Nikótínpúðar

Fréttamynd

Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga

Neytendastofa hefur sektað þrjú fyrirtæki vegna auglýsinga fyrirtækjanna á nikótínvörum, rafrettum og áfyllingum fyrir rafrettur. Fyrirtækin eru Samkaup, Zolo og dætur og Skýjaborgir. Fyrstu tvö voru sektuð um 300 þúsund krónur en Skýjaborgir um 200 þúsund. Öllum fyrirtækjunum hefur verið bannað að auglýsa sig með þeim hætti sem fjallað er um í ákvörðununum.

Neytendur
Fréttamynd

Sex milljarðar í tekjur af nikó­tíni á næsta ári

Gert er ráð fyrir sex milljarða tekjum á næsta ári vegna gjaldtöku á nikótínvörur. Að auki má búast við því að hliðaráhrif vegna virðisaukaskatts gætu unið 1,5 milljörðum króna. Þetta kemur fram í mati á áhrifum frumvarps til laga um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld.

Neytendur
Fréttamynd

Til skoðunar að beita refsisköttum á nikótínpúða

Heilbrigðisráðherra segir að huga þurfi að skattlagningu á nikótínvörur til þess að sporna við notkun barna og ungmenna á nikótínpúðum og rafrettum. Hann segir framlegð af sölu nikótínvara óeðlilega en hún nær ekki tíu prósentum.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert gert til að gera nikó­tín­púða jafn ó­­­að­laðandi og sígarettur

Eyrún Magnúsdóttir, foreldri og blaðamaður, segir mikilvægt að stjórnvöld sofi ekki á verðinum hvað varðar nikótínpúða. Fyrir um 30 árum hafi 33 prósent fólks reykt, en nú aðeins um þrjú prósent. Í dag noti um 33 prósent fólks nikótínpúða. Stjórnvöld ættu að stefna að því að taka sér ekki 30 ár í að ná þessari prósentutölu niður. Eyrún fjallar um þetta í aðsendri grein á Vísí í dag.

Innlent
Fréttamynd

Varar við óafturkræfum skaða við notkun nikótínpúða

Stefán Pálmason tannlæknir og sérfræðingur í lyflækningum munns varar notendur nikótínpúða sem hefur fjölgað gríðarlega á Íslandi undanfarin ár við óafturkræfum skaða fyrir tannholdið. Nikótínpúðar valdi því að tannholdið hörfi ásamt því að hafa álíka slæm áhrif á hjarta- og æðakerfið og reykingar.

Innlent
Fréttamynd

Stað­festu öll brot Svens á auglýsingabanni

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest ákvörðun Neytendastofu að Svens braut gegn auglýsingabanni gegn nikótínvörum með auglýsingum á samfélagsmiðlum og með merkingum á verslunum og bílum félagsins.

Neytendur
Fréttamynd

Seldu barni nikó­tín­púða en sleppa með skrekkinn

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi úrskurð Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um að leggja 200 þúsund króna stjórnvaldssekt á Svens. Starfsmaður Svens var ekki talinn bera ábyrgð á því að 16 ára piltur nýtti sér fölsuð skilríki til þess að kaupa nikótínpúða.

Innlent
Fréttamynd

Letrið of smátt og lýsingar­orðin of já­kvætt hlaðin

Mat Neytendastofu er að GS Verslanir ehf, rekstraraðila GS Búlluna, hafi brotið gegn auglýsingarbanni með því að birta myndir og myndbönd af nikótínvörum, rafrettum og áfyllingum fyrir þær á samfélagsmiðlum. Hefur félaginu verið bannað að birta auglýsingarnar. 

Neytendur
Fréttamynd

Snus notkun leikmanna til rannsóknar

Leikmannasamtökin í Bretlandi hefur hrundið af stað sameiginlegri rannsókn á nikótínpúðanotkun knattspyrnumanna með háskólanum í Loughborough. Hagsmunafulltrúi innan samtakanna segist taka eftir aukinni notkun á púðunum. 

Enski boltinn
Fréttamynd

„Ég fann fimm­tán stykki á ör­fáum mínútum“

Sífellt fleiri tilkynningar berast eitrunarmiðstöð Landspítala vegna barna sem innbyrða nikótínpúða að sögn sérfræðings. Stefanía Ösp Guðmundsdóttir móðir nítján mánaða drengs sem rétt náði að koma í veg fyrir að hann borðaði púða á leikvelli í vikunni segir þá algjöra plágu.

Innlent
Fréttamynd

Mikil­vægt að tæma dolluna

Samskiptastjóri Sorpu segir það mikilvægt að tæma nikótínpúðadollur áður en þær eru settar í endurvinnslu. Púðarnir eru ekki endurvinnanlegir þrátt fyrir að dollan eigi að fara í plastruslið. 

Innlent