Hvað er planið Guðmundur? Askur Hrafn Hannesson, Aníta Sóley Scheving og Íris Björk Ágústsdóttir skrifa 14. ágúst 2023 11:00 Opið bréf til Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félagsmálaráðherra Frá 1. júlí hafa 53 einstaklingar fengið tilkynningu um niðurfellingu á lágmarksþjónustu samkvæmt ríkislögreglustjóra. Ástæðan fyrir niðurfellingunni er að þau hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Þetta eru afleiðingar nýrra útlendingalaga sem þú hjálpaðir við að innleiða með atkvæði þínu. Þrátt fyrir að kjósa með frumvarpinu þá tókstu ekki þátt í efnislegri umræðu þess á Alþingi. Samt var ítrekað kallað eftir því að þú mættir í salinn til að standa fyrir máli þínu, en aldrei mættir þú. Þú kaust með því þrátt fyrir að varað hefði verið við þessum afleiðingum útlendingafrumvarpsins úr mörgum áttum, bæði af félagasamtökum, mannréttindasamtökum og stjórnarandstæðingum. Þar á meðal er Kvenréttindafélag Íslands sem hafði þetta að segja í umsögn sinni um frumvarpið: ,,Þá er það sérstaklega áminnisvert að hvergi er minnst á konur í viðkvæmri stöðu og hunsar frumvarpið því með öllu þá hættu sem stafar af konum t.d. að lenda í mansali.” Það er því miður einmitt um þessar mundir sem að alvarlegar áhyggjur Kvenréttindafélagsins hafa orðið að veruleika. Nýlega kom fram í fréttum að þrjár konur voru þvingaðar út úr félagslegu húsnæði af lögreglu. Þessar konur (og önnur í sömu stöðu) hafa misst alla félagslega aðstoð. Í þeirra tilfelli þá geta þær hvergi leitað. Þú varst með staðhæfingar um að lög um félagsþjónustu sveitarfélaga myndu tryggja að sveitarfélög tækju við ábyrgðinni á fólki í þessari stöðu. „…Við höfum verið að huga að stöðu þeirra sem minna mega sín í hópi þeirra sem eru að sækja um vernd hér á landi frá mörgum stöðum í heiminum. En varðandi þau orð hv. þingmanna að hér muni fólk enda á götunni ef þjónusta er tekin af eftir brottvísun, þá er það auðvitað ekki rétt vegna þess að 15. gr. félagsþjónustulaga sveitarfélaga grípur fólk…” Þessi orð mæltir þú í atkvæðagreiðslu annarar umræðu útlendingafrumvarpsins. Þessi orð vöktu reiði hjá þingmönnum, sveitarstjórnum og almenningi vegna skorts á samráði við sveitarfélögin. Hvar er sú viðbragðsáætlun? Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri fjölmennasta sveitarfélags Íslands, sagði að ekkert hafði verið rætt við borgina um þjónustu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Í viðtali við RÚV segirðu svo: „Það er eitthvað sem þarf að ræða við dómsmálaráðherra eða ríkislögreglustjóra sem bera ábyrgð á stöðu hælisleitenda sem eru búnir að fá endanlega synjun.“ Hver þarf að ræða það? Ert það ekki einmitt þú sjálfur, sem talaðir eins og þetta væri allt klappað og klárt þegar þú afgreiddir útlendingalögin? Eigum við að trúa því að þér finnist þú bera svo litla ábyrgð á stöðunni, að þú hafir ekki einu sinni gengið eftir því að einhverstaðar væri einhver að vinna í samræmi við það sem þú sagðir í atkvæðagreiðslunni? Ríkið hefur hafnað ábyrgðinni. Ekkert samráð hefur verið við sveitarfélög. Hjálparsamtök og einstaklingar eru að gera sitt besta en hafa ekki tök á að aðstoða alla. Það ríkir mannúðarkrísa. Þú og samstarfsfólk þitt í ríkisstjórn ykkar hafið nú dæmt þetta fólk til heimilisleysis og aukinnar hættu á misnotkun og ofbeldi. Þetta er fólk sem í nánast öllum tilvikum á ekkert stuðningsnet eða í nein önnur hús að venda. Því er gatan þeirra eini möguleiki. Heimilisleysi er nú þegar grafalvarlegt vandamál sem þarf að takast á við. Það að auka heimilisleysi hjálpar engum. Svo nú spyrjum við þig, hvað er planið, Guðmundur? Höfundar eru meðlimir Andófs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Sjá meira
Opið bréf til Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félagsmálaráðherra Frá 1. júlí hafa 53 einstaklingar fengið tilkynningu um niðurfellingu á lágmarksþjónustu samkvæmt ríkislögreglustjóra. Ástæðan fyrir niðurfellingunni er að þau hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Þetta eru afleiðingar nýrra útlendingalaga sem þú hjálpaðir við að innleiða með atkvæði þínu. Þrátt fyrir að kjósa með frumvarpinu þá tókstu ekki þátt í efnislegri umræðu þess á Alþingi. Samt var ítrekað kallað eftir því að þú mættir í salinn til að standa fyrir máli þínu, en aldrei mættir þú. Þú kaust með því þrátt fyrir að varað hefði verið við þessum afleiðingum útlendingafrumvarpsins úr mörgum áttum, bæði af félagasamtökum, mannréttindasamtökum og stjórnarandstæðingum. Þar á meðal er Kvenréttindafélag Íslands sem hafði þetta að segja í umsögn sinni um frumvarpið: ,,Þá er það sérstaklega áminnisvert að hvergi er minnst á konur í viðkvæmri stöðu og hunsar frumvarpið því með öllu þá hættu sem stafar af konum t.d. að lenda í mansali.” Það er því miður einmitt um þessar mundir sem að alvarlegar áhyggjur Kvenréttindafélagsins hafa orðið að veruleika. Nýlega kom fram í fréttum að þrjár konur voru þvingaðar út úr félagslegu húsnæði af lögreglu. Þessar konur (og önnur í sömu stöðu) hafa misst alla félagslega aðstoð. Í þeirra tilfelli þá geta þær hvergi leitað. Þú varst með staðhæfingar um að lög um félagsþjónustu sveitarfélaga myndu tryggja að sveitarfélög tækju við ábyrgðinni á fólki í þessari stöðu. „…Við höfum verið að huga að stöðu þeirra sem minna mega sín í hópi þeirra sem eru að sækja um vernd hér á landi frá mörgum stöðum í heiminum. En varðandi þau orð hv. þingmanna að hér muni fólk enda á götunni ef þjónusta er tekin af eftir brottvísun, þá er það auðvitað ekki rétt vegna þess að 15. gr. félagsþjónustulaga sveitarfélaga grípur fólk…” Þessi orð mæltir þú í atkvæðagreiðslu annarar umræðu útlendingafrumvarpsins. Þessi orð vöktu reiði hjá þingmönnum, sveitarstjórnum og almenningi vegna skorts á samráði við sveitarfélögin. Hvar er sú viðbragðsáætlun? Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri fjölmennasta sveitarfélags Íslands, sagði að ekkert hafði verið rætt við borgina um þjónustu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Í viðtali við RÚV segirðu svo: „Það er eitthvað sem þarf að ræða við dómsmálaráðherra eða ríkislögreglustjóra sem bera ábyrgð á stöðu hælisleitenda sem eru búnir að fá endanlega synjun.“ Hver þarf að ræða það? Ert það ekki einmitt þú sjálfur, sem talaðir eins og þetta væri allt klappað og klárt þegar þú afgreiddir útlendingalögin? Eigum við að trúa því að þér finnist þú bera svo litla ábyrgð á stöðunni, að þú hafir ekki einu sinni gengið eftir því að einhverstaðar væri einhver að vinna í samræmi við það sem þú sagðir í atkvæðagreiðslunni? Ríkið hefur hafnað ábyrgðinni. Ekkert samráð hefur verið við sveitarfélög. Hjálparsamtök og einstaklingar eru að gera sitt besta en hafa ekki tök á að aðstoða alla. Það ríkir mannúðarkrísa. Þú og samstarfsfólk þitt í ríkisstjórn ykkar hafið nú dæmt þetta fólk til heimilisleysis og aukinnar hættu á misnotkun og ofbeldi. Þetta er fólk sem í nánast öllum tilvikum á ekkert stuðningsnet eða í nein önnur hús að venda. Því er gatan þeirra eini möguleiki. Heimilisleysi er nú þegar grafalvarlegt vandamál sem þarf að takast á við. Það að auka heimilisleysi hjálpar engum. Svo nú spyrjum við þig, hvað er planið, Guðmundur? Höfundar eru meðlimir Andófs.
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun