„Ég stakk hann þrisvar!“ Árni Sæberg skrifar 23. júlí 2023 15:38 Myndskeiðið er átakanlegt áhorfs. Vísir Upptaka úr síma stúlku sýnir slagsmál ungs manns og tveggja pilta við pólskan karlmann, sem lést af sárum sínum í kjölfarið. Í myndskeiðinu sést ungi maðurinn stinga manninn ítrekað. Myndskeiðið virðist hafa farið í nokkra dreifingu manna á milli á netinu frá því að það var tekið upp að kvöldi fimmtudagsins 20. apríl. Það barst til að mynda ritstjórn Vísis. Stúlkan sem heldur á símanum sætir ákæru fyrir að hafa ekki sinnt hjálparskyldu. Hún hafi ekki beðið ungu mennina um að hætta eða vakið athygli viðbragðsaðila sem óku hjá. Þá hafi hún ekki hringt eftir aðstoð lögreglu heldur staðið hjá og myndað atlöguna. Svo hafi hún hlaupið á brott með þeim uns lögregla hafði uppi á þeim skömmu síðar. Verjandi hennar sagði í samtali við fréttastofu í apríl að foreldrar hennar hefðu brýnt fyrir henni að taka upp myndbönd ef hún lenti í erfiðum aðstæðum. Hún væri lykilvitni í málinu en ekki sakborningur. Grimmilegar aðferðir Ungi maðurinn og piltarnir tveir sæta ákæru fyrir að hafa ráðið pólska manninum bana með því að beita hann grófu ofbeldi. Í myndskeiðinu sést hvernig sá elsti í hópnum fellir manninn í jörðina og virðist lemja hann nokkrum sinnum í búkinn. Þegar maðurinn nær honum af sér segir hann „ég stakk hann þrisvar!“ Piltarnir tveir hvöttu félaga sinn áfram og spörkuðu í manninn þar sem hann lá. Þegar maðurinn nær að standa upp spyr annar piltanna hann hvernig hann sé í hálsinum. Í ákæru er honum gefið að sök að hafa hótað að stinga hann í hálsinn. Var alveg ofan í átökunum Maðurinn sem lést virðist hafa reynt hvað hann gat að slást gegn unga manninum og piltunum og úr hafi orðið nokkuð hörð slagsmál. Stúlkan sem tók myndskeiðið upp er um tíma í miðri þvögunni en segir svo „ég þarf að færa mig“ og kemur sér í var. Þegar hún beinir símanum aftur að átökunum hafa ungi maðurinn og piltarnir fellt manninn í jörðina og láta spörk dynja á honum þar sem hann liggur varnarlaus. Því næst sést hvernig ungi maðurinn beygir sig niður og stingur manninn ítrekað. Þá sprettur hann á fætur og gengur frá hópnum. Lengra nær myndbandið ekki en afleiðingar árásarinnar voru þær að maðurinn lést af sárum sínum skömmu eftir hana. Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Lögreglumál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Drengirnir ákærðir fyrir manndráp og stúlkan brot á hjálparskyldu Þrír drengir á aldrinum 17 til 19 ára hafa verið ákærðir fyrir að hafa orðið pólskum karlmanni að bana á bílastæðinu við Fjarðarkaup í apríl. Sautján ára stúlka hefur verið ákærð fyrir brot á hjálparskyldu. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson saksóknari hjá héraðssaksóknara við fréttastofu. 12. júlí 2023 16:42 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Sjá meira
Myndskeiðið virðist hafa farið í nokkra dreifingu manna á milli á netinu frá því að það var tekið upp að kvöldi fimmtudagsins 20. apríl. Það barst til að mynda ritstjórn Vísis. Stúlkan sem heldur á símanum sætir ákæru fyrir að hafa ekki sinnt hjálparskyldu. Hún hafi ekki beðið ungu mennina um að hætta eða vakið athygli viðbragðsaðila sem óku hjá. Þá hafi hún ekki hringt eftir aðstoð lögreglu heldur staðið hjá og myndað atlöguna. Svo hafi hún hlaupið á brott með þeim uns lögregla hafði uppi á þeim skömmu síðar. Verjandi hennar sagði í samtali við fréttastofu í apríl að foreldrar hennar hefðu brýnt fyrir henni að taka upp myndbönd ef hún lenti í erfiðum aðstæðum. Hún væri lykilvitni í málinu en ekki sakborningur. Grimmilegar aðferðir Ungi maðurinn og piltarnir tveir sæta ákæru fyrir að hafa ráðið pólska manninum bana með því að beita hann grófu ofbeldi. Í myndskeiðinu sést hvernig sá elsti í hópnum fellir manninn í jörðina og virðist lemja hann nokkrum sinnum í búkinn. Þegar maðurinn nær honum af sér segir hann „ég stakk hann þrisvar!“ Piltarnir tveir hvöttu félaga sinn áfram og spörkuðu í manninn þar sem hann lá. Þegar maðurinn nær að standa upp spyr annar piltanna hann hvernig hann sé í hálsinum. Í ákæru er honum gefið að sök að hafa hótað að stinga hann í hálsinn. Var alveg ofan í átökunum Maðurinn sem lést virðist hafa reynt hvað hann gat að slást gegn unga manninum og piltunum og úr hafi orðið nokkuð hörð slagsmál. Stúlkan sem tók myndskeiðið upp er um tíma í miðri þvögunni en segir svo „ég þarf að færa mig“ og kemur sér í var. Þegar hún beinir símanum aftur að átökunum hafa ungi maðurinn og piltarnir fellt manninn í jörðina og láta spörk dynja á honum þar sem hann liggur varnarlaus. Því næst sést hvernig ungi maðurinn beygir sig niður og stingur manninn ítrekað. Þá sprettur hann á fætur og gengur frá hópnum. Lengra nær myndbandið ekki en afleiðingar árásarinnar voru þær að maðurinn lést af sárum sínum skömmu eftir hana.
Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Lögreglumál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Drengirnir ákærðir fyrir manndráp og stúlkan brot á hjálparskyldu Þrír drengir á aldrinum 17 til 19 ára hafa verið ákærðir fyrir að hafa orðið pólskum karlmanni að bana á bílastæðinu við Fjarðarkaup í apríl. Sautján ára stúlka hefur verið ákærð fyrir brot á hjálparskyldu. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson saksóknari hjá héraðssaksóknara við fréttastofu. 12. júlí 2023 16:42 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Sjá meira
Drengirnir ákærðir fyrir manndráp og stúlkan brot á hjálparskyldu Þrír drengir á aldrinum 17 til 19 ára hafa verið ákærðir fyrir að hafa orðið pólskum karlmanni að bana á bílastæðinu við Fjarðarkaup í apríl. Sautján ára stúlka hefur verið ákærð fyrir brot á hjálparskyldu. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson saksóknari hjá héraðssaksóknara við fréttastofu. 12. júlí 2023 16:42