Anton synti á 2:09,19 mínútum í undanúrslitunum og bætti sig um sekúndu frá undanrásunum.
Ekki nóg með að Anton hafi tryggt sig inn í úrslitin í hádeginu heldur náði hann einnig Ólympíulágmarki. Hann verður því meðal þátttakenda á Ólympíuleikunum í París á næsta ári. Það verða hans fjórðu Ólympíuleikar.
Anton var með sjöunda besta tímann í undanúrslitunum í hádeginu. Íslandsmet hans í tvö hundruð metra bringusundi er 2:08,74 mínútur og hefur staðið frá 2017.
Anton keppir til úrslita í tvö hundruð metra bringusundi í hádeginu á morgun.