Særðum hermönnum bjargað á leynilegu sjúkrahúsi í Úkraínu Heimir Már Pétursson skrifar 26. júlí 2023 20:22 Allar nætur streyma særðir hermenn á spítalann, þar sem gerðar eru allt að hundarð aðgerðir á hverri nóttu. AP/Evgeniy Maloletka Læknar á leynilegu hersjúkrahúsi í Úkraínu framkvæma fimmtíu til eitt hundrað skurðaðgerðir á særðum hermönnum á hverri nóttu. Þeir sem eru mest særðir eru sendir af víglínunni á spítalann. Hryllingur stríðsins er hvergi eins augljós og á herspítölunum í Úkraínu. Fréttamenn AP fréttastofunnar fengu að fylgjast með störfum lækna og hjúkrunarfólks á einum af nokkrum leynilegum sjúkrahúsum Úkraínu sem tekur á mót miklum fjölda særða hermanna á hverjum sólarhring. Á daginn sinnir starfsfólk spítalans fólki með króníska sjúkdóma eins og krabbamein. En á hverri nóttu taka við aðgerðir á 50 til hundrað hermönnum á fimmtíu skurðstofum spítalans. Til að sækja fram gegn Rússum þurfa Úkraínumenn fyrst að komast í gegnum breitt belti af jarðsprengjum og öðrum hindrunum. Aflimanir eru því algengar á sjúkrahúsinu.AP/Evgeniy Maloletka Karim Shudzhaulla bæklunarskurðlæknir er að undirbúa að fjarlægja fótlegg á hermanni. „Við hyggjumst fjarlægja fótlegg við æðaklemmu. Ástæðan er lítið sár hér á fótleggnum. Allur fótleggurinn dofnaði upp af völdum æðaklemmunnar. Bara af völdum lítils sárs. Það má ekki nota æðaklemmu lengur en í tvær klukkustundir,“ segir Shudzhaulla. Um leið og aðgerðum er lokið eru særðu hermennirnir sendir annað til að jafna sig svo hægt sé að taka á móti nýjum sjúklingum næstu nótt. Á þessum eina herspítala eru gerðar allt að sjö heilaaðgerðir á hverri einustu nóttu. Mykyta, 28 ára heilaskurðlæknir lítur á það sem sína herskyldu að bjarga særðum hermönnum. Hann er á leið í aðgerð á hermanni með skaða á vinstra heilahveli. Nikita Lombrozo, 28 ára heilaskurðlæknir, gerir aðgerð á hermanni sem fékk sprengjubrot í vinstra heilahveli.AP/Evgeniy Maloletka „Þetta starf er mér mjög mikilvægt og því er ég hér. Við rækjum öll borgaralega skyldu okkar. Hann er hetjan okkar. Við björgum honum. Við gerum allt svo hann nái bata aftur," segir hinn ungi heilaskurðlæknir þar sem hann býr sig undir aðgerðina. Mikið særðir hermenn streyma inn á spítalann og aflimanir eru algengar ekki síst á hermönnum sem eru að hreinsa upp jarðsprengjur Rússa á suðurvígstöðvunum svo úkraínski herinn geti sótt fram. Hjúkrunarfólk vinnur undir miklu álagi en sinnir sjúklingunum af mikilli alúð og virðingu. Hjúkrunarfræðingur sem ekki er nafngreind gengur á milli sjúkrarúma. Hún brosir til hermannanna og ávarpar þá. „Elskurnar mínar. Þið eruð hetjur. Þið eru allir hetjurnar mínar," segir hún brosandi. Serhii Ryzhenko yfirlæknir á spítalanum segir allt gert til að bjarga lífi og limum þeirra hermanna sem fluttir eru á sjúkrahúsið.AP/Evgeniy Maloletka Mikil þörf er á færanlegum sjúkrahúsum nær vígstöðvunum. Þess vegna ákváðu íslensk stjórnvöld að gefa Úkraínumönnum slíkan spítala sem kostar rúman milljarð króna. Hann verður tilbúinn til afhendingar um mánaðamótin september - október. Serhii Ryzhenko yfirlæknir þessa leynilega herspítala í Dnipro segir allt lagt í sölurnar til að bjarga lífi særðra hermanna. „Ástandið er afar erfitt. En staðreyndin er samt sú að 95% allra hermannanna okkar ná aftur bata. Það er gott hlutfall. Hvað annað getum við beðið um," segir yfirlæknirinn. Olena brosir til Maksym eiginmanns síns á herspítalanum í Dnipro að lokinni aðgerð. Særðum hermönnum hefur fjölgað mikið eftir að Úkraínumenn hófu gagnsókn sína gegn Rússum í síðasta mánuði.AP/Evgeniy Maloletka Og sem betur fer eru oft fagnaðarfundir með ástvinum þeirra sem hefur verið bjargað. Þannig var það þegar Olena heilsaði upp Maksym eiginmann hennar eftir að hann vaknaði að lokinni aðgerð. Hann brosir í myndavélina. „Ég er svo glaður að hitta þau aftur og fá að sjá þau síðar," sagði hermaðurinn Maksym. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rússland Tengdar fréttir Stríðsfangarnir í Olenivka ekki felldir í HIMARS-árás Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna kallaði í gær eftir því að þeir sem bæru ábyrgð á dauða minnst fimmtíu úkraínskra stríðsfanga í Olenivka í Dónetsk í fyrra yrðu dregnir til ábyrgðar. Volker Türk segir að rannsókn Sameinuðu þjóðanna gefi til kynna að Rússar hafi logið um það af hverju mennirnir dóu í stórri sprengingu í fangabúðum þeirra. 26. júlí 2023 10:27 Úkraínuforseti heitir að svara hryðjuverkum Rússa af hörku Forseti Úkraínu boðar kröftug viðbrögð við því sem hann kallar hryðjuverkaárásir Rússa á borgir í Úkraínu undanfarnar vikur. Hann vonar einnig að Evrópusambandið aflétti banni á innflutningi á úkraínskum landbúnaðarvörum. 25. júlí 2023 19:40 Rússar sprengdu sögulegar byggingar í Odessa Einn lést og um tuttugu særðust í fjölbreyttum loftárásum Rússa á hafnarborgina Odessa í gærdag. Um fimmtíu byggingar skemmdust þeirra á meðal margar sögufrægar byggingar eins og dómkirkja rétttrúnaðarkirkjunnar. 24. júlí 2023 11:47 Rússar fá enn íhluti í vopn frá Vesturlöndum Á innan við sólarhring frá því Rússar sögðu sig frá samkomulagi um útflutning á korni frá Úkraínu gerðu þeir öflugar loftárásir á Odessa, helstu útflutningshöfn landsins. Forseti Úkraínu segir Rússa enn fá íhluti til vopnasmíði frá Vesturlöndum og herða þurfi refsiaðgerðir gegn þeim. 19. júlí 2023 20:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira
Hryllingur stríðsins er hvergi eins augljós og á herspítölunum í Úkraínu. Fréttamenn AP fréttastofunnar fengu að fylgjast með störfum lækna og hjúkrunarfólks á einum af nokkrum leynilegum sjúkrahúsum Úkraínu sem tekur á mót miklum fjölda særða hermanna á hverjum sólarhring. Á daginn sinnir starfsfólk spítalans fólki með króníska sjúkdóma eins og krabbamein. En á hverri nóttu taka við aðgerðir á 50 til hundrað hermönnum á fimmtíu skurðstofum spítalans. Til að sækja fram gegn Rússum þurfa Úkraínumenn fyrst að komast í gegnum breitt belti af jarðsprengjum og öðrum hindrunum. Aflimanir eru því algengar á sjúkrahúsinu.AP/Evgeniy Maloletka Karim Shudzhaulla bæklunarskurðlæknir er að undirbúa að fjarlægja fótlegg á hermanni. „Við hyggjumst fjarlægja fótlegg við æðaklemmu. Ástæðan er lítið sár hér á fótleggnum. Allur fótleggurinn dofnaði upp af völdum æðaklemmunnar. Bara af völdum lítils sárs. Það má ekki nota æðaklemmu lengur en í tvær klukkustundir,“ segir Shudzhaulla. Um leið og aðgerðum er lokið eru særðu hermennirnir sendir annað til að jafna sig svo hægt sé að taka á móti nýjum sjúklingum næstu nótt. Á þessum eina herspítala eru gerðar allt að sjö heilaaðgerðir á hverri einustu nóttu. Mykyta, 28 ára heilaskurðlæknir lítur á það sem sína herskyldu að bjarga særðum hermönnum. Hann er á leið í aðgerð á hermanni með skaða á vinstra heilahveli. Nikita Lombrozo, 28 ára heilaskurðlæknir, gerir aðgerð á hermanni sem fékk sprengjubrot í vinstra heilahveli.AP/Evgeniy Maloletka „Þetta starf er mér mjög mikilvægt og því er ég hér. Við rækjum öll borgaralega skyldu okkar. Hann er hetjan okkar. Við björgum honum. Við gerum allt svo hann nái bata aftur," segir hinn ungi heilaskurðlæknir þar sem hann býr sig undir aðgerðina. Mikið særðir hermenn streyma inn á spítalann og aflimanir eru algengar ekki síst á hermönnum sem eru að hreinsa upp jarðsprengjur Rússa á suðurvígstöðvunum svo úkraínski herinn geti sótt fram. Hjúkrunarfólk vinnur undir miklu álagi en sinnir sjúklingunum af mikilli alúð og virðingu. Hjúkrunarfræðingur sem ekki er nafngreind gengur á milli sjúkrarúma. Hún brosir til hermannanna og ávarpar þá. „Elskurnar mínar. Þið eruð hetjur. Þið eru allir hetjurnar mínar," segir hún brosandi. Serhii Ryzhenko yfirlæknir á spítalanum segir allt gert til að bjarga lífi og limum þeirra hermanna sem fluttir eru á sjúkrahúsið.AP/Evgeniy Maloletka Mikil þörf er á færanlegum sjúkrahúsum nær vígstöðvunum. Þess vegna ákváðu íslensk stjórnvöld að gefa Úkraínumönnum slíkan spítala sem kostar rúman milljarð króna. Hann verður tilbúinn til afhendingar um mánaðamótin september - október. Serhii Ryzhenko yfirlæknir þessa leynilega herspítala í Dnipro segir allt lagt í sölurnar til að bjarga lífi særðra hermanna. „Ástandið er afar erfitt. En staðreyndin er samt sú að 95% allra hermannanna okkar ná aftur bata. Það er gott hlutfall. Hvað annað getum við beðið um," segir yfirlæknirinn. Olena brosir til Maksym eiginmanns síns á herspítalanum í Dnipro að lokinni aðgerð. Særðum hermönnum hefur fjölgað mikið eftir að Úkraínumenn hófu gagnsókn sína gegn Rússum í síðasta mánuði.AP/Evgeniy Maloletka Og sem betur fer eru oft fagnaðarfundir með ástvinum þeirra sem hefur verið bjargað. Þannig var það þegar Olena heilsaði upp Maksym eiginmann hennar eftir að hann vaknaði að lokinni aðgerð. Hann brosir í myndavélina. „Ég er svo glaður að hitta þau aftur og fá að sjá þau síðar," sagði hermaðurinn Maksym.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rússland Tengdar fréttir Stríðsfangarnir í Olenivka ekki felldir í HIMARS-árás Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna kallaði í gær eftir því að þeir sem bæru ábyrgð á dauða minnst fimmtíu úkraínskra stríðsfanga í Olenivka í Dónetsk í fyrra yrðu dregnir til ábyrgðar. Volker Türk segir að rannsókn Sameinuðu þjóðanna gefi til kynna að Rússar hafi logið um það af hverju mennirnir dóu í stórri sprengingu í fangabúðum þeirra. 26. júlí 2023 10:27 Úkraínuforseti heitir að svara hryðjuverkum Rússa af hörku Forseti Úkraínu boðar kröftug viðbrögð við því sem hann kallar hryðjuverkaárásir Rússa á borgir í Úkraínu undanfarnar vikur. Hann vonar einnig að Evrópusambandið aflétti banni á innflutningi á úkraínskum landbúnaðarvörum. 25. júlí 2023 19:40 Rússar sprengdu sögulegar byggingar í Odessa Einn lést og um tuttugu særðust í fjölbreyttum loftárásum Rússa á hafnarborgina Odessa í gærdag. Um fimmtíu byggingar skemmdust þeirra á meðal margar sögufrægar byggingar eins og dómkirkja rétttrúnaðarkirkjunnar. 24. júlí 2023 11:47 Rússar fá enn íhluti í vopn frá Vesturlöndum Á innan við sólarhring frá því Rússar sögðu sig frá samkomulagi um útflutning á korni frá Úkraínu gerðu þeir öflugar loftárásir á Odessa, helstu útflutningshöfn landsins. Forseti Úkraínu segir Rússa enn fá íhluti til vopnasmíði frá Vesturlöndum og herða þurfi refsiaðgerðir gegn þeim. 19. júlí 2023 20:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira
Stríðsfangarnir í Olenivka ekki felldir í HIMARS-árás Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna kallaði í gær eftir því að þeir sem bæru ábyrgð á dauða minnst fimmtíu úkraínskra stríðsfanga í Olenivka í Dónetsk í fyrra yrðu dregnir til ábyrgðar. Volker Türk segir að rannsókn Sameinuðu þjóðanna gefi til kynna að Rússar hafi logið um það af hverju mennirnir dóu í stórri sprengingu í fangabúðum þeirra. 26. júlí 2023 10:27
Úkraínuforseti heitir að svara hryðjuverkum Rússa af hörku Forseti Úkraínu boðar kröftug viðbrögð við því sem hann kallar hryðjuverkaárásir Rússa á borgir í Úkraínu undanfarnar vikur. Hann vonar einnig að Evrópusambandið aflétti banni á innflutningi á úkraínskum landbúnaðarvörum. 25. júlí 2023 19:40
Rússar sprengdu sögulegar byggingar í Odessa Einn lést og um tuttugu særðust í fjölbreyttum loftárásum Rússa á hafnarborgina Odessa í gærdag. Um fimmtíu byggingar skemmdust þeirra á meðal margar sögufrægar byggingar eins og dómkirkja rétttrúnaðarkirkjunnar. 24. júlí 2023 11:47
Rússar fá enn íhluti í vopn frá Vesturlöndum Á innan við sólarhring frá því Rússar sögðu sig frá samkomulagi um útflutning á korni frá Úkraínu gerðu þeir öflugar loftárásir á Odessa, helstu útflutningshöfn landsins. Forseti Úkraínu segir Rússa enn fá íhluti til vopnasmíði frá Vesturlöndum og herða þurfi refsiaðgerðir gegn þeim. 19. júlí 2023 20:15