BaneNOR, ríkislestarfélag Noregs, sagði að vatnselgurinn hefði skemmst undirstöðurnar undir miðhluta brúarinnar. Brúin er rúmlega 172 metra löng og er í þremur hlutum. Hún er úr stáli og var byggð árið 1957. Sérfræðingar BaneNOR kanna nú skemmdirnar, að sögn AP-fréttastofunnar.
Stormurinn Hans bar með gríðarlega úrkomu til Skandinavíu og Eystrasaltsríkjanna í síðustu viku. Þúsundir manna þurftu að yfirgefa heimili sín í suðaustanverðum Noregi vegna vatnavaxtanna. Ekki átti að byrja að sjatna í flóðunum fyrr en í fyrsta lagi í dag.
Stífla við vatnsaflsvirkjun í ánni Glommu brast undan vatnsþrýstingnum í síðustu viku eftir sjálfvirkar lokur sem áttu að stýra flæði vatns brugðust. Þá fór lest út af sporinu í Svíþjóð þegar flóðvatn gróf undan teinunum.
Verdens gang hefur eftir Eivindi Bjurstrøm frá BaneNOR að það muni taka langan tíma að koma brúnni aftur í gagnið. Fyrirtækið eigi bráðabirgðabrýr til reiðu og skoðað verði hvort ástæða sé til þess að taka einhverjar þeirra í notkun.