Tíminn á flugvöllum orðinn jafn langur og ferðalagið Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. ágúst 2023 17:59 Eva Rún og Ásta systir hennar brosa í gegnum tárin eftir vægast sagt hvimleitt ferðalag heim sem er enn ekki lokið. aðsend Flugi Evu Rúnar Guðmundsdóttir frá Amsterdam til Íslands, sem átti að vera komin til Íslands með flugi Icelandair á sunnudag, hefur verið aflýst. Hún vissi ekki hvort hún ætti að hlæja eða gráta þegar ástæða aflýsingarinnar var gefin upp. Greint var frá máli þriggja íslenskra kvenna, systra og móður þeirra, fyrr í dag. Kom þá fram að þær hafi átt að koma heim frá Osló á sunnudagskvöld en höfðu síðan beðið í fjórtán klukkustundir á flugvelli. Tíu farþegar, Eva Rún þar á meðal, voru settir í flug frá Osló til Amsterdam með SAS í dag. Þaðan áttu þeir að fljúga til Keflavíkur síðdegis en því flugi var aflýst á fimmta tímanum. „Nú er ég bara að bíða eftir rútu til að komast á hótel í þriðja sinn,“ segir Eva. „Ég var úti í Noregi í þrjár nætur. Ég er búin að vera í þessu ævintýri í jafn langan tíma.“ Eva fékk tilkynningu um að fluginu hafi verið aflýst síðdegis. „Mér var gefin sú ástæða að það hefði fugl flogið inn í annan hreyfilinn á leiðinni hingað. Svo heyrði ég annars staðar að þetta væri vélarbilun. Ég vissi ekki hvort ég ætti að hlægja eða brjálast þegar ég heyrði þetta með fuglinn.“ Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Icelandair staðfestir við fréttastofu að fugl hafi flogið á hreyfilinn við lendingu í Amsterdam og því hafi fluginu verið aflýst. Hann biður farþega afsökunar vegna upplýsingagjafar. „Þetta er mjög óheppilegt og auðvitað erfiðar aðstæður fyrir farþega,“ segir Guðni. Meiriháttar tap Eva Rún viðurkennir að heilsan hafi verið betri. „Ég var búin að gera plön, ég á þrjú börn og maðurinn minn þarf að komast í vinnuna. Ég hef eiginlega ekki fengið neinn svefn, þetta var svo stuttur tími á hinum hótelunum. Ég er fullkomlega á síðustu dropunum.“ Evu var úthlutað annað flug í eftirmiðdaginn á morgun frá Amsterdam. Fulltrúi Icelandair hafði samband við Evu hálftíma áður en fluginu var aflýst. „Hún sagði að við ættum rétt á einhverjum bótum, ég veit ekki hvort það séu þessar 400 evrur sem fólk talar um. En ég sagði líka að þetta er meiriháttar tap, vinnutap, andlegt og líkamlegt tap.“ Guðni upplýsingafulltrúi flugfélagsins segir að ástæðan fyrir því hve illa hafi gengið að koma farþegunum frá Osló til Íslands, sé röð óheppilegra atvika. Þá harmar hann að farþegar upplifi að upplýsingagjöf hafi verið bágborin. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair.Mynd/Isavia „Við ætlum að skoða það og biðjumst afsökunar ef farþegar hafa ekki fengið nægar og góðar upplýsingar,“ segir Guðni. Ferðalög Fréttir af flugi Icelandair Íslendingar erlendis Mest lesið Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Fleiri fréttir Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Sjá meira
Greint var frá máli þriggja íslenskra kvenna, systra og móður þeirra, fyrr í dag. Kom þá fram að þær hafi átt að koma heim frá Osló á sunnudagskvöld en höfðu síðan beðið í fjórtán klukkustundir á flugvelli. Tíu farþegar, Eva Rún þar á meðal, voru settir í flug frá Osló til Amsterdam með SAS í dag. Þaðan áttu þeir að fljúga til Keflavíkur síðdegis en því flugi var aflýst á fimmta tímanum. „Nú er ég bara að bíða eftir rútu til að komast á hótel í þriðja sinn,“ segir Eva. „Ég var úti í Noregi í þrjár nætur. Ég er búin að vera í þessu ævintýri í jafn langan tíma.“ Eva fékk tilkynningu um að fluginu hafi verið aflýst síðdegis. „Mér var gefin sú ástæða að það hefði fugl flogið inn í annan hreyfilinn á leiðinni hingað. Svo heyrði ég annars staðar að þetta væri vélarbilun. Ég vissi ekki hvort ég ætti að hlægja eða brjálast þegar ég heyrði þetta með fuglinn.“ Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Icelandair staðfestir við fréttastofu að fugl hafi flogið á hreyfilinn við lendingu í Amsterdam og því hafi fluginu verið aflýst. Hann biður farþega afsökunar vegna upplýsingagjafar. „Þetta er mjög óheppilegt og auðvitað erfiðar aðstæður fyrir farþega,“ segir Guðni. Meiriháttar tap Eva Rún viðurkennir að heilsan hafi verið betri. „Ég var búin að gera plön, ég á þrjú börn og maðurinn minn þarf að komast í vinnuna. Ég hef eiginlega ekki fengið neinn svefn, þetta var svo stuttur tími á hinum hótelunum. Ég er fullkomlega á síðustu dropunum.“ Evu var úthlutað annað flug í eftirmiðdaginn á morgun frá Amsterdam. Fulltrúi Icelandair hafði samband við Evu hálftíma áður en fluginu var aflýst. „Hún sagði að við ættum rétt á einhverjum bótum, ég veit ekki hvort það séu þessar 400 evrur sem fólk talar um. En ég sagði líka að þetta er meiriháttar tap, vinnutap, andlegt og líkamlegt tap.“ Guðni upplýsingafulltrúi flugfélagsins segir að ástæðan fyrir því hve illa hafi gengið að koma farþegunum frá Osló til Íslands, sé röð óheppilegra atvika. Þá harmar hann að farþegar upplifi að upplýsingagjöf hafi verið bágborin. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair.Mynd/Isavia „Við ætlum að skoða það og biðjumst afsökunar ef farþegar hafa ekki fengið nægar og góðar upplýsingar,“ segir Guðni.
Ferðalög Fréttir af flugi Icelandair Íslendingar erlendis Mest lesið Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Fleiri fréttir Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Sjá meira