Inter Miami vann Cruz Azul frá Mexíkó í deildarbikarnum 2-1. Lionel Messi byrjaði á varamannabekknum en kom inn á og skoraði í sínum fyrsta leik með Inter Miami. Lionel Messi gat ekki beðið um betri byrjun en hann skoraði sigurmarkið í uppbótartíma beint úr aukaspyrnu.
Inter Miami vann Cruz Azul frá Mexíkó í deildarbikarnum 2-1. Lionel Messi byrjaði á varamannabekknum en kom inn á og skoraði sigurmarkið beint úr aukaspyrnu í uppbótartíma. Lionel Messi tileinkaði Ian Fray þennan sögulega sigur.
Ian Fray er tvítugur leikmaður Inter Miami og er hann einn af yngstu leikmönnum liðsins. Ian Fray varð fyrir því óláni að fara af velli vegna krossbandameiðsla. Fray hefur verið afar óheppinn með meiðsli en þetta voru þriðju krossbandameiðsli Fray á þremur árum.
Eftir leik tóku leikmenn Inter Miami liðsmynd inn í klefa þar sem Lionel Messi hélt á treyju Fray sem leikur í treyju númer 24.
After Messi's historic first match with Inter Miami, he took the time to dedicate the victory to Ian Fray who went down with an ACL injury 🙏
— ESPN FC (@ESPNFC) July 23, 2023
The 20-year-old suffered his third ACL injury in 3 years 😔 pic.twitter.com/TRHfCcnb5F
Messi tileinkaði Fray sigrinum í viðtali eftir leik.
„Ég vil tileinka Ian Fray sigurinn. Fray þjáist af meiðslum inn í klefa. Hann var ný stiginn upp úr alvarlegum meiðslum og varð fyrir því óláni að meiðast aftur.“
Fjöldinn allur af stjörnum mætti og sá fyrsta leik Lionel Messi fyrir Inter Miami. Næsti leikur Inter Miami er einnig í deildarbikarnum en aðdáendur þurfa að bíða í rúmar fjórar vikur til þess að sjá fyrsta leik Messi í MLS-deildinni.