Svens kærir ákvörðun um ólögmætar auglýsingar Árni Sæberg skrifar 31. júlí 2023 09:38 Bannið lýtur bæði að auglýsingum á samfélagsmiðlum og á verslununum sjálfum. Stöð 2/Egill Forsvarsmenn nikótínpúðaverslunarkeðjunnar Svens hafa ákveðið að kæra ákvörðun Neytendastofu, þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að auglýsingar Svens og merkingar á verslunum séu í andstöðu við ákvæði laga um nikótínvörur, til áfrýjunarnefndar neytendamála. Greint var frá því á dögunum að Neytendastofa hefði úrskurðað auglýsingar nikótínpúðaverslunarinnar Svens ólögmætar og veitt fyrirtækinu fjögurra vikna frest til að fjarlægja þær. Um er að ræða tvær auglýsingar sem hafa verið birtar á samfélagsmiðlum. Annars vegar er það auglýsing þar sem fígúran Sven dansar með nikótínpúða undir vörinni og heldur á púðadós í annarri hendinni. Yfirskriftin er „með 10.000 kodda í vasanum.“ Hins vegar er það auglýsing með yfirskriftinni „Meira en 150 tegundir og 11 búðir“ þar sem verið sé að vísa til vöruúrvals verslunarinnar á nikótínpúðum. Þá voru auglýsingamerki framan á verslunum, sem sýna stórar dósir, úrskurðaðar ólögmætar. En í örsmáu letri á þeim skiltum segir að dósirnar séu nikótínlausar. Far jafnvel fyrir dómstóla Í fréttatilkynningu frá Svens segir að ákveðið hafi verið að kæra ákvörðunina til áfrýjunarnefndar neytendamála. „Svens ehf. leggur ríka áherslu á að starfsemi félagsins sé í samræmi við lög. Svens ehf. telur að umræddar auglýsingar og merkingar verslana félagsins brjóti ekki gegn ákvæðum laganna um nikótínvörur. Að mati Svens er nauðsynlegt að fá efnislega niðurstöðu í málið hjá áfrýjunarnefndinni og eftir atvikum dómstóla í framhaldinu,“ segir í tilkynningu. Í samtali við Vísi segir Kristján Ra. Kristjánsson, einn eigenda Svens, að aðstandendur félagsins vilji að efnisleg niðurstaða fáist í málið þar sem greinilegt sé að munur er á lagatúlkun þeirra og yfirvalda. Því muni þeir alls ekki hika við að fara með málið fyrir dómstóla. Þá segir hann að umræddar auglýsingar hafi verið teknar úr birtingu fyrir löngu síðan en að það séu atriði í ákvörðun Neytendastofu sem Svens muni ekki breyta fyrr en lokaniðurstaða fæst. Nikótínpúðar Auglýsinga- og markaðsmál Neytendur Tengdar fréttir Auglýsingar Svens ólöglegar Neytendastofa hefur úrskurðað auglýsingar nikótínpúðaverslunarinnar Svens ólögmætar og veitt fyrirtækinu fjögurra vikna frest til að fjarlægja þær. 25. júlí 2023 15:32 Sven sem Jobs kom RÚV í klandur Ríkisútvarpið var talið hafa gerst brotlegt við nýbreytt fjölmiðlalög með því að birta auglýsingar verslunarkeðjunnar Svens, sem selur einungis nikótínpúða svokallaða. 1. júlí 2023 08:05 Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira
Greint var frá því á dögunum að Neytendastofa hefði úrskurðað auglýsingar nikótínpúðaverslunarinnar Svens ólögmætar og veitt fyrirtækinu fjögurra vikna frest til að fjarlægja þær. Um er að ræða tvær auglýsingar sem hafa verið birtar á samfélagsmiðlum. Annars vegar er það auglýsing þar sem fígúran Sven dansar með nikótínpúða undir vörinni og heldur á púðadós í annarri hendinni. Yfirskriftin er „með 10.000 kodda í vasanum.“ Hins vegar er það auglýsing með yfirskriftinni „Meira en 150 tegundir og 11 búðir“ þar sem verið sé að vísa til vöruúrvals verslunarinnar á nikótínpúðum. Þá voru auglýsingamerki framan á verslunum, sem sýna stórar dósir, úrskurðaðar ólögmætar. En í örsmáu letri á þeim skiltum segir að dósirnar séu nikótínlausar. Far jafnvel fyrir dómstóla Í fréttatilkynningu frá Svens segir að ákveðið hafi verið að kæra ákvörðunina til áfrýjunarnefndar neytendamála. „Svens ehf. leggur ríka áherslu á að starfsemi félagsins sé í samræmi við lög. Svens ehf. telur að umræddar auglýsingar og merkingar verslana félagsins brjóti ekki gegn ákvæðum laganna um nikótínvörur. Að mati Svens er nauðsynlegt að fá efnislega niðurstöðu í málið hjá áfrýjunarnefndinni og eftir atvikum dómstóla í framhaldinu,“ segir í tilkynningu. Í samtali við Vísi segir Kristján Ra. Kristjánsson, einn eigenda Svens, að aðstandendur félagsins vilji að efnisleg niðurstaða fáist í málið þar sem greinilegt sé að munur er á lagatúlkun þeirra og yfirvalda. Því muni þeir alls ekki hika við að fara með málið fyrir dómstóla. Þá segir hann að umræddar auglýsingar hafi verið teknar úr birtingu fyrir löngu síðan en að það séu atriði í ákvörðun Neytendastofu sem Svens muni ekki breyta fyrr en lokaniðurstaða fæst.
Nikótínpúðar Auglýsinga- og markaðsmál Neytendur Tengdar fréttir Auglýsingar Svens ólöglegar Neytendastofa hefur úrskurðað auglýsingar nikótínpúðaverslunarinnar Svens ólögmætar og veitt fyrirtækinu fjögurra vikna frest til að fjarlægja þær. 25. júlí 2023 15:32 Sven sem Jobs kom RÚV í klandur Ríkisútvarpið var talið hafa gerst brotlegt við nýbreytt fjölmiðlalög með því að birta auglýsingar verslunarkeðjunnar Svens, sem selur einungis nikótínpúða svokallaða. 1. júlí 2023 08:05 Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira
Auglýsingar Svens ólöglegar Neytendastofa hefur úrskurðað auglýsingar nikótínpúðaverslunarinnar Svens ólögmætar og veitt fyrirtækinu fjögurra vikna frest til að fjarlægja þær. 25. júlí 2023 15:32
Sven sem Jobs kom RÚV í klandur Ríkisútvarpið var talið hafa gerst brotlegt við nýbreytt fjölmiðlalög með því að birta auglýsingar verslunarkeðjunnar Svens, sem selur einungis nikótínpúða svokallaða. 1. júlí 2023 08:05