Finna reiðina og losa hana út í Druslugöngunni Kristinn Haukur Guðnason skrifar 22. júlí 2023 12:46 Lísa Margrét Gunnarsdóttir ein af skipuleggjendum göngunnar sem er nú haldin í ellefta skiptið. Druslugangan fer fram í ellefta skiptið í dag. Hún var fyrst gengin árið 2011 en lá niður í tvö ár í heimsfaraldrinum. Lísa Margrét Gunnarsdóttir, ein af skipuleggjendum göngunnar, segir öll velkomin hvort sem það séu þolendur, aðstandendur eða fólk sem vill styðja við bakið á þeim sem hafa lent í kynferðisofbeldi. Lísa Margrét segir Druslugönguna hafa skilað miklu á þrettán árum.„Fyrsta gangan, árið 2011, var alls ekki fjölmenn þó að vissulega hafi hún vakið eftirtekt. Síðan þá, 2015 til 2018, verður rosaleg vitundarvakning í íslensku samfélagi. Þá vorum við að sjá þúsundir flykkjast á Druslugönguna. Hámarkið árið 2018 með fyrstu #metoo byltingunni. Þetta var vettvangur til þess að ræða þessi mál og krefjast breytinga og úrbóta í samfélaginu okkar,“ segir Lísa Margrét. Gangan hefst við Hallgrímskirju og lýkur með dagskrá á Austurvelli. Einnig er gengið á Sauðárkróki.Stöð2/Einar Umræðan um bakslag í baráttunni er hins vegar hávær núna.„Af því að við erum búin að tala svo mikið um þetta á samfélagsmiðlum þá eru sumir orðnir þreyttir á að ræða þetta eða að okkur líður eins og við höfum náð einhverjum árangri. En við sáum að skráðum kynferðisbrotum fjölgaði núna í júní og við höfum séð það að ef við höldum þessari umræðu ekki á lofti þá vill þessi nauðgunarmenning og kynferðisofbeldi grassera áfram í samfélaginu. Það er það sem druslugangan gengur út á,“ segir Lísa Margrét. Ekki ein í baráttunni Með göngunni sé tekinn frá einn dagur á ári þar sem virkilega er vakin athygli á þessu rótgróna samfélagslega vandamáli sem kynferðisofbeldi sé. Samstöðufundurinn á Druslugöngunni árið 2022.Steingrímur Dúi „Við finnum öll reiðina inn í okkur og losum hana út en gleðjumst líka yfir því að vera ekki ein í þessu,“ segir segir Lísa Margrét. Gangan hefst klukkan tvö við Hallgrímskirkju. Gengið verður niður Skólavörðustíg og Bankastræti að Austurvelli þar sem göngunni lýkur með samstöðufundi, ræðum og lifandi tónlist. Einnig er gengið á Sauðárkróki. Þar hefst gangan klukkan eitt. Reykjavík Skagafjörður Druslugangan Kynferðisofbeldi Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Lísa Margrét segir Druslugönguna hafa skilað miklu á þrettán árum.„Fyrsta gangan, árið 2011, var alls ekki fjölmenn þó að vissulega hafi hún vakið eftirtekt. Síðan þá, 2015 til 2018, verður rosaleg vitundarvakning í íslensku samfélagi. Þá vorum við að sjá þúsundir flykkjast á Druslugönguna. Hámarkið árið 2018 með fyrstu #metoo byltingunni. Þetta var vettvangur til þess að ræða þessi mál og krefjast breytinga og úrbóta í samfélaginu okkar,“ segir Lísa Margrét. Gangan hefst við Hallgrímskirju og lýkur með dagskrá á Austurvelli. Einnig er gengið á Sauðárkróki.Stöð2/Einar Umræðan um bakslag í baráttunni er hins vegar hávær núna.„Af því að við erum búin að tala svo mikið um þetta á samfélagsmiðlum þá eru sumir orðnir þreyttir á að ræða þetta eða að okkur líður eins og við höfum náð einhverjum árangri. En við sáum að skráðum kynferðisbrotum fjölgaði núna í júní og við höfum séð það að ef við höldum þessari umræðu ekki á lofti þá vill þessi nauðgunarmenning og kynferðisofbeldi grassera áfram í samfélaginu. Það er það sem druslugangan gengur út á,“ segir Lísa Margrét. Ekki ein í baráttunni Með göngunni sé tekinn frá einn dagur á ári þar sem virkilega er vakin athygli á þessu rótgróna samfélagslega vandamáli sem kynferðisofbeldi sé. Samstöðufundurinn á Druslugöngunni árið 2022.Steingrímur Dúi „Við finnum öll reiðina inn í okkur og losum hana út en gleðjumst líka yfir því að vera ekki ein í þessu,“ segir segir Lísa Margrét. Gangan hefst klukkan tvö við Hallgrímskirkju. Gengið verður niður Skólavörðustíg og Bankastræti að Austurvelli þar sem göngunni lýkur með samstöðufundi, ræðum og lifandi tónlist. Einnig er gengið á Sauðárkróki. Þar hefst gangan klukkan eitt.
Reykjavík Skagafjörður Druslugangan Kynferðisofbeldi Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira