Butler fannst á miðvikudaginn. Lögreglan fékk símtal rétt fyrir níu um morguninn og við komuna var kallað á lækni. Hann úrskurðaði Butler látinn um þrjátíu mínútum síðar.
John Fry, forseti Drexel háskólans, staðfesti fréttirnar og sendu samúðarkveðjur til ættingja og vina Terrence.
„Í viðbót við það að vera íþróttamaður í skólanum þá tók hann þátt í fjölmörgu öðru hjá skólanum og var meðlimur í mörgum félögum í skólanum. Hann átti marga vini út um allt háskólasamfélagið,“ sagði John Fry í yfirlýsingu.
, .
— Drexel Men's Basketball (@DrexelMBB) August 3, 2023
, . https://t.co/Y7hIJGcuwo
Lýðheilsu stofnun Philadelphiu borgar staðfesti seinna að Butler hefði framið sjálfsmorð með byssu og að lögreglan væri búin að loka málinu.
Butler var frá Upper Marlboro í Maryland fylki og hafði spilað með Drexel liðinu undanfarin tvö ár.
Butler fékk viðurkenningu fyrir góðan námsárangur á síðasta vetri en glímdi við meiðsli bæði árin sem héldu mikið aftur af honum inn á körfuboltavellinum.
Tvær systur Butler spiluðu líka körfubolta í háskóla.
„Fjölskyldan er harmi lostin yfir því að missa Terrence. Hann var ljúf og vingjarnleg sál sem var svo gaman að vera í kringum. Hann var elskaður af svo mörgum og verður ákaft saknað. Við þökkum fyrir alla þá ást og stuðning sem við höfum fengið á þessum erfiða tíma,“ sagði í yfirlýsingu frá foreldrum hans Dönu og Terrence Butler eldri.
Drexel basketball player Terrence Butler found dead in campus apartment https://t.co/39fXH6SKyZ pic.twitter.com/LlBmsT5UdU
— New York Post (@nypost) August 4, 2023