„Þetta eru tvö lið sem bera virðingu hvort fyrir öðru“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 9. ágúst 2023 22:00 Kristján á hliðarlínunni fyrr í sumar Vísir/Hulda Margrét Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var nokkuð sáttur með frammistöðu sinna kvenna í 1-1 jafntefli þeirra gegn Val. En hann gaf dómara leiksins einnig mikið hrós fyrir sína frammistöðu „Mér fannst hann bara ferlega vel dæmdur, gríðarlega góð dómgæsla. Leikurinn var þannig að þetta eru tvö lið sem bera virðingu fyrir hvort öðru, okkur tókst bara að spila nokkuð góðan leik, halda þeim frá markinu okkar mest allan tímann og sköpuðum nokkur hálffæri í hröðum sóknum. Svona heilt yfir held ég að þetta sé alveg fínn leikur.“ Stjörnuliðið lá langt til baka á vellinum og vörðust á mörgum leikmönnum, það bar fínan árangur, Valskonum tókst illa að skapa sér færi og gáfu oft frá sér boltann en Stjörnunni tókst illa að nýta sér mistök þeirra. „Það tókst ekki, við náðum ekki að skora úr þeim færum, en við áttum svona hálffæri eins og ég segi. Komumst aðeins af stað og svona en ekki í nógu góðar stöður, en heilt yfir er þetta bara allt í lagi, ég held að við séum með fleiri hálffæri en andstæðingurinn.“ Valur er í öðru sæti deildarinnar og Stjarnan mætir næst Breiðablik, sem situr í efsta sætinu. Kristján segir að það megi gera ráð fyrir jöfnum og spennandi leik þar líkt og í dag. „Við þurfum bara að undirbúa okkur gríðarlega vel fyrir þann leik, það er erfitt prógramm hjá okkur núna að vera að spila við toppliðin. Það verður hörkuleikur bara alveg eins og í dag, spilum við Val sem er búið að vera á toppnum og Breiðablik sem er núna á toppnum.“ Leikplan Stjörnunnar virkaði vel, flestar marktilraunir Vals voru langskot. Mun þjálfarinn leggja upp með svipað plan í næsta leik? „Það verður svipað en ekki eins, nei ég veit það ekki. Við eigum eftir að fara yfir hvernig við gerum það, við höfum spilað svona á móti Val undanfarið en ekki á móti öðrum liðum. En kannski var þetta hugmynd hjá þér, við kannski gerum það á móti Breiðablik“ sagði Kristján að lokum. Fótbolti Besta deild kvenna Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - Stjarnan 1-1 | Allt í járnum á Origo vellinum og toppi deildarinnar Valur og Stjarnan áttust við á Hlíðarenda í kvöld en Stjörnukonur eru annað af aðeins tveimur liðum sem náð hafa að vinna Íslandsmeistara Vals í Bestu deildinni í fótbolta í sumar. Þeim tókst ekki að endurtaka leikinn í kvöld. 9. ágúst 2023 21:40 Mest lesið Leik lokið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Íslenski boltinn „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Handbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Í beinni: Stjarnan - FH | Grannaslagur í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Sjá meira
„Mér fannst hann bara ferlega vel dæmdur, gríðarlega góð dómgæsla. Leikurinn var þannig að þetta eru tvö lið sem bera virðingu fyrir hvort öðru, okkur tókst bara að spila nokkuð góðan leik, halda þeim frá markinu okkar mest allan tímann og sköpuðum nokkur hálffæri í hröðum sóknum. Svona heilt yfir held ég að þetta sé alveg fínn leikur.“ Stjörnuliðið lá langt til baka á vellinum og vörðust á mörgum leikmönnum, það bar fínan árangur, Valskonum tókst illa að skapa sér færi og gáfu oft frá sér boltann en Stjörnunni tókst illa að nýta sér mistök þeirra. „Það tókst ekki, við náðum ekki að skora úr þeim færum, en við áttum svona hálffæri eins og ég segi. Komumst aðeins af stað og svona en ekki í nógu góðar stöður, en heilt yfir er þetta bara allt í lagi, ég held að við séum með fleiri hálffæri en andstæðingurinn.“ Valur er í öðru sæti deildarinnar og Stjarnan mætir næst Breiðablik, sem situr í efsta sætinu. Kristján segir að það megi gera ráð fyrir jöfnum og spennandi leik þar líkt og í dag. „Við þurfum bara að undirbúa okkur gríðarlega vel fyrir þann leik, það er erfitt prógramm hjá okkur núna að vera að spila við toppliðin. Það verður hörkuleikur bara alveg eins og í dag, spilum við Val sem er búið að vera á toppnum og Breiðablik sem er núna á toppnum.“ Leikplan Stjörnunnar virkaði vel, flestar marktilraunir Vals voru langskot. Mun þjálfarinn leggja upp með svipað plan í næsta leik? „Það verður svipað en ekki eins, nei ég veit það ekki. Við eigum eftir að fara yfir hvernig við gerum það, við höfum spilað svona á móti Val undanfarið en ekki á móti öðrum liðum. En kannski var þetta hugmynd hjá þér, við kannski gerum það á móti Breiðablik“ sagði Kristján að lokum.
Fótbolti Besta deild kvenna Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - Stjarnan 1-1 | Allt í járnum á Origo vellinum og toppi deildarinnar Valur og Stjarnan áttust við á Hlíðarenda í kvöld en Stjörnukonur eru annað af aðeins tveimur liðum sem náð hafa að vinna Íslandsmeistara Vals í Bestu deildinni í fótbolta í sumar. Þeim tókst ekki að endurtaka leikinn í kvöld. 9. ágúst 2023 21:40 Mest lesið Leik lokið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Íslenski boltinn „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Handbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Í beinni: Stjarnan - FH | Grannaslagur í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Sjá meira
Umfjöllun: Valur - Stjarnan 1-1 | Allt í járnum á Origo vellinum og toppi deildarinnar Valur og Stjarnan áttust við á Hlíðarenda í kvöld en Stjörnukonur eru annað af aðeins tveimur liðum sem náð hafa að vinna Íslandsmeistara Vals í Bestu deildinni í fótbolta í sumar. Þeim tókst ekki að endurtaka leikinn í kvöld. 9. ágúst 2023 21:40