Vilja selja Nökkva í eina af fimm bestu deildum heims Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. ágúst 2023 09:00 Nökkvi Þeyr Þórisson var markakóngur og besti leikmaður Bestu deildar karla á síðasta tímabili. vísir/hulda margrét Nökkvi Þeyr Þórisson segir að sú vegferð sem St. Louis City ætli fyrir hann hafi orðið til þess að hann gekk í raðir félagsins. Það ætlar að selja hann í eina af fimm bestu deildum Evrópu. Nökkvi skrifaði undir tveggja ára samning við St. Louis á dögunum með möguleika á eins árs framlengingu. Bandaríska félagið keypti hann frá Beerschot í belgísku B-deildinni. „Fyrir tímabilið var ég búinn að ákveða að ef við færum ekki upp myndi ég skoða mig um. Einhver lið sem höfðu áhuga poppuðu upp eins og gengur og gerist. St. Louis kom inn í myndina í sumar, ég fór á fund með þeim og þetta var of spennandi verkefni til að segja nei. Ég var ákveðinn á St. Louis strax eftir að ég átti fund með þeim og gaf þeim grænt ljós á að fara í viðræður við Beerschot,“ sagði Nökkvi í samtali við Vísi. En hvað var það sem heillaði Nökkva við St. Louis? „Markmiðin þeirra eru nákvæmlega í takti við markmiðin mín. Þeir vilja fá leikmann til að þróast og selja svo aftur til Evrópu í stærstu fimm deildirnar. Það heillaði mig mjög mikið að þeir vildu hjálpa mér að þroskast og þróast sem leikmaður og taka næstu skrefin á ferlinum. Þeir sögðu réttu hlutina og eftir fundinn var ég mjög ákveðinn að þetta væri fullkomið skref fyrir mig,“ sagði Nökkvi. Nökkvi kom með beinum hætti að ellefu mörkum með Beerschot á síðasta tímabili.getty/Isosport Hann lék eitt tímabil með Beerschot í belgísku B-deildinni og gerði vel þrátt fyrir að liðið hafi ekki komist upp í úrvalsdeildina. „Mér persónulega gekk mjög vel. Liðið fór í gegnum erfiða kafla en ég spilaði alla leiki og flestar mínútur af öllum. Ég skoraði allt í allt átta mörk og lagði upp þrjú. Persónulega var þetta gott tímabil þótt ég hafi viljað fara upp með liðinu. En það gekk ekki upp. Við áttum erfiðan kafla frá janúar og fram í mars sem varð til að við misstum af lestinni. Við vorum efstir í janúar en síðan tók við erfiður sjö leikja kafli,“ sagði Nökkvi. Nökkvi skoraði sautján mörk í Bestu deildinni í fyrra.vísir/hulda margrét Dalvíkingurinn segist vera að taka nokkuð stórt skref fram á við með því að fara í MLS-deildina í Bandaríkjunum þangað sem þekktir leikmenn hafa flykkst að undanförnu, meðal annars sjálfur Lionel Messi. „Það er margt að gerast í þessari deild. Styrkleikastigið er mjög gott og Messi rífur þetta upp á miklu hærra plan. Svo verður HM þarna 2026. Ég fór með opinn huga á fundinn með þeim en eftir fundinn var ég mjög spenntur fyrir þessu,“ sagði Nökkvi. Lionel Messi leikur með Inter Miami eins og fleiri stjörnur.getty/Megan Briggs St. Louis hefur gengið vel á sínu fyrsta tímabili í MLS og er í efsta sæti Vesturdeildarinnar með fjögurra stiga forskot. Markmið liðsins eru skýr. „Það er mikill meðbyr með liðinu og það er klárlega markmiðið að fara í alla leiki til að vinna. Þeir földu það ekkert að þeir vilja fara alla leið. Það var heillandi að fara í lið með háleit markmið og vill standa sig vel. Svo teiknuðu þeir upp mjög flott plan fyrir það sem þeir vilja gera fyrir mig þannig þetta small allt saman,“ sagði Nökkvi sem býst við því að vera kominn með leikheimild með St. Louis þegar keppni í MLS hefst á ný eftir sumarfrí. St. Louis fær Austin í heimsókn 21. ágúst. Bandaríski fótboltinn Belgíski boltinn Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Sjá meira
Nökkvi skrifaði undir tveggja ára samning við St. Louis á dögunum með möguleika á eins árs framlengingu. Bandaríska félagið keypti hann frá Beerschot í belgísku B-deildinni. „Fyrir tímabilið var ég búinn að ákveða að ef við færum ekki upp myndi ég skoða mig um. Einhver lið sem höfðu áhuga poppuðu upp eins og gengur og gerist. St. Louis kom inn í myndina í sumar, ég fór á fund með þeim og þetta var of spennandi verkefni til að segja nei. Ég var ákveðinn á St. Louis strax eftir að ég átti fund með þeim og gaf þeim grænt ljós á að fara í viðræður við Beerschot,“ sagði Nökkvi í samtali við Vísi. En hvað var það sem heillaði Nökkva við St. Louis? „Markmiðin þeirra eru nákvæmlega í takti við markmiðin mín. Þeir vilja fá leikmann til að þróast og selja svo aftur til Evrópu í stærstu fimm deildirnar. Það heillaði mig mjög mikið að þeir vildu hjálpa mér að þroskast og þróast sem leikmaður og taka næstu skrefin á ferlinum. Þeir sögðu réttu hlutina og eftir fundinn var ég mjög ákveðinn að þetta væri fullkomið skref fyrir mig,“ sagði Nökkvi. Nökkvi kom með beinum hætti að ellefu mörkum með Beerschot á síðasta tímabili.getty/Isosport Hann lék eitt tímabil með Beerschot í belgísku B-deildinni og gerði vel þrátt fyrir að liðið hafi ekki komist upp í úrvalsdeildina. „Mér persónulega gekk mjög vel. Liðið fór í gegnum erfiða kafla en ég spilaði alla leiki og flestar mínútur af öllum. Ég skoraði allt í allt átta mörk og lagði upp þrjú. Persónulega var þetta gott tímabil þótt ég hafi viljað fara upp með liðinu. En það gekk ekki upp. Við áttum erfiðan kafla frá janúar og fram í mars sem varð til að við misstum af lestinni. Við vorum efstir í janúar en síðan tók við erfiður sjö leikja kafli,“ sagði Nökkvi. Nökkvi skoraði sautján mörk í Bestu deildinni í fyrra.vísir/hulda margrét Dalvíkingurinn segist vera að taka nokkuð stórt skref fram á við með því að fara í MLS-deildina í Bandaríkjunum þangað sem þekktir leikmenn hafa flykkst að undanförnu, meðal annars sjálfur Lionel Messi. „Það er margt að gerast í þessari deild. Styrkleikastigið er mjög gott og Messi rífur þetta upp á miklu hærra plan. Svo verður HM þarna 2026. Ég fór með opinn huga á fundinn með þeim en eftir fundinn var ég mjög spenntur fyrir þessu,“ sagði Nökkvi. Lionel Messi leikur með Inter Miami eins og fleiri stjörnur.getty/Megan Briggs St. Louis hefur gengið vel á sínu fyrsta tímabili í MLS og er í efsta sæti Vesturdeildarinnar með fjögurra stiga forskot. Markmið liðsins eru skýr. „Það er mikill meðbyr með liðinu og það er klárlega markmiðið að fara í alla leiki til að vinna. Þeir földu það ekkert að þeir vilja fara alla leið. Það var heillandi að fara í lið með háleit markmið og vill standa sig vel. Svo teiknuðu þeir upp mjög flott plan fyrir það sem þeir vilja gera fyrir mig þannig þetta small allt saman,“ sagði Nökkvi sem býst við því að vera kominn með leikheimild með St. Louis þegar keppni í MLS hefst á ný eftir sumarfrí. St. Louis fær Austin í heimsókn 21. ágúst.
Bandaríski fótboltinn Belgíski boltinn Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð