Eðlilegt að skoða hvalrekaskatt til að koma til móts við heimilin í landinu Helena Rós Sturludóttir skrifar 9. ágúst 2023 12:07 Ágúst Bjarni Garðarson, þingmaður Framsóknarflokksins og starfandi formaður efnahags- og viðskiptanefndar, telur eðlilegt að hvalrekaskattur á bankana verði skoðaður. Starfandi formaður efnahags- og viðskiptanefndar tekur undir með viðskiptaráðherra og segir eðlilegt að skoða að setja svokallaðan hvalrekaskatt á bankana til að bregðast við stöðu heimilanna í landinu. Bankarnir séu að hagnast gríðarlega vegna vaxtahækkana. Lilja Dögg Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra sagði í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær að til greina kæmi að leggja svokallaðan hvalrekaskatt á bankana vegna ofurhagnaðar sem rekja mætti til hærri vaxta. Ekkert lægi þó fyrir um slíkt innan ríkisstjórnarinnar en brýnt væri að ná verðbólgunni niður. Ágúst Bjarni Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins og starfandi formaður efnahags- og viðskiptanefndar, er sammála ráðherra og telur mikilvægt að sú leið verði skoðuð. „Sjálfur hef ég auðvitað sem þingmaður bent á þessa leið líka til þess að bregðast við og koma til móts við heimilin í erfiðri stöðu,“ segir Ágúst Bjarni. Hugmyndin hafi ekki komið á borð efnahags- og viðskiptanefndar og of snemmt sé að segja til um hvort hún skili sér þangað. „Bankarnir eru að hagnast gríðarlega og sá hagnaður er að miklu leyti kominn vegna þeirra vaxtahækkana sem hafa verið og mér finnst það og ég tala persónulega mér finnst eðlilegt að þessi leið sé skoðuð,“ segir Ágúst Bjarni. Ítalía hafi meðal annars ákveðið að fara þessa leið líkt og greint var frá í gær. „Þar er lagður 40 prósent skattur á þennan hagnað bankanna en hvort að það sé endilega einhver tala sem við myndum skoða en ég myndi klárlega styðja það að bankarnir og það yrði farið sambærilega leið til að koma til móts við heimilin,“ segir hann. Ágúst Bjarni segir fleiri flokka hafa viðrað hugmyndir um hvalrekaskatt en hann geti þó ekki talað fyrir hönd annarra. „Við verðum að sjá hvort þessi tiltekna leið fái einhverja umræðu í ríkisstjórn og þá í kjölfarið í nefndum þingsins.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Alþingi Efnahagsmál Íslenskir bankar Fjármál heimilisins Kjaramál Skattar og tollar Tengdar fréttir Hvalrekaskattur til skoðunar vegna gróða orkufyrirtækja Breskir borgarar mega búast við 82 prósenta hækkun á orkukostnaði í október en samkvæmt nýrri könnun eru sex milljónir breskra heimila í vanda stödd og skulda að meðaltali 206 pund til orkufyrirtækja. 10. ágúst 2022 16:33 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira
Lilja Dögg Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra sagði í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær að til greina kæmi að leggja svokallaðan hvalrekaskatt á bankana vegna ofurhagnaðar sem rekja mætti til hærri vaxta. Ekkert lægi þó fyrir um slíkt innan ríkisstjórnarinnar en brýnt væri að ná verðbólgunni niður. Ágúst Bjarni Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins og starfandi formaður efnahags- og viðskiptanefndar, er sammála ráðherra og telur mikilvægt að sú leið verði skoðuð. „Sjálfur hef ég auðvitað sem þingmaður bent á þessa leið líka til þess að bregðast við og koma til móts við heimilin í erfiðri stöðu,“ segir Ágúst Bjarni. Hugmyndin hafi ekki komið á borð efnahags- og viðskiptanefndar og of snemmt sé að segja til um hvort hún skili sér þangað. „Bankarnir eru að hagnast gríðarlega og sá hagnaður er að miklu leyti kominn vegna þeirra vaxtahækkana sem hafa verið og mér finnst það og ég tala persónulega mér finnst eðlilegt að þessi leið sé skoðuð,“ segir Ágúst Bjarni. Ítalía hafi meðal annars ákveðið að fara þessa leið líkt og greint var frá í gær. „Þar er lagður 40 prósent skattur á þennan hagnað bankanna en hvort að það sé endilega einhver tala sem við myndum skoða en ég myndi klárlega styðja það að bankarnir og það yrði farið sambærilega leið til að koma til móts við heimilin,“ segir hann. Ágúst Bjarni segir fleiri flokka hafa viðrað hugmyndir um hvalrekaskatt en hann geti þó ekki talað fyrir hönd annarra. „Við verðum að sjá hvort þessi tiltekna leið fái einhverja umræðu í ríkisstjórn og þá í kjölfarið í nefndum þingsins.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Alþingi Efnahagsmál Íslenskir bankar Fjármál heimilisins Kjaramál Skattar og tollar Tengdar fréttir Hvalrekaskattur til skoðunar vegna gróða orkufyrirtækja Breskir borgarar mega búast við 82 prósenta hækkun á orkukostnaði í október en samkvæmt nýrri könnun eru sex milljónir breskra heimila í vanda stödd og skulda að meðaltali 206 pund til orkufyrirtækja. 10. ágúst 2022 16:33 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira
Hvalrekaskattur til skoðunar vegna gróða orkufyrirtækja Breskir borgarar mega búast við 82 prósenta hækkun á orkukostnaði í október en samkvæmt nýrri könnun eru sex milljónir breskra heimila í vanda stödd og skulda að meðaltali 206 pund til orkufyrirtækja. 10. ágúst 2022 16:33