Gríðarleg eftirspurn eftir kókaíni Lovísa Arnardóttir skrifar 2. ágúst 2023 12:00 Ævar Pálmi Pálmason leysir Grím Grímsson af sem yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðin í sumar. Vísir Innflutningur á kókaíni hefur aukist og neysla þar með. Sex sitja í gæsluvarðhaldi vegna þriggja ólíkra mála. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir rannsókn í fullum gangi. Sex sitja nú varðhaldi vegna þriggja ólíkra mála þar sem kókaín var sent til landsins í póstsendingum. Flest sem voru handtekin voru af erlendu bergi brotin, en búsett hér. Bæði er um að ræða karla og konur og voru einhverjir Íslendingar í hópnum. „Þetta er sent erlendis frá, falið í einhverjum hlutum og dulbúið eða látið líta út fyrir að vera saklaus sending, sem að tollgæsla eða lögregla kemst á snoðir um,“ segir Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn, en kókaínið kom frá Evrópu og er enn verið að rannsaka styrkleika þess. Einnig er til rannsóknar innflutningur á 160 kílóum af hassi en endastöð þess er talin hafa verið Grænland. Afbrotafræðingur sagði í kvöldfréttum í gær skolprannsóknir benda til mikillar neyslu kókaíns hér á landi. Ævar Pálmi tekur undir þetta og segir lögreglu merkja aukningu á innflutningi. Fjöldi hefur einnig verið handtekinn á Suðurnesjum vegna innflutnings síðustu vikur. Spurður hvort að innflytjendur fíkniefna séu að breyta aðferðum sínum segir Ævar Pálmi notkun burðardýra ekki nýja aðferð, en að þeim hafi fjölgað. „Þetta er ekki breyting á aðferð. Þetta er aðferð sem hefur alltaf verið notuð en hins vegar er þetta mikil aukning og hvort þetta sé þá ekki bara aukning á innflutningi, hreinlega. En breyting sem slík er þetta ekki, því þetta er þekkt aðferð sem er oft notuð áður,“ segir Ævar og að einnig berist til landsins stærri sendingar, eins og þær sem séu til rannsóknar núna sem komu með pósti. Alls var lagt hald á sjö kíló af kókaíni í handtökum síðustu viku. Ævar Pálmi segir það mikið magn í stóra samhenginu og að mögulega muni það hafa einhver áhrif á markaðinn. „Sjö kíló af kókaíni er alltaf mikið, en ef það er borið saman við önnur mál, eins og 100 kílóa málið í fyrra, þá virðist það kannski ekki mikið, en þetta er samt mikið. Það má alveg sjá það fyrir sér að þetta hafi einhver áhrif á markaðinn, en ég get ekkert fullyrt um það,“ segir Ævar Pálmi og að lögreglan merki breytingu á markaði eftir að lagt var hald á 100 kíló af kókaíni í fyrra sem ætluð voru til sölu hér á landi. Hann segir eftirspurn eftir kókaíni, og öðrum fíkniefnum, gríðarlega hér á landi. „Þegar öllu er á botninn hvolft þá virðist þetta nú alltaf koma niður að því að eftirspurnin eftir þessum efnum virðist vera gríðarleg hér á landi,“ segir hann og að það sem lagt hafi verið hald á síðustu vikur sé að mestu kókaín, þótt lögreglan verði einnig vör við MDMA. Amfetamín, eða lokahnykkur þess í framleiðslunni, virðist fara fram hér á landi og þess vegna er ekki eins mikið flutt inn af því. „Eftirspurnin eftir kókaíni, í samfélaginu, virðist vera mjög mikil,“ segir Ævar Pálmi en Rannsókn miðlægrar rannsóknardeildar á innflutningi kókaínsins er enn í fullum gangi. Gæsluvarðhald yfir sexmenningunum rennur út í þessari og næstu viku og hefur ekki verið tekin ákvörðun, að sögn Ævars, hvort óskað verði eftir framlengingu þess. Fíkniefnabrot Lögreglumál Dómsmál Tengdar fréttir Mælingar á íslensku skólpi sýni mikla neyslu sterkra fíkniefna Dósent í afbrotafræði segir neyslu fíkniefna vera farin að færast aftur í aukana hérlendis eftir heimsfaraldur. Lögregla hafi aldrei lagt hald á eins mikið af fíkniefnum og á síðasta ári og þá sýni mælingar á skólpi höfuðborgarbúa að neyslan sé mikil og sambærileg við fíkniefnaneyslu í erlendum stórborgum. 1. ágúst 2023 20:15 Sex í gæsluvarðhaldi í tengslum við kókaíninnflutning Á síðustu tveimur vikum hafa níu verið handteknir í tengslum við fjögur mál tengdum innflutningi á kókaíni. Sex sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna málanna. 1. ágúst 2023 14:39 160 kíló af hassi voru í skútunni Lagt var hald á tæplega 160 kíló af hassi í lögregluaðgerðum á Reykjanesi í skútumáli í lok júní. Þrír eru enn í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 1. ágúst 2023 14:40 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Sex sitja nú varðhaldi vegna þriggja ólíkra mála þar sem kókaín var sent til landsins í póstsendingum. Flest sem voru handtekin voru af erlendu bergi brotin, en búsett hér. Bæði er um að ræða karla og konur og voru einhverjir Íslendingar í hópnum. „Þetta er sent erlendis frá, falið í einhverjum hlutum og dulbúið eða látið líta út fyrir að vera saklaus sending, sem að tollgæsla eða lögregla kemst á snoðir um,“ segir Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn, en kókaínið kom frá Evrópu og er enn verið að rannsaka styrkleika þess. Einnig er til rannsóknar innflutningur á 160 kílóum af hassi en endastöð þess er talin hafa verið Grænland. Afbrotafræðingur sagði í kvöldfréttum í gær skolprannsóknir benda til mikillar neyslu kókaíns hér á landi. Ævar Pálmi tekur undir þetta og segir lögreglu merkja aukningu á innflutningi. Fjöldi hefur einnig verið handtekinn á Suðurnesjum vegna innflutnings síðustu vikur. Spurður hvort að innflytjendur fíkniefna séu að breyta aðferðum sínum segir Ævar Pálmi notkun burðardýra ekki nýja aðferð, en að þeim hafi fjölgað. „Þetta er ekki breyting á aðferð. Þetta er aðferð sem hefur alltaf verið notuð en hins vegar er þetta mikil aukning og hvort þetta sé þá ekki bara aukning á innflutningi, hreinlega. En breyting sem slík er þetta ekki, því þetta er þekkt aðferð sem er oft notuð áður,“ segir Ævar og að einnig berist til landsins stærri sendingar, eins og þær sem séu til rannsóknar núna sem komu með pósti. Alls var lagt hald á sjö kíló af kókaíni í handtökum síðustu viku. Ævar Pálmi segir það mikið magn í stóra samhenginu og að mögulega muni það hafa einhver áhrif á markaðinn. „Sjö kíló af kókaíni er alltaf mikið, en ef það er borið saman við önnur mál, eins og 100 kílóa málið í fyrra, þá virðist það kannski ekki mikið, en þetta er samt mikið. Það má alveg sjá það fyrir sér að þetta hafi einhver áhrif á markaðinn, en ég get ekkert fullyrt um það,“ segir Ævar Pálmi og að lögreglan merki breytingu á markaði eftir að lagt var hald á 100 kíló af kókaíni í fyrra sem ætluð voru til sölu hér á landi. Hann segir eftirspurn eftir kókaíni, og öðrum fíkniefnum, gríðarlega hér á landi. „Þegar öllu er á botninn hvolft þá virðist þetta nú alltaf koma niður að því að eftirspurnin eftir þessum efnum virðist vera gríðarleg hér á landi,“ segir hann og að það sem lagt hafi verið hald á síðustu vikur sé að mestu kókaín, þótt lögreglan verði einnig vör við MDMA. Amfetamín, eða lokahnykkur þess í framleiðslunni, virðist fara fram hér á landi og þess vegna er ekki eins mikið flutt inn af því. „Eftirspurnin eftir kókaíni, í samfélaginu, virðist vera mjög mikil,“ segir Ævar Pálmi en Rannsókn miðlægrar rannsóknardeildar á innflutningi kókaínsins er enn í fullum gangi. Gæsluvarðhald yfir sexmenningunum rennur út í þessari og næstu viku og hefur ekki verið tekin ákvörðun, að sögn Ævars, hvort óskað verði eftir framlengingu þess.
Fíkniefnabrot Lögreglumál Dómsmál Tengdar fréttir Mælingar á íslensku skólpi sýni mikla neyslu sterkra fíkniefna Dósent í afbrotafræði segir neyslu fíkniefna vera farin að færast aftur í aukana hérlendis eftir heimsfaraldur. Lögregla hafi aldrei lagt hald á eins mikið af fíkniefnum og á síðasta ári og þá sýni mælingar á skólpi höfuðborgarbúa að neyslan sé mikil og sambærileg við fíkniefnaneyslu í erlendum stórborgum. 1. ágúst 2023 20:15 Sex í gæsluvarðhaldi í tengslum við kókaíninnflutning Á síðustu tveimur vikum hafa níu verið handteknir í tengslum við fjögur mál tengdum innflutningi á kókaíni. Sex sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna málanna. 1. ágúst 2023 14:39 160 kíló af hassi voru í skútunni Lagt var hald á tæplega 160 kíló af hassi í lögregluaðgerðum á Reykjanesi í skútumáli í lok júní. Þrír eru enn í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 1. ágúst 2023 14:40 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Mælingar á íslensku skólpi sýni mikla neyslu sterkra fíkniefna Dósent í afbrotafræði segir neyslu fíkniefna vera farin að færast aftur í aukana hérlendis eftir heimsfaraldur. Lögregla hafi aldrei lagt hald á eins mikið af fíkniefnum og á síðasta ári og þá sýni mælingar á skólpi höfuðborgarbúa að neyslan sé mikil og sambærileg við fíkniefnaneyslu í erlendum stórborgum. 1. ágúst 2023 20:15
Sex í gæsluvarðhaldi í tengslum við kókaíninnflutning Á síðustu tveimur vikum hafa níu verið handteknir í tengslum við fjögur mál tengdum innflutningi á kókaíni. Sex sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna málanna. 1. ágúst 2023 14:39
160 kíló af hassi voru í skútunni Lagt var hald á tæplega 160 kíló af hassi í lögregluaðgerðum á Reykjanesi í skútumáli í lok júní. Þrír eru enn í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 1. ágúst 2023 14:40