Suður-Afríka komst í 0-2 í leiknum og allt stefndi í að liðið myndi vinna sinn fyrsta sigur á HM frá upphafi. En Argentína var á öðru máli, jafnaði og náði í stig sem gæti reynst dýrmætt þegar uppi verður staðið.
Linda Motlhalo kom Suður-Afríku yfir eftir hálftíma og staðan var 0-1 í hálfleik. Á 66. mínútu jók Thembi Kgatlana muninn í 0-2 og staða Suður-Afríku því ansi vænleg.
En tveimur mörkum undir og á leiðinni út úr keppninni hrökk argentínska liðið í gang.
Sophia Braun minnkaði muninn í 1-2 með frábæru marki á 74. mínútu og fimm mínútum síðar jafnaði Argentína metin þegar varamaðurinn Romina Nunez skoraði með skalla.
Argentína og Suður-Afríka eru bæði með eitt stig í G-riðli. Svíþjóð og Ítalía eru með þrjú stig hvort.