Tom Brady búinn að kaupa sig inn í Birmingham City Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. ágúst 2023 11:11 Tom Brady lagði skóna á hilluna eftir síðasta tímabil sem var það 23. hjá honum í NFL deildinni. Getty/Sebastian Widmann NFL goðsögnin Tom Brady er núna farinn að skipta sér að enskri knattspyrnu. Hann er nú minnihluta eigandi í enska b-deildarfélaginu Birmingham City. Brady er sá eini sem hefur unnið Super Bowl sjö sinnum en hann er af mörgum talinn vera besti NFL leikmaður allra tíma. Brady er nýbúinn að leggja skóna á hilluna og hefur síðan verið duglegur að kaupa sig inn í íþróttafélög. Hann hefur greinilega mikinn áhuga á því að fjárfesta þar. BREAKING: Seven-time Super Bowl winner Tom Brady enters a partnership to become a minority owner of Birmingham City pic.twitter.com/OHz2SEQJOu— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 3, 2023 Að þessu sinni er Brady í samstarfi með eigendum Birmingham í Knighthead Capital Management LLC fjárfestingafélaginu. Brady verður stjórnarformaður nýrrar ráðgjafanefndar félagsins. Hann mun vinna þar náið með stjórn félagsins. „Svona er staðan. Ég er formlega að koma inn í stjórnina hjá Birmingham City Football Club. Þið spyrjið ef til vill hvað ég viti um enska fótboltann. Við skulum bara segja að ég eigi margt eftir ólært. Ég veit aftur á móti sitt hvað um að það að vinna og ég held að það muni skila sér nokkuð vel,“ sagði Tom Brady í yfirlýsingu. „Ég veit að leiðin að árangri byrjar á því að leggja mikla vinnu á sig þegar heimurinn er ekki að horfa. Ég veit það líka að lið er ekkert án þess að hafa borgina sína að baki sér. Mikilvægast er að mér líkar það ágætlega að vera í litla liðinu. Vegurinn hefur verið langur fyrir Birmingham en stuðningsmennirnir hafa aldrei misst trúna. Sjáumst fljótlega á St Andrew vellinum. Núna er tími til að byrja vinnuna,“ sagði Brady. Brady er ekki fyrsti NFL-leikmaðurinn sem fjárfestir í ensku fótboltafélagi í sumar því áður hafði JJ Watt einnig orðið minnihlutaeigandi í enska úrvalsdeildarfélaginu Burnley í maí. Here we go! Proud to be part of the Blues family @BCFC pic.twitter.com/lSEbzzpcBk— Tom Brady (@TomBrady) August 3, 2023 Enski boltinn NFL Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Sjá meira
Brady er sá eini sem hefur unnið Super Bowl sjö sinnum en hann er af mörgum talinn vera besti NFL leikmaður allra tíma. Brady er nýbúinn að leggja skóna á hilluna og hefur síðan verið duglegur að kaupa sig inn í íþróttafélög. Hann hefur greinilega mikinn áhuga á því að fjárfesta þar. BREAKING: Seven-time Super Bowl winner Tom Brady enters a partnership to become a minority owner of Birmingham City pic.twitter.com/OHz2SEQJOu— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 3, 2023 Að þessu sinni er Brady í samstarfi með eigendum Birmingham í Knighthead Capital Management LLC fjárfestingafélaginu. Brady verður stjórnarformaður nýrrar ráðgjafanefndar félagsins. Hann mun vinna þar náið með stjórn félagsins. „Svona er staðan. Ég er formlega að koma inn í stjórnina hjá Birmingham City Football Club. Þið spyrjið ef til vill hvað ég viti um enska fótboltann. Við skulum bara segja að ég eigi margt eftir ólært. Ég veit aftur á móti sitt hvað um að það að vinna og ég held að það muni skila sér nokkuð vel,“ sagði Tom Brady í yfirlýsingu. „Ég veit að leiðin að árangri byrjar á því að leggja mikla vinnu á sig þegar heimurinn er ekki að horfa. Ég veit það líka að lið er ekkert án þess að hafa borgina sína að baki sér. Mikilvægast er að mér líkar það ágætlega að vera í litla liðinu. Vegurinn hefur verið langur fyrir Birmingham en stuðningsmennirnir hafa aldrei misst trúna. Sjáumst fljótlega á St Andrew vellinum. Núna er tími til að byrja vinnuna,“ sagði Brady. Brady er ekki fyrsti NFL-leikmaðurinn sem fjárfestir í ensku fótboltafélagi í sumar því áður hafði JJ Watt einnig orðið minnihlutaeigandi í enska úrvalsdeildarfélaginu Burnley í maí. Here we go! Proud to be part of the Blues family @BCFC pic.twitter.com/lSEbzzpcBk— Tom Brady (@TomBrady) August 3, 2023
Enski boltinn NFL Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Sjá meira