Þyngri sekt eftir ummæli Davíðs um dómara Sindri Sverrisson skrifar 9. ágúst 2023 14:31 Davíð Smári Lamude og Daníel Badu aðstoðarmaður hans þjálfa Vestra. vestri.is Vestramenn hafa verið sektaðir af KSÍ í þriðja sinn á þessu ári, og í annað sinn vegna ummæla sem tengjast dómgæslu, eftir að aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir ummæli þjálfarans Davíðs Smára Lamude. Nefndin sektaði knattspyrnudeild Vestra um 100.000 krónur vegna ummæla Davíðs í viðtali við Fótbolta.net eftir, 1-1 jafntefli við ÍA í mikilvægum leik í Lengjudeildinni í júlí. Á meðal þeirra ummæla sem úrskurðurinn byggði á var þegar Davíð gaf í skyn að dómarar leiksins hefðu verið í liði með ÍA, þegar hann sagði: „Það eru náttúrulega fleiri í gula liðinu í dag, svo einfalt er það.“ Sektin er þyngri en ella vegna þess að knattspyrnudeild Vestra hafði fyrr á leiktíðinni einnig verið sektuð vegna ummæla um dómara. Það var í maí þegar Vestramenn þurftu að greiða 75.000 krónur vegna ummæla formanns meistaraflokks karla hjá félaginu, Samúels Samúelssonar, sem birti mynd af dómara úr leik Þórs og Vestra og skrifaði á Twitter: „Gott að eiga góða að“. Þau ummæli, líkt og ummæli Davíðs, þóttu skaða ímynd knattspyrnunnar. Til viðbótar við þessar 175.000 krónur sem Vestramenn hafa þurft að greiða bætist svo 60.000 króna sekt sem félagið fékk í febrúar fyrir að tefla fram ólöglegum leikmanni í leik við ÍA í Lengjubikarnum. „Fleiri í gula liðinu í dag“ Hér að neðan má sjá í heild sinni þau ummæli Davíðs Smára sem framkvæmdastjóri KSÍ vísaði til aga- og úrskurðarnefndar: „Ég held að allir sem horfðu á þennan leik sjá það að viðbrögð mín eru náttúrulega alls ekki góð. Það eru náttúrulega fleiri í gula liðinu í dag, svo einfalt er það. Ég er bara gríðarlega vonsvikinn það er bara eitt lið á vellinum eitt lið sem spilaði fótbolta í dag eitt lið sem sparkaði boltanum upp í vindinn og vonaði það besta og mér fannst við vera með alla stjórn á þessum leik frá fyrstu mínútu til 90 mínútu. Þetta er bara pjúra brot, það sjá það allir að þetta er brot þú sérð það á spjöldunum sem voru hérna í dag að hann dæmdi bara í eina átt hvað sem veldur ég veit það ekki. Eina ógnin sem Skagamenn gáfu okkur þeir var að reyna fiska okkur út af með rautt spjald það var eina sem þeir gerðu hér í dag. Við gátum alveg klárað þennan leik hérna miklu fyrr og þurftum ekki að leyfa þessu að fara í þessa vitleysu sem þetta fór í að setja þetta í hendurnar í dómaranum, dómara leiksins það var það sem kostaði okkur í dag. Hefðum getað klárað þennan leik miklu miklu fyrr.“ Lengjudeild karla Vestri Mest lesið Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Nefndin sektaði knattspyrnudeild Vestra um 100.000 krónur vegna ummæla Davíðs í viðtali við Fótbolta.net eftir, 1-1 jafntefli við ÍA í mikilvægum leik í Lengjudeildinni í júlí. Á meðal þeirra ummæla sem úrskurðurinn byggði á var þegar Davíð gaf í skyn að dómarar leiksins hefðu verið í liði með ÍA, þegar hann sagði: „Það eru náttúrulega fleiri í gula liðinu í dag, svo einfalt er það.“ Sektin er þyngri en ella vegna þess að knattspyrnudeild Vestra hafði fyrr á leiktíðinni einnig verið sektuð vegna ummæla um dómara. Það var í maí þegar Vestramenn þurftu að greiða 75.000 krónur vegna ummæla formanns meistaraflokks karla hjá félaginu, Samúels Samúelssonar, sem birti mynd af dómara úr leik Þórs og Vestra og skrifaði á Twitter: „Gott að eiga góða að“. Þau ummæli, líkt og ummæli Davíðs, þóttu skaða ímynd knattspyrnunnar. Til viðbótar við þessar 175.000 krónur sem Vestramenn hafa þurft að greiða bætist svo 60.000 króna sekt sem félagið fékk í febrúar fyrir að tefla fram ólöglegum leikmanni í leik við ÍA í Lengjubikarnum. „Fleiri í gula liðinu í dag“ Hér að neðan má sjá í heild sinni þau ummæli Davíðs Smára sem framkvæmdastjóri KSÍ vísaði til aga- og úrskurðarnefndar: „Ég held að allir sem horfðu á þennan leik sjá það að viðbrögð mín eru náttúrulega alls ekki góð. Það eru náttúrulega fleiri í gula liðinu í dag, svo einfalt er það. Ég er bara gríðarlega vonsvikinn það er bara eitt lið á vellinum eitt lið sem spilaði fótbolta í dag eitt lið sem sparkaði boltanum upp í vindinn og vonaði það besta og mér fannst við vera með alla stjórn á þessum leik frá fyrstu mínútu til 90 mínútu. Þetta er bara pjúra brot, það sjá það allir að þetta er brot þú sérð það á spjöldunum sem voru hérna í dag að hann dæmdi bara í eina átt hvað sem veldur ég veit það ekki. Eina ógnin sem Skagamenn gáfu okkur þeir var að reyna fiska okkur út af með rautt spjald það var eina sem þeir gerðu hér í dag. Við gátum alveg klárað þennan leik hérna miklu fyrr og þurftum ekki að leyfa þessu að fara í þessa vitleysu sem þetta fór í að setja þetta í hendurnar í dómaranum, dómara leiksins það var það sem kostaði okkur í dag. Hefðum getað klárað þennan leik miklu miklu fyrr.“
Lengjudeild karla Vestri Mest lesið Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira