindavík. Þórlaug Guðmundsdóttir, fjáreigandi í Grindavík.Vísir/Steingrímur Dúi Þá segir hún að göngufólk þurfi að fara yfir rafmagnsgirðingu og óttast að girðingin verði eyðilögð. „Það liggur við að það sé alveg eins hægt að segja okkur að smala núna, ef þeir leggja niður girðinguna, svo féð fari ekki út fyrir,“ segir Þórlaug. En er leiðin úr Krókamýri fyrir venjulegt fólk eða aðeins fyrir hrausta göngumenn? „Þetta er fyrir alla. Það er mjög auðvelt að fara hérna upp. Þið sjáið að þetta er ekki bratt,“ svarar Sigurður. Gönguleiðin upp úr Krókamýri. Fjær vinstra megin sést í eldgíginn við Litla-Hrút. Til hægri sést Keilir.Vísir/Steingrímur Dúi „Þetta er ekkert betri ganga heldur en hin. Þú þarft að fara töluvert upp og svo bara beint niður hinumegin áður en þú kemur inn á Selsvellina. Þetta er erfið ganga,“ segir Þórlaug. „Nei, nei, nei. Þetta er bara fínasta gönguleið. Þangað til þú kemur í hraunið. Menn þurfa bara að hafa vara á sér þar,“ segir Sigurður. „Við smölum hérna á hverju ári og búin að fara margar ferðir hérna. Þetta er miklu erfiðara,“ segir Þórlaug. Þess má geta að í Krókamýri er lækur með tæru vatni. Þar er einnig salerni á vegum Reykjanesfólkvangs. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Landbúnaður Grindavík Hafnarfjörður Lögreglumál Tengdar fréttir Biðla til fólks að ganga ekki frá Vigdísarvallavegi Almannavarnir biðla til fólks að ganga ekki að Litla-Hrúti frá Vigdísarvallavegi sem var opnaður í morgun. Þó það sé styttra að eldgosinu í beinni loftlínu þá er engin stikuð gönguleið þaðan og leiðin því bæði erfiðari og hættulegri. 20. júlí 2023 14:02 „Myndi ekki mæla með þessari leið við óvant göngufólk“ Tómas Guðbjartsson, göngugarpur og hjarta-og lungnaskurðlæknir, segist ekki mæla með því fyrir hvern sem er að fara Vigdísarvallaleið að gosstöðvunum við Litla-Hrút. Opnað var fyrir umferð um leiðina í dag. 20. júlí 2023 17:41 Ný, styttri en vandasöm leið opnuð göngufólki í dag Opið verður að gosstöðvunum við Litla-Hrút í dag frá Suðurstrandavegi. Litlar breytingar hafa orðið á gosstöðvunum í nótt. Ný gönguleið að gosinu verður opnuð í dag. 20. júlí 2023 11:36 Segir Hraunssels-Vatnsfell með aðgengilegasta útsýnið Almannarvarnir hófu strax í gærkvöldi að stika leið til að beina ferðafólki með sem öruggustum hætti að gosstöðvunum. Formaður Landsbjargar segir að illa hafi gengið á fá björgunarsveitafólk til starfa úr sumarfríi. 12. júlí 2023 23:35 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um þennan nýja möguleika en hægt er að aka inn á leiðina frá Krýsuvíkurvegi á móts við Vatnsskarðsnámu. Í suðri tengist hún inn á Suðurstrandarveg. Við vegamótin er skilti sem segir að þetta sé jeppavegur en ekki ætlaður fólksbílum. Í Krókamýri hittum við Sigurð Sigurðarson, sem gagnrýnt hefur lokun Vigdísarvallaleiðar. Í Krókamýri á Vigdísarvallaleið. Þar voru nokkrir bílar um miðjan dag og fór fjölgandi eftir að vegurinn var opnaður.Vísir/Steingrímur Dúi „Ég skil bara ekki hversvegna þessi leið hefur verið lokuð hérna, Vigdísarvallaleið. Hérna er styst yfir að gosstöðvunum,“ segir Sigurður en hann er áhugamaður um gönguleiðir og ritstýrði á árum áður tímaritinu Áfangar, um útivist, ferðamál og náttúru landsins. „Þetta heitir Krókamýri hérna og hér er styst að gosstöðvunum, aðeins fimm kílómetrar, og tiltölulega létt leið,“ segir Sigurður en tekur fram að þar séu fá bílastæði. Gönguleiðir að gosstöðvunum. Leiðin úr Krókamýri er styst.Grafík/Hjalti Sjálfur var hann að leggja upp í göngu að gosstöðvunum ásamt Kjartani Magnússyni borgarfulltrúa. Sigurður telur verra að ganga upp frá Vigdísarvöllum, það sé mun erfiðari leið. Almannavarnir biðla hins vegar til fólks að ganga ekki þessa leið heldur halda sig við Meradalaleiðina sem þær segja miklu öruggari og betri. Og fjáreigendur í Grindavík eru óhressir því í Krókamýri er þeirra beitarhólf. „Það verður ekki lengi fallegt beitiland þegar eru komnir hér þúsund bílar. Nei, þá verður þetta allt bara troðið niður,“ segir Þórlaug Guðmundsdóttir, fjáreigandi í Grindavík. Þórlaug Guðmundsdóttir, fjáreigandi í Grindavík.Vísir/Steingrímur Dúi Þá segir hún að göngufólk þurfi að fara yfir rafmagnsgirðingu og óttast að girðingin verði eyðilögð. „Það liggur við að það sé alveg eins hægt að segja okkur að smala núna, ef þeir leggja niður girðinguna, svo féð fari ekki út fyrir,“ segir Þórlaug. En er leiðin úr Krókamýri fyrir venjulegt fólk eða aðeins fyrir hrausta göngumenn? „Þetta er fyrir alla. Það er mjög auðvelt að fara hérna upp. Þið sjáið að þetta er ekki bratt,“ svarar Sigurður. Gönguleiðin upp úr Krókamýri. Fjær vinstra megin sést í eldgíginn við Litla-Hrút. Til hægri sést Keilir.Vísir/Steingrímur Dúi „Þetta er ekkert betri ganga heldur en hin. Þú þarft að fara töluvert upp og svo bara beint niður hinumegin áður en þú kemur inn á Selsvellina. Þetta er erfið ganga,“ segir Þórlaug. „Nei, nei, nei. Þetta er bara fínasta gönguleið. Þangað til þú kemur í hraunið. Menn þurfa bara að hafa vara á sér þar,“ segir Sigurður. „Við smölum hérna á hverju ári og búin að fara margar ferðir hérna. Þetta er miklu erfiðara,“ segir Þórlaug. Þess má geta að í Krókamýri er lækur með tæru vatni. Þar er einnig salerni á vegum Reykjanesfólkvangs. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Landbúnaður Grindavík Hafnarfjörður Lögreglumál Tengdar fréttir Biðla til fólks að ganga ekki frá Vigdísarvallavegi Almannavarnir biðla til fólks að ganga ekki að Litla-Hrúti frá Vigdísarvallavegi sem var opnaður í morgun. Þó það sé styttra að eldgosinu í beinni loftlínu þá er engin stikuð gönguleið þaðan og leiðin því bæði erfiðari og hættulegri. 20. júlí 2023 14:02 „Myndi ekki mæla með þessari leið við óvant göngufólk“ Tómas Guðbjartsson, göngugarpur og hjarta-og lungnaskurðlæknir, segist ekki mæla með því fyrir hvern sem er að fara Vigdísarvallaleið að gosstöðvunum við Litla-Hrút. Opnað var fyrir umferð um leiðina í dag. 20. júlí 2023 17:41 Ný, styttri en vandasöm leið opnuð göngufólki í dag Opið verður að gosstöðvunum við Litla-Hrút í dag frá Suðurstrandavegi. Litlar breytingar hafa orðið á gosstöðvunum í nótt. Ný gönguleið að gosinu verður opnuð í dag. 20. júlí 2023 11:36 Segir Hraunssels-Vatnsfell með aðgengilegasta útsýnið Almannarvarnir hófu strax í gærkvöldi að stika leið til að beina ferðafólki með sem öruggustum hætti að gosstöðvunum. Formaður Landsbjargar segir að illa hafi gengið á fá björgunarsveitafólk til starfa úr sumarfríi. 12. júlí 2023 23:35 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Biðla til fólks að ganga ekki frá Vigdísarvallavegi Almannavarnir biðla til fólks að ganga ekki að Litla-Hrúti frá Vigdísarvallavegi sem var opnaður í morgun. Þó það sé styttra að eldgosinu í beinni loftlínu þá er engin stikuð gönguleið þaðan og leiðin því bæði erfiðari og hættulegri. 20. júlí 2023 14:02
„Myndi ekki mæla með þessari leið við óvant göngufólk“ Tómas Guðbjartsson, göngugarpur og hjarta-og lungnaskurðlæknir, segist ekki mæla með því fyrir hvern sem er að fara Vigdísarvallaleið að gosstöðvunum við Litla-Hrút. Opnað var fyrir umferð um leiðina í dag. 20. júlí 2023 17:41
Ný, styttri en vandasöm leið opnuð göngufólki í dag Opið verður að gosstöðvunum við Litla-Hrút í dag frá Suðurstrandavegi. Litlar breytingar hafa orðið á gosstöðvunum í nótt. Ný gönguleið að gosinu verður opnuð í dag. 20. júlí 2023 11:36
Segir Hraunssels-Vatnsfell með aðgengilegasta útsýnið Almannarvarnir hófu strax í gærkvöldi að stika leið til að beina ferðafólki með sem öruggustum hætti að gosstöðvunum. Formaður Landsbjargar segir að illa hafi gengið á fá björgunarsveitafólk til starfa úr sumarfríi. 12. júlí 2023 23:35