Norrænir fjölmiðlar segja að víða hafi þurft að aflýsa ferjusiglingum og fresta flugferðum. Þá hafi einhverjir slasast eftir að tré hafa rifnað upp með rótum og greinar brotnað af trjám. Þá glíma þúsundir við rafmagnsleysi vegna óveðursins, bæði á Norðurlöndum og öðrum löndum við Eystrasalt.
Yfirvöld í norsku höfuðborginni Osló hvatt fólk til að vinna að heiman og þá er fólk hvatt til að forðast óþarfa bílferðir.

„Staðan er mjög alvarleg og getur haft alvarlegar afleiðingar og valdið mikilli eyðuileggingu. Það verða mikil flóð og mikil eyðilegging á byggingum og innviðum vegna jarðvegseyðingar og flóða,“ segir á vef norskra yfirvalda að því er fram kemur hjá AP.
Loka hefur þurft vegum víða í Noregi og Svíþjóð vegna aurskriða og þá hefur danska veðurstofan varað við mikilli ölduhæð, en þar hefur einstaka sumarhús við ströndina skolað á haf út.