Drapst eftir ákafar samfarir með bróður sínum Magnús Jochum Pálsson skrifar 29. júlí 2023 11:02 Hugh var 38 ára gamall þegar hann drapst af áverkum sínum. Mote Sækýrin Hugh drapst eftir að hafa stundað ákaft kynlíf með bróður sínum, Buffett, í heilan dag á sædýrasafninu Mote Marine Laboratory & Aquarium í Flórída. Landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna greindi frá því að krufning á 38 ára gömlu sækúnni Hugh, sem lést 29. apríl síðastliðinn, hefði leitt í ljós að hann hefði drepist vegna áverkasára. Meðal áverkanna sem drógu Hugh til dauða var 14,5 sentímetra rifa í ristli hans. Sama dag og Hugh drapst hafði fundist ferskt blóð í saursýni sem var tekið frá Hugh eftir samfarir bræðranna. Þrátt fyrir að hafa fundið blóðið leyfðu starfsmenn sædýrasafnsins bræðrunum að halda áfram áköfum samskiptum sínum út daginn. Að sögn starfsmanna var sækúnum ekki stíað í sundur til að valda þeim ekki kvíða. Fannst hreyfingarlaus á botninum Rétt eftir lokun safnsins, korter yfir fimm síðdegis, eftir síðustu samfarir bræðranna fannst Hugh hreyfingarlaus á botni laugarinnar. „Það var staðfest að hann hefði drepist,“ sagði í tilkynningu landbúnaðarráðuneytisins. Starfsmenn sædýrasafnsins sögðu að sækýrnar tvær, einu sækýr safnsins, hefðu sýnt „náttúrulega“ mökunarhegðun í tvo mánuði áður en Hugh drapst. Það var í fyrsta skipti sem dýrin áttu í einhvers konar nánum samskiptum hvort við annað. Landbúnaðarráðuneytið segir að starfsmenn safnsins hefðu ekki sinnt skyldum sínum við að vernda sækúna. Giskaði á réttan sigurvegara Hugh var 38 ára gamall þegar hann drapst en hann fæddist í sædýrasafni í Miami og kom til Mote í Sarasota í Flórída árið 1996. Hugh var landsþekktur í Bandaríkjunum en hann og Bufett tóku þátt í fjölmörgum rannsóknum sem voru gerðar til að rannsaka og verja sækúastofna. Hugh var þekktur sem ein af sækúnum sem spáði réttilega um Super Bowl sigurvegara í NFL, bandarísku ruðningsdeildinni. Hann giskaði réttilega á að Kansas City Chiefs myndu vinna titilinn í ár. Þá sögðu starfsmenn sædýrasafnsins að Hugh hefði giskað sex sinnum á réttan sigurvegara. Hér fyrir neðan má sjá hann giska rétt á að New England Patriots myndu vinna Super Bowl fyrir sex árum: Bandaríkin Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Erlent Ekkert annað húsnæði komi til greina Innlent Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið Innlent Evrópa þurfi að vígbúast Erlent Vatnslögn rofnaði við Hörpu Innlent Fella fjögurhundruð tré í von um að flugbraut fáist opnuð Innlent Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Innlent Athygli Bandaríkjanna beinist sífellt meira að Kína Innlent Ragna Árnadóttir hættir á þingi Innlent Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Erlent Fleiri fréttir Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Sjá meira
Landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna greindi frá því að krufning á 38 ára gömlu sækúnni Hugh, sem lést 29. apríl síðastliðinn, hefði leitt í ljós að hann hefði drepist vegna áverkasára. Meðal áverkanna sem drógu Hugh til dauða var 14,5 sentímetra rifa í ristli hans. Sama dag og Hugh drapst hafði fundist ferskt blóð í saursýni sem var tekið frá Hugh eftir samfarir bræðranna. Þrátt fyrir að hafa fundið blóðið leyfðu starfsmenn sædýrasafnsins bræðrunum að halda áfram áköfum samskiptum sínum út daginn. Að sögn starfsmanna var sækúnum ekki stíað í sundur til að valda þeim ekki kvíða. Fannst hreyfingarlaus á botninum Rétt eftir lokun safnsins, korter yfir fimm síðdegis, eftir síðustu samfarir bræðranna fannst Hugh hreyfingarlaus á botni laugarinnar. „Það var staðfest að hann hefði drepist,“ sagði í tilkynningu landbúnaðarráðuneytisins. Starfsmenn sædýrasafnsins sögðu að sækýrnar tvær, einu sækýr safnsins, hefðu sýnt „náttúrulega“ mökunarhegðun í tvo mánuði áður en Hugh drapst. Það var í fyrsta skipti sem dýrin áttu í einhvers konar nánum samskiptum hvort við annað. Landbúnaðarráðuneytið segir að starfsmenn safnsins hefðu ekki sinnt skyldum sínum við að vernda sækúna. Giskaði á réttan sigurvegara Hugh var 38 ára gamall þegar hann drapst en hann fæddist í sædýrasafni í Miami og kom til Mote í Sarasota í Flórída árið 1996. Hugh var landsþekktur í Bandaríkjunum en hann og Bufett tóku þátt í fjölmörgum rannsóknum sem voru gerðar til að rannsaka og verja sækúastofna. Hugh var þekktur sem ein af sækúnum sem spáði réttilega um Super Bowl sigurvegara í NFL, bandarísku ruðningsdeildinni. Hann giskaði réttilega á að Kansas City Chiefs myndu vinna titilinn í ár. Þá sögðu starfsmenn sædýrasafnsins að Hugh hefði giskað sex sinnum á réttan sigurvegara. Hér fyrir neðan má sjá hann giska rétt á að New England Patriots myndu vinna Super Bowl fyrir sex árum:
Bandaríkin Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Erlent Ekkert annað húsnæði komi til greina Innlent Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið Innlent Evrópa þurfi að vígbúast Erlent Vatnslögn rofnaði við Hörpu Innlent Fella fjögurhundruð tré í von um að flugbraut fáist opnuð Innlent Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Innlent Athygli Bandaríkjanna beinist sífellt meira að Kína Innlent Ragna Árnadóttir hættir á þingi Innlent Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Erlent Fleiri fréttir Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Sjá meira