Kópavogsbær hækkar leikskólagjöld um tugi þúsunda króna Kristinn Haukur Guðnason skrifar 2. ágúst 2023 22:00 Verðið hækkar gríðarlega á leikskólanum Læk og öðrum leikskólum Kópavogs um næstu mánaðamót. Arnar Halldórsson Ólga er meðal foreldra leikskólabarna í Kópavogi í ljósi gríðarlegra gjaldskrárhækkana um næstu mánaðamót. Gjaldskráin hækkar um tugi prósenta og leikskólarnir verða þeir dýrustu á höfuðborgarsvæðinu. Gjaldskrárbreytingin var samþykkt á fundi bæjarráðs þann 6. júlí og tekur gildi frá og með 1. september næstkomandi. Í breytingunni er dvalargjaldið fellt niður ef barn er í sex tíma eða skemur í leikskóla á dag en fyrir aðra hækkar gjaldskráin verulega. Samkvæmt heimildum Vísis er mikil ólga á meðal foreldra vegna þessara hækkana og bent er á á samfélagsmiðlum að afar fáir geti leyft sér þann munað að hafa börn sín aðeins sex tíma eða skemur á leikskóla. Hækkunin hlaupi á tugum prósenta hjá flestum. Dýrustu leikskólarnir á höfuðborgarsvæðinu Vísir gerði könnun á verði átta tíma leikskóladvalar með fullu fæði á höfuðborgarsvæðinu. Verðið í Kópavogi fer úr því að vera þriðja hæsta verðið í það dýrasta. Það fer úr 38.126 krónum í 49.474 krónur, hækkun upp á 11.348 krónur. Þjónustan kostar 45.646 krónur í Garðabæ, 38.259 krónur í Hafnarfirði, 36.351 í Seltjarnarnesi, 31.157 í Reykjavík og 28.784 í Mosfellsbæ. Hækkunin er enn þá meiri í lengri vistun. Níu klukkutíma dvalargjald með fullu fæði í Kópavogi hækkar úr 55.108 krónum í 77.474 krónur. Hækkun upp á 22.366 krónur. Hafa ber í huga að verðin hér að framan eru utan við alla systkinaafslætti, tekjutengda afslætti eða aðrar niðurgreiðslur sem sveitarfélög bjóða upp á í ýmsum tilfellum. Vilja hvetja fólk til að draga úr vistun Aðspurð um hækkanirnar vísar Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri í útskýringar bæjarins sem birtast á kopavogur.is. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs.Vísir/Vilhelm Þar segir meðal annars að eitt markmiðið með gjaldskrárhækkuninni sé að búa til hvata meðal foreldra og forsjáraðila til að draga úr dvalartíma barna sinna. Erfiðlega hafi gengið að manna leikskólana og veikindadögum fjölgað. Þegar ákvörðunin var tekin á fundi bæjarráðs var það bókað að bæjarráð teldi mikilvægt að koma til móts við útivinnandi foreldra undir tekjuviðmiðun sem eiga ekki kost á því að draga úr vistun barna sinna og eiga erfitt með að mæta gjaldskrárhækkuninni. Hins vegar verður ekki horft til úrræða fyrir þennan hóp fyrr en eftir þrjá mánuði við gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár. Fréttin hefur verið uppfærð. Kópavogur Leikskólar Skóla - og menntamál Fjármál heimilisins Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Gjaldskrárbreytingin var samþykkt á fundi bæjarráðs þann 6. júlí og tekur gildi frá og með 1. september næstkomandi. Í breytingunni er dvalargjaldið fellt niður ef barn er í sex tíma eða skemur í leikskóla á dag en fyrir aðra hækkar gjaldskráin verulega. Samkvæmt heimildum Vísis er mikil ólga á meðal foreldra vegna þessara hækkana og bent er á á samfélagsmiðlum að afar fáir geti leyft sér þann munað að hafa börn sín aðeins sex tíma eða skemur á leikskóla. Hækkunin hlaupi á tugum prósenta hjá flestum. Dýrustu leikskólarnir á höfuðborgarsvæðinu Vísir gerði könnun á verði átta tíma leikskóladvalar með fullu fæði á höfuðborgarsvæðinu. Verðið í Kópavogi fer úr því að vera þriðja hæsta verðið í það dýrasta. Það fer úr 38.126 krónum í 49.474 krónur, hækkun upp á 11.348 krónur. Þjónustan kostar 45.646 krónur í Garðabæ, 38.259 krónur í Hafnarfirði, 36.351 í Seltjarnarnesi, 31.157 í Reykjavík og 28.784 í Mosfellsbæ. Hækkunin er enn þá meiri í lengri vistun. Níu klukkutíma dvalargjald með fullu fæði í Kópavogi hækkar úr 55.108 krónum í 77.474 krónur. Hækkun upp á 22.366 krónur. Hafa ber í huga að verðin hér að framan eru utan við alla systkinaafslætti, tekjutengda afslætti eða aðrar niðurgreiðslur sem sveitarfélög bjóða upp á í ýmsum tilfellum. Vilja hvetja fólk til að draga úr vistun Aðspurð um hækkanirnar vísar Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri í útskýringar bæjarins sem birtast á kopavogur.is. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs.Vísir/Vilhelm Þar segir meðal annars að eitt markmiðið með gjaldskrárhækkuninni sé að búa til hvata meðal foreldra og forsjáraðila til að draga úr dvalartíma barna sinna. Erfiðlega hafi gengið að manna leikskólana og veikindadögum fjölgað. Þegar ákvörðunin var tekin á fundi bæjarráðs var það bókað að bæjarráð teldi mikilvægt að koma til móts við útivinnandi foreldra undir tekjuviðmiðun sem eiga ekki kost á því að draga úr vistun barna sinna og eiga erfitt með að mæta gjaldskrárhækkuninni. Hins vegar verður ekki horft til úrræða fyrir þennan hóp fyrr en eftir þrjá mánuði við gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kópavogur Leikskólar Skóla - og menntamál Fjármál heimilisins Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira