FCK vill ekki valda börnum vonbrigðum: „Nei takk“ Valur Páll Eiríksson skrifar 27. júlí 2023 11:31 Þessi fær ólíklega treyju ef hann mætir með skilti með bón um slíka. Getty Danmerkurmeistarar FC Kaupmannahafnar hafa sent frá sér tilkynningu þar sem óskað er eftir því að stuðningsmenn beri ekki skilti þar sem beðið er um treyjur leikmanna að leik loknum. Of mörg börn fari vonsvikin heim. FCK spilar sinn fyrsta heimaleik á miðvikudaginn kemur þegar Breiðablik heimsækir Parken í Kaupmannahöfn í síðari leik liðanna í forkeppni Meistaradeildarinnar. FCK vann fyrri leikinn 2-0 í Kópavogi en sá síðari fer fram eftir helgi og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Í aðdraganda fyrsta heimaleiksins hefur FCK birt yfirlýsingu heimasíðu félagsins undir yfirskriftinni: „Nei takk við skiltum um treyjur“. Yfirlýsinguna má sjá í heild sinni neðst í fréttinni. Íslendingarnir í liði FCK, Ísak Bergmann Jóhannesson og Orri Steinn Óskarsson, byrjuðu á bekknum en komu báðir inn á í Kópavogi á þriðjudag.Vísir/Hulda Margrét Í yfirlýsingunni segir að farið sé að fordæmi félaga á við Ajax og Slaviu Prag sem hafi áður sent keimlík skilaboð til sinna stuðningsmanna. Hvatningin á bakvið skiltabannið sé aukning á slíkum skiltum og þar sem aðeins í mesta lagi 16 leikmenn spila hvern leik sé óhjákvæmilegt að margir fari vonsviknir heim á 40 þúsund manna vellinum. Leikmenn séu settir í erfiða stöðu með því að gefa einhverjum á kostnað annars með slíkt skilti og börn fari vonsvikin og treyjulaus heim af vellinum. Leikur FCK og Breiðabliks er klukkan 18:00 á miðvikudaginn 2. ágúst og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Evrópuleikir KA gegn Dundalk, sá fyrri í kvöld hér heima klukkan 18:00 og sá síðari eftir slétta viku ytra, klukkan 18:45 fimmtudaginn 3. ágúst, verða einnig sýndir beint á Stöð 2 Sport. Yfirlýsing FCK af heimasíðu félagsins „Nei takk við skiltum um treyjur Frá og með komandi keppnistímabili vill FC Kaupmannahöfn ekki fá skilti með beiðnum um treyju frá leikmönnum fyrir heimaleikina á Parken eða á útivelli, eins og hefur verið kynnt meðal annars hjá Ajax og Slavia Prag. Ákvörðunin stafar af því að hvorki er mögulegt fyrir leikmenn né félagið að verða við hinum fjölmörgu óskum og valda því mörgum börnum vonbrigðum sem mæta með von um að fá treyju. Skiltum hefur fjölgað mikið undanfarin misseri og því miður eru mörg börn sem hafa slæma reynslu af því að bera skilti. Jafnframt eru leikmenn settir í erfiða stöðu vegna þess að þeir geta ekki uppfyllt óskina og eru litnir neikvæðum augum vegna þess að þeir þurfa að segja nei við mörgum beiðnum. Við vonumst eftir skilningi og skiljum að sjálfsögðu að margir vilja treyju frá leikmanni og enn er leyfilegt fyrir leikmenn að velja að gefa aðdáendum treyju en það verður án skilta.” Danski boltinn Danmörk Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Fótbolti Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Körfubolti Fleiri fréttir Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Sjá meira
FCK spilar sinn fyrsta heimaleik á miðvikudaginn kemur þegar Breiðablik heimsækir Parken í Kaupmannahöfn í síðari leik liðanna í forkeppni Meistaradeildarinnar. FCK vann fyrri leikinn 2-0 í Kópavogi en sá síðari fer fram eftir helgi og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Í aðdraganda fyrsta heimaleiksins hefur FCK birt yfirlýsingu heimasíðu félagsins undir yfirskriftinni: „Nei takk við skiltum um treyjur“. Yfirlýsinguna má sjá í heild sinni neðst í fréttinni. Íslendingarnir í liði FCK, Ísak Bergmann Jóhannesson og Orri Steinn Óskarsson, byrjuðu á bekknum en komu báðir inn á í Kópavogi á þriðjudag.Vísir/Hulda Margrét Í yfirlýsingunni segir að farið sé að fordæmi félaga á við Ajax og Slaviu Prag sem hafi áður sent keimlík skilaboð til sinna stuðningsmanna. Hvatningin á bakvið skiltabannið sé aukning á slíkum skiltum og þar sem aðeins í mesta lagi 16 leikmenn spila hvern leik sé óhjákvæmilegt að margir fari vonsviknir heim á 40 þúsund manna vellinum. Leikmenn séu settir í erfiða stöðu með því að gefa einhverjum á kostnað annars með slíkt skilti og börn fari vonsvikin og treyjulaus heim af vellinum. Leikur FCK og Breiðabliks er klukkan 18:00 á miðvikudaginn 2. ágúst og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Evrópuleikir KA gegn Dundalk, sá fyrri í kvöld hér heima klukkan 18:00 og sá síðari eftir slétta viku ytra, klukkan 18:45 fimmtudaginn 3. ágúst, verða einnig sýndir beint á Stöð 2 Sport. Yfirlýsing FCK af heimasíðu félagsins „Nei takk við skiltum um treyjur Frá og með komandi keppnistímabili vill FC Kaupmannahöfn ekki fá skilti með beiðnum um treyju frá leikmönnum fyrir heimaleikina á Parken eða á útivelli, eins og hefur verið kynnt meðal annars hjá Ajax og Slavia Prag. Ákvörðunin stafar af því að hvorki er mögulegt fyrir leikmenn né félagið að verða við hinum fjölmörgu óskum og valda því mörgum börnum vonbrigðum sem mæta með von um að fá treyju. Skiltum hefur fjölgað mikið undanfarin misseri og því miður eru mörg börn sem hafa slæma reynslu af því að bera skilti. Jafnframt eru leikmenn settir í erfiða stöðu vegna þess að þeir geta ekki uppfyllt óskina og eru litnir neikvæðum augum vegna þess að þeir þurfa að segja nei við mörgum beiðnum. Við vonumst eftir skilningi og skiljum að sjálfsögðu að margir vilja treyju frá leikmanni og enn er leyfilegt fyrir leikmenn að velja að gefa aðdáendum treyju en það verður án skilta.”
Danski boltinn Danmörk Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Fótbolti Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Körfubolti Fleiri fréttir Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Sjá meira