Óli Jóh: Margt sem Arnar hefur sagt upp á síðkastið er náttúrulega bara steypa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júlí 2023 11:31 Ólafur Jóhannesson kom þeim Guðmundi Benediktssyni og Atla Viðari Björnssyn til að hlæja í Stúkunni í gær. S2 Sport Ólafur Jóhannesson var sérfræðingur í Stúkunni í gærkvöldi og fór á kostum eins og vanalega. Hann talaði hreina íslensku þegar kom að því að tala um ummæli þjálfara toppliðs Bestu deildarinnar að undanförnu. Stúkan vakti nefnilega athygli á ummælum Arnars Gunnlaugssonar, þjálfara Víkings, um gervigras og gras eftir 2-1 sigur Víkingsliðsins á Meistaravöllum. Víkingar léku á flottum grasvelli KR-inga en eru miklu vanari því að spila á gervigrasi. Hitt sé fyrir neðan þeirra virðingu „Víkingar voru í gær að spila á frábærum grasvelli í Vesturbænum. Ég ætla bara að vona að allir leikmenn ætli ekki bara að venja sig á það að spila á gervigrasi og hitt sé fyrir neðan þeirra virðingu,“ sagði Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Stúkunnar. „Menn verða að gera sér grein fyrir því að við erum að spila á gervigrasi af því að við búum á Íslandi. Við erum ekki að spila á gervigrasi af því að við viljum spila á gervigrasi. Það er langur vegur frá því,“ sagði Ólafur Jóhannesson, sérfræðingur Stúkunnar. „Ég er farinn að halda það að það séu nokkrir þjálfarar og leikmenn sem vilja bara spila á gervigrasi og líður ekki vel á grasi,“ sagði Guðmundur. Vildi að Arnar notaði annað orð „Ég hefði kosið að sjá Arnar nota annað orð heldur en góðu vanir þegar hann er að tala um gervigras vs gras. Fótboltamönnum á Íslandi hlýtur að dreyma um það spila á grasi eins og KR-völlurinn var í gær. Ég hefði viljað sjá Arnar nota orðið öðru vanir eða að þetta væri öðruvísi aðstæður en þeir væru oftast á,“ sagði Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Stúkunnar. „Þetta er það skemmtilegast að fá grasvöll eins og hann var í Vesturbænum,“ sagði Atli Viðar. Það segja allir bara vá „Það er nú þannig að þegar þú ert á toppnum sem þjálfari þá máttu segja nánast hvað sem er og það segja allir bara vá. Margt sem Arnar hefur sagt upp á síðkastið er náttúrulega bara steypa. Það er bara ekki flóknara en það,“ sagði Ólafur og fékk hlátur að launum frá bæði Gumma Ben og Atla Viðari. Það má sjá alla umfjöllunina um þetta mál hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan: Óli Jóh um ummæli Arnars Gunnlaugssonar Besta deild karla Stúkan Víkingur Reykjavík KR Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Sjá meira
Stúkan vakti nefnilega athygli á ummælum Arnars Gunnlaugssonar, þjálfara Víkings, um gervigras og gras eftir 2-1 sigur Víkingsliðsins á Meistaravöllum. Víkingar léku á flottum grasvelli KR-inga en eru miklu vanari því að spila á gervigrasi. Hitt sé fyrir neðan þeirra virðingu „Víkingar voru í gær að spila á frábærum grasvelli í Vesturbænum. Ég ætla bara að vona að allir leikmenn ætli ekki bara að venja sig á það að spila á gervigrasi og hitt sé fyrir neðan þeirra virðingu,“ sagði Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Stúkunnar. „Menn verða að gera sér grein fyrir því að við erum að spila á gervigrasi af því að við búum á Íslandi. Við erum ekki að spila á gervigrasi af því að við viljum spila á gervigrasi. Það er langur vegur frá því,“ sagði Ólafur Jóhannesson, sérfræðingur Stúkunnar. „Ég er farinn að halda það að það séu nokkrir þjálfarar og leikmenn sem vilja bara spila á gervigrasi og líður ekki vel á grasi,“ sagði Guðmundur. Vildi að Arnar notaði annað orð „Ég hefði kosið að sjá Arnar nota annað orð heldur en góðu vanir þegar hann er að tala um gervigras vs gras. Fótboltamönnum á Íslandi hlýtur að dreyma um það spila á grasi eins og KR-völlurinn var í gær. Ég hefði viljað sjá Arnar nota orðið öðru vanir eða að þetta væri öðruvísi aðstæður en þeir væru oftast á,“ sagði Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Stúkunnar. „Þetta er það skemmtilegast að fá grasvöll eins og hann var í Vesturbænum,“ sagði Atli Viðar. Það segja allir bara vá „Það er nú þannig að þegar þú ert á toppnum sem þjálfari þá máttu segja nánast hvað sem er og það segja allir bara vá. Margt sem Arnar hefur sagt upp á síðkastið er náttúrulega bara steypa. Það er bara ekki flóknara en það,“ sagði Ólafur og fékk hlátur að launum frá bæði Gumma Ben og Atla Viðari. Það má sjá alla umfjöllunina um þetta mál hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan: Óli Jóh um ummæli Arnars Gunnlaugssonar
Besta deild karla Stúkan Víkingur Reykjavík KR Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð